Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Fresca
Fresca Notandi frá fornöld 51 ára karlmaður
74 stig
Kveðja

Re: tap af rekstri Express

í Flug fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Það er ekki eitthvað sem snýr að IEX heldur að Aestrus. Þeir eiga að hafa tryggