Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Skyrgerð part II (2 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum
Já oh, ég gleymdi að láta vita hvernig skyrgerðin gekk. Hleypingin tókst mjög vel og síunin líka. Þetta var svo hrært með mjólk og sykri og varð bara alveg prýðisgott. Eini gallinn var að ég náði ekki einhverjum kekkjum úr þessu og það var smá keimur af viðbrennslu, en það brann smá við í pottinum þegar ég var að hita undanrennuna. En ég gerði svo aðra lögun og passaði rosa vel að láta ekkert brenna við þá. Reyndar þá nennti ég ekki að halda hitanum í 10 mín í þetta skiptið, bara hitaði að...

Æskudraumurinn (12 álit)

í Heimilið fyrir 22 árum
Þegar maður var krakki var maður stundum með einhverjar hugmyndir og drauma um hvernig heimili mann myndi vera. Á tímabili ætlaði ég að búa á bóndabæ með kýr og alle græjer. Á öðru tímabili, þegar ég var unglingur, ætlaði ég að hafa allt svakalega stílhreint með helst öllu í svörtu og hvítu o.s.fr. (bjakk). En það er eiginlega aðeins einn draumur sem ég hafði sem krakki sem mig langar enn að láta rætast, og er ekki búin að gefa upp vonina að svo verði. Síðan ég var svona 13 ára hefur mig...

Skyrgerð part I (2 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Jæja, þá er ég með tilraunastarfsemi í gangi og er að reyna að búa til ekta skyr upp á gamla mátann. Tengdó kom með óhrært skyr og smá ostahleypi, en það þarf til að geta gert lögun. Sem sagt þá fann ég tvær uppskriftir af ekta skyri á netinu og þær voru ósköp svipaðar. Smá munur á magni ostahleypisins sem notaður var, en ég fór bara milliveg. Önnur var uppskrift sem moose gróf upp handa mér og sendi sem <a href="http://www.hugi.is/matargerd/greinar.php?grein_i d=55470“>svar við greininni...

Tvær frábærar barnabækur (4 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég var að fá sendingu frá Íslandi, meðal annars bækur og dót handa börnunum. Ein bók leyndist þarna á milli sem mamma sendi nú eiginlega mér, þó svo að þetta líti út fyrir að vera barnabók. Þessi vægast sagt óborganlega bók ber nafnið “Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni”. Sagan er eftir Werner Holzwarth og er myndskreytt af Wolf Erlbruch. Hún fjallar um litla moldvörpu sem fær kúk á hausinn þegar hún stingur hausnum upp úr holu sinni. Vegna nærsýnis sér hún ekki hver...

Barnasaga eða fyrir fullorðna? (11 álit)

í Bækur fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég var að fá sendingu frá Íslandi, meðal annars bækur og dót handa börnunum. Ein bók leyndist þarna á milli sem mamma sendi nú eiginlega mér, þó svo að þetta líti út fyrir að vera barnabók. Þessi vægast sagt óborganlega bók ber nafnið “Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni”. Sagan er eftir Werner Holzwarth og er myndskreytt af Wolf Erlbruch. Hún fjallar um litla moldvörpu sem fær kúk á hausinn þegar hún stingur hausnum upp úr holu sinni. Vegna nærsýnis sér hún ekki hver...

Smáauglýsingar (0 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Þá er kominn korkur sem fékk nafnið smáauglýsingar. Ef þið viljið losna við einhverjar barnavörur sem þið ekki lengur notið, eða vantar einhverjar er um að gera að notfæra sér þennan stað. Hér mætti einnig auglýsa eftir barnapíum, eða þá kannski einhverjar barnapíur óski eftir að passa börn ;)

Skyrgerð (9 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Nú er mig farið að langa mikið í skyr hér í útlandinu en auðvitað fæst það ekkert úti í búð. Þá fór ég að hugsa að fyrst bóndakonurnar í gamla daga gátu búið til skyr þá hlýt ég nú að geta það líka. Hins vegar kann ég ekki aðferðina við það. Man eftir að hafa heyrt um skyrhleypi og eitthvað um að sía þetta í gegnum klút, en þessar leiðbeiningar duga nú skammt. Sérstaklega þar sem ég veit ekkert hvar er hægt að fá skyrhleypi. Þannig að ef einhver hér veit eitthvað um þetta eða kann aðferðina...

Óæskilegar fæðutegundir fyrir ung börn (12 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Upp úr 4-6 mánaða aldri fara flestir að kynna börn sín fyrir fæðu annarri en brjóstamjólk/þurrmjólk. Flestir byrja á járnbættum ungbarnagrautum og síðan grænmetis og ávaxtamauki. Aðalmálið er að fyllsta hreinlætis sé gætt þegar maturinn er útbúinn, þannig að hann sé laus við sýkla og óhreinindi, og sé hæfilega maukaður til að barnið ráði við hann. Það eru þó nokkrar fæðutegundir sem ber sérstaklega að varast fyrir börn undir eins árs aldri og vil ég nefna þær helstu hér. Salt: Nýru barna eru...

Elís Aron (1 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Til hamingju með drenginn. Er virkilega liðið ár??? Rosalega er hann orðinn stór og myndarlegur. Hvernig gengur annars með hann?<br><br>Kveðja, GlingGlo

Leitarsíður (3 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Er ekki einhver fróð manneskja hér sem veit hvernig maður ber sig að til að síðan manns komi fram við leit á leitarvélum? Mér tókst allavegana að koma henni á leit.is ;) en veit ekkert hvernig t.d. Google virkar og hvað maður þarf að gera til að síðan komi þar upp. <br><br>Kveðja, GlingGlo

Stjórnendur huga/adminar (15 álit)

í Tilveran fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Langar að athuga hvort fleiri adminum finnst að það ætti að breyta adminkubbnum þannig að adminar geti séð hvaða kannanir eru í bið hverju sinni. Eins og er er bara hægt að sjá hvaða kannanir bíða ef maður er að samþykkja nýjar kannanir. Þetta er sérstaklega slæmt ef maður vill sjálfur senda inn könnun en getur ekki sett hana á bið. Hún kemur inn strax og maður veit ekkert hvar maður er að troða henni inn, hvort önnur sé kannski í bið daginn eftir eða eitthvað slíkt. Annað er að það væri...

Pönkarar (0 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Þeir eru ekkert smá miklir gæjar þarna, hahaha. Algjörir pönkaratöffarar ;)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Unga og ríka fólkið (6 álit)

í Fræga fólkið fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég var að horfa á ansi spes þátt sem fjallaði um unga og ríka fólkið í Stokkhólmi og þessa sérstöku menningu sem skapast á meðal þeirra. Það er svo mikið af óskráðum reglum, t.d. hvernig þú klæðir þig, hvernig þú kemur fram og hvernig þú hegðar þér. Það má t.d. ekki tala um peninga; það er álitið gróft. Ef þú átt “gamla” peninga þá máttu alveg spandera fyrir framan alla, en það þykir ekki flott að vera að spandera mjög sýnilega peningum ef þú ert nýríkur; þá ertu að sýnast. Það má ekki tala...

Aldurskæling (21 álit)

í Heilsa fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég var að horfa á þátt í sjónvarpinu fyrr í kvöld sem heitir Extra (er í Noregi) og er með svona skemmtilegar og/eða óvenjulegar sögur. T.d. hefur verið fjallað um fegurðarsamkeppni barna, öfgafullar lýtaaðgerðir og svona hitt og þetta. Í kvöld var ein af sögunum um konu sem var búin að finna þessa “frábæru” aðferð til að hægja á öldrun. Á ég að segja ykkur töfralausnina? Júbb, hún er að sofa í ísskápnum. Ég er ekki að grínast! Þessi kona er búin að sofa í ísskápnum sínum s.l. 20 ár. Hún...

Heilsukjaftæði nútímans (25 álit)

í Heilsa fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hvernig er þetta með ykkur, verðið þið aldrei kolrugluð á öllu þessu heilsukjaftæði sem er í kringum okkur? Ég hef ekkert út á hollt mataræði og hæfilega hreyfingu að setja, ekki einu sinni út á mikla hreyfingu að setja. En… hverju í andsk… á maður eiginlega að trúa? Það úir og grúir af allskyns ráðum, alls kyns kúrum, alls kyns hjálparefnum, töflum, dufti, fæðubótarefni, brennsluefni o.s.frv. Einn segir þetta og hinn segir hitt, og allt á að virka svo vel og vera svo æðislegt. Hvernig...

Umskurður sveinbarna (72 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég var aðeins að fletta í gegnum eina hjúkkubókina mína sem fjallar um heilsu kvenna á meðgöngu og umönnun nýburans. Þessi bók er bandarísk svo að sjálfsögðu var þar fjallað um umskurð sveinbarna á einum stað. Ég hef nú aldrei lesið þann kafla almennilega fyrr en nú, þar sem á Íslandi er þetta náttúrulega ekki aðgerð sem er framkvæmd á spítulunum hér, og ég veit hreinlega ekki til að þetta sé gert neinstaðar. Það væri þó ekki nema í undantekningartilfellum að þeir sæm væru gyðingatrúar myndu...

Óargardýrin (1 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Þessi óargardýr þín eru nú afskaplega sakleysisleg þarna á myndinni :) Þau eru rosalega falleg þarna. Það er alldeilis að stelpan þín er orðin mikil skvísa ;)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Kristjana Sandra (1 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Jæja, ef þetta er ekki bara hún litla Kristjana Sandra þarna á mydninni. <br><br>Kveðja, GlingGlo

Nýr korkur (0 álit)

í Heimilið fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Vil bara vekja athygli ykkar á nýjum kork: Almennt um Heimilið. Getið póstað þar því sem ekki fellur undir hina korkana ;)

Nýtt áhugamál (18 álit)

í Hugi fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Mér finnst alveg vera grunnur fyrir að stofna nýtt áhugamál sem gæti heitir “Misskildir góðir strákar” eða “Allar stelpur eru vondar við mig”. Gæti jafnvel heitið “Aumingja ég”. Mæli með Sykri sem admin. Við gætum náttúrulega byrjað á því að setja svona kork á Rómantík og séð hvernig undirtektir þetta fær.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Mjólkurofnæmi og mjólkuróþol (8 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Flestir hafa heyrt talað um mjólkuróþol og mjólkurofnæmi, en ekki allir gera sér grein fyrir hvað felst í þessu. Ofnæmi og óþol er nefninlega ekki sami hluturinn. Ef um mjólkurofnæmi er að ræða er einstaklingurinn með ofnæmi fyrir próteinum sem finnast í mjólkinni og skiptir þá litlu hversu mikið af fæðunni sem innihalda þessi prótein hann lætur ofan í sig. Ónæmiskerfið getur brugðist heiftarlega við þótt um lítið magn sé að ræða. Algengustu einkennin eru útbrot á húð, en u.þ.b. 50% þeirra...

Nú og þá (26 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég er oft að velta fyrir mér hvort að við séum stundum að ofvernda börnin okkar nú á dögum, eða hvort við höfum verið svona ofboðslega kærulaus varðandi þau á árum áður. Eflaust er umhverfið í dag eitthvað hættulegra en áður, og þó. Hér áður fyrr voru börn fljótt látin taka þátt í heimilisstörfunum. Alveg sjálfsagt þótti að eldri börn gættu þeirra yngri, 5-6 ára krakkar voru jafnvel farnir að bera mikla ábyrgð á yngri systkinum sínum. Í dag þætti það hreint og beint mikið ábyrgðarleysi að...

Nokkur gömul og góð húsráð (9 álit)

í Heimilið fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Byrjum bara á því sem flestir þekkja, en það er hvernig ná á tyggjóklessum úr fötum. Þú skellir flíkinni inn í frysti og síðan getur þú mulið tyggjóið úr. Sumir hafa eflaust lent í því að tyggjó klínist í hár eða á húð þannig að það er algjört “pein” að ná því úr/af. Ekki rjúka til og ná í skærin strax (ja klippir náttúrulega ekki húðina af, en kannski hárið). Sæktu smjörlíki, makaðu því vel á staðinn þar sem tyggjóið er fast og voila: mikið auðveldara að ná því úr. Mæli samt með að þvo...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok