Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Reykingabann

í Deiglan fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Mér finnst það ganga allt of langt, ef satt er, að banna reykingar á veitingahúsum. Ég reyki en ég vill samt ekki tóbaksreyk ofan í andlitið á mér þegar ég er að borða. Þessvegna sýni ég sjálfur þá sjálfsögðu tillitssemi að bíða með að kveikja í þangað til allir við mitt borð eru búnir að borða. Ef aðrir gera það ekki bið ég þá vinsamlegast um að bíða. Ef sumir eru svo slæmir að þeir þola hvergi tóbaksreyk nálægt sér á meðan þeir borða vil ég benda þeim á að mörg veitingahús eru reyklaus eða...

Re: Vændi á Íslandi

í Deiglan fyrir 23 árum, 5 mánuðum
“mér finnst þetta niðurlægjandi fyrir konur,” Ég þekki eina stelpu sem er að vinna sem strippari og ég veit til þess að hún hafi selt sig. Hún þekkir aðrar sem hafa gert það sama og hún segist ekki vita um eina einustu stelpu sem gerir þetta ekki af fúsum og frjálsum vilja. Mér finnst þessi niðurlæging fyrir konur umræða svo kvenrembuleg að þessu leyti. Í hersetuárunum komu konur í beisið til kananna og riðu tugum hermanna á einum degi. Það var þjóðfélaginu alveg sama um, en stelpurnar urðu...

Re: Hugleiðing!

í Deiglan fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Frelsi einstaklingsins nær aðeins það langt að það skerði ekki frelsi annarra. Einstaklingurinn er ábyrgur, skynsamur og hæfur til að tæka ákvarðanir. Hópar fólks eru það aftur á móti ekki, þá sérstaklega þjóðfélagið í heild.

Re: fólkið sem viðgirnumst

í Heimspeki fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég hugsa að málið sé nú bara það að langtímasambönd byggjast fyrst og fremst á persónuleika og þá er mjög misjafnt hvernig fólk velur. Tveir menn geta yfirleitt verið gjörsamlega ósammála um hvort einhver manneskja sé góður eða slæmur persónuleiki en sjaldgæfara er að menn séu ósammála um hvort ákveðin dama sé falleg eða ekki. Fegurð virðist vera algildari hlutur. Svo er það nú yfirleitt staðreynd að flottasta stelpan í skólanum er algjört bitch, sama hver á í hlut og sama hvaða skóli. Fyrir...

Re: Tilviljanir

í Heimspeki fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég er ekki að tala eingöngu um hreyfingu himintungla eða þvíumlíkt. Ég er að tala um nákvæma staðsetningu hvers einasta kvarka. Brownshreyfingar eru ekki algjörlega tilviljanakenndar. Við vitum bara ekki hvað stjórnar þeim ennþá og getum því ekki spáð fyrir um þær. Einstein sagði “Godt wurfeldt night” (Eflaust bandvitlaus stafsetning), sem þýðir “Guð kastar ekki teningum”, og ég trúi honum.

Re: Skólabúningar

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Það myndi ekki breyta neinu. Það eru notaðir skólabúningar í Ástralíu en ástandið þar er ekkert betra en hér.

Re: Babes i Star Trek!!!

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Seven er nú meira en bara brjóst í spandexi sko. Mér fannst nú þátturinn sem var nýlega, “Someone to watch over me” sýna það nokkuð vel að Seven er með sterkan persónuleika.Aftur á móti reynir hún að verka sem tilfinningalítið hörkukvendi til að fela hvað hún er feimin og illa að sér. Ámörgum sviði almennrar félagsfræði. Hún er frábær persóna og útlitið er bara smá bónus. Ekkert, jafnvel spandex, hefur getað eyðilagt það fyrir mér ennþá.

Re: Er maður að skemmta sér?

í Djammið fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Jamms, ég skil ekki svona fólk sem fer á djammið til þess eins að hössla. Ég á vont með að trúa að þetta fólk skemmti sér jafnvel og við sem viljum bara raupa og rása og fara svo einhvað að dansfíklast og bara gjörsamlega sleppa sér. Það er alvöru djamm!!!

