“Jæja, mér þykir sú tilhugsun nokkuð ókræsileg að þurfa að vera hér áfram” sagði Durgur dvergur “Vel mælt!” sagði Gilvaldr “Sækjum hestana og ríðum á brott.” “Nei!” Sagði Voltranos, “Við þurfum að hvílast, Ýsíldúren gerir ekki aðra árás í nótt.” Þessa nótt sváfu þau öll djúpum draumlausum svefni, og á sama tíma riðu 18 óhugnarlega skikkjuklæddar verur burt frá bænum Ylm, og stefndu að Firionsfjalli.