Re: Gulur er jafn langt frá bláum og blár-gulum

í Heimspeki fyrir 23 árum, 6 mánuðum
En talandi um menntun, þá er hún mjög mikilvæg fyrir mér. Á aldrinum c.a. 25-67 ára eyðum við minnst 1/3 af ævi okkar í að vinna. Þetta er það stórt hlutfall að mér finnst það algjört grundvallaratriði að vera ánægður í vinunni. Að vera ekki sífellt að bíða eftir því að hver vinnudagur sé búinn, því þá er maður bara að sóa 8 tímum á dag. 8 Tímum þarf maður að sóa í að sofa, svo að aðrir átta tímar í viðbót er orðið svolítið mikið slæmt. Menntun er nauðsynleg í flestum tilfellum til að fá...

Re: Tilviljanir

í Heimspeki fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Það sem fólk kallar óreiðu eru alltaf áhrif einhvers sem er ekki inni í viðmiðunarkerfinu sem notað er til að gera ákveðna mælingu eða útreikning. Því meira sem við stækkum kerfið, því minni verður óreiðan innan þess. Ef við byggjum yfir vitneskju um hvernig allar uppbyggingareindir heimsins höguðu sér við öll möguleg skilyrði, og við gætum mælt staðsetningu og hreyfingu þeirra allra í tíu sekúndur, þá gætum við notað þær upplýsingar til að reikna út hvernig heimurinn var eða verður á hvaða...

Re: Hvað varð um Cyber Punkið

í Spunaspil fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég hef nú verið að spila cyber af og til frá því ég byrjaði að spila og verð að segja að ég hef alltaf geta haft mjög gaman af því. Það eru einfaldar reglur sem bjóða upp á góðan sveigjanleika og ekkert mál að búa reglur til ef maður nennir ekki að fletta þeim upp. Mér finnst það bjóða líka upp á svo margt, þetta kerfi. Þetta bíður upp á móralískar sögur með voða plotti og svo þegar maður er búinn að hugsa svo að mann verkjar í hausinn, þá er rétt að taka fram byssutöflurnar og skjóta...

Re: Favoritism

í Spunaspil fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Einn player sem ég hef spilað með hafði tildæmis þann ótrúlega “hæfileika” að þegar ákveðinn náungi var að stjórna gekk allt upp sem hann gerði. Allar ágiskanir sem þurfti ekki die roll til að athuga hvort stæðust, stóðust. Alltaf ef hann reyndi eitthvað freaky shit, þá gekk það hjá honum. Það þarf engann atvinnupípara til að fatta að Dm´inn var að cutta honum svolítið mikið leeway. Svo var hann óþolandi heppinn á teninga líka. Annars held ég að þetta sé stundum ósjálfrátt hjá Dm´um, ég þarf...

Re: Önnur 682 ára sjálfstæðisbarátta? Nei Takk!

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég hef ekki lesið svörin við þessari grein , en mig langar að koma með nokkrar athuganir. Sérkenni þjóða munu ekki afmást við að ganga í ESB. Vissulega verða sameiginleg landamæri og litið á evrópu sem eitt stórt sambandsríki, en einstaka þjóðarbrot verða ennþá til. Íslendingar verða ennþá til. Íslensk menning verður ennþá til. Ef við einangrum okkur í nafni sjálfstæðis og þjóðarstolts erum við að neita að taka þátt í framförum og nýrri efnahagsmynd Evrópu. Það verður ekki litið upp til til...

Re: Fallout - Áhugamál - Á - Huga...

í Hugi fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Sammála. Það vantar pláss fyrir þetta, því þetta er svo mikill snilldarheimur. Ég hef verið að dunda mér við að spila Fallout Tactics single player campaignið og þetta er ekkert nema snilld. Það eina sem ég get sett út á hann er hvað hann breytist lítið þegar líður á hann. Maður er alltaf að gera svipaða hluti. Einnig fiktaði ég aðeins við Fallout 1 & 2 og það var auðvitað ekkert nema hamingja.<br><br>—————————— Never underestimate the power of denial!

Re: 42 ;( Douglas Adams

í Heimspeki fyrir 23 árum, 6 mánuðum
“Science has achieved some wonderful things, of course, but I´d far rather be happy than right. And are you? No, thats where it all falls down, of course” “I got very bored and depressed, so I went and plugged myself in to its external computer feed. I talked to the computer at great lenght and explained my view of the universe to it, said Marvin. And what happened? pressed Ford. It committed suicide” The Hitchhikers guide to the galaxy.

Re: Var að spá...

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Prófaðu að horfa á Bertrand Blier myndir. Karakterarnir eru oftast of siðblindir til að hægt sé að nota góð og ill öfl í myndunum. Vara þig við: Mjög súrrealískt.

Ekkert þar

í Farsímar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Sagem er nebblega með nótnakerfi. Það er náttúrlega ekkert mál að finna nótur einhver staðar. Ég skal pósta ef ég finn góðann site. (Sagem er drasl djöfulsins)<br><br>—————————— Never underestimate the power of denial!

Re: Tvö áhugamál sem hefðu átt að koma á síðasta mánuði

í Tilveran fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég er bara ekki viss um að það sé nægur áhugi á Íslandi fyrir Fallout sem áhugamáli. Ef svo er aftur á móti. Þá vill ég fá það sem áhugamál , núna strax. (Snilldarleikir) Og ef verður farið út í sci-fi/fantasy (Sem ég vona), þá verður það að vera aðgreint. Sci-fi sér og Fantasy sér. Svo kem ég abyggilega aftur og nöldra yfir því að þetta sé ekki nogu vel gert, þegar þetta loksins verður gert ;)<br><br>—————————— Never underestimate the power of denial!

Re: Scott Bakula sem næsti Kaptain??

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Hann er ekki nógu mikill tough guy til að vera captain

Re: The Necronomicon?

í Dulspeki fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Mér finnst rétt að fræða ykkur um það að Necronomicon er skáldskapur. Síðan sem JohnyB benti á fjallar um bókina sem alvöru, en er í raun að segja frá sögu bókarinnar, líkt því sem hún kom fram í sögum H.P.Lovecraft. Lovecraft var einn besti hryllingssöguhöfundur veraldar og skrifaði t.d. smásagnabálk sem er kallaður “The Cthulu mythos” (Veit ekki hvort þetta er rétt skrifað) sem role-play kerfið “Call of Cthulu” var meðal annars gert eftir. Í þessum smásagnabálki koma fram ýmsar bækur um...

Re: www.matarkarfa.is

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Íslendingar versla ekki neitt fram í tímann. Allra síst mat.

Re: Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ef það er eitthvað stríð á leiðinni er það stríð á milli Bandaríkjanna og Kína, þar sem Kína nýtur stuðnings Rússa. Ef út í það fer (Ef Taiwan lýsir yfir sjálfstæði þ.e.a.s.) langar mig ekki að hafa USA herstöð hérna á meðan. Vissulega hefur hersetan gert ýmsa góða hluti fyrir Ísland, en ég tel að það sé ekki nokkur þörf á að Bandaríkjamenn séu hér ennþá. Þá vill ég frekar NATO-stöð eða eitthvað annað Evrópskt. Því við erum jú hluti af Evrópu en ekki Ameríku. P.S. Eina ástæðan fyrir því að...

Re: ESB?

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Allt í lagi. Leyfðu mér þá að snúa blaðinu við og benda þér á hvers lags sjálfstæði við höfum núna. Við höfum nokkra kvótakónga sem ráða öllu sem þeir vilja ráða um sjávarútveginn og ýmislegt annað. Við höfum nokkrar fígúrur í ríkisstjórninni sem hafa tekið saman og ráða því sem þeir vilja. Samtals erum við að tala um örfáa tugi manna sem stjórna landinu algjörlega í sjálfelsku og eiginhagsmunaskyni. Þetta er sjálfstæðið þitt. Þetta er það sem þú ert að berjast fyrir að halda. Meira að segja...

Re: Shadowrun

í Spunaspil fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég hef aldrei spilað Shadowrun en mig hefur lengi langað að prófa það.<br><br>—————————— Never underestimate the power of denial!

Re: Dracula 2000

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Þú minntir mig á það add1, að ég var ekki búinn að dissa Hollywood vampýrumyndir nóg. Það sem mig langar að vita er af hverju í andskotanum þeir fóru að blanda silvuróþoli inn í vampýrusögur. Bram Stoker nefndi aldrei silvur á nafn í allri sögunni hjá sér. Silfrið kemur úr varúlfasögum, því varúlfa er aðeins hægt að drepa með silfri. Vampýrur geta étið það í morgunmat ef þær vilja. Svo setti það alveg punktinn yfir i-ið þegar Dracula breytti sér í varúlfinn. Það er mun skemmtilegra þegar...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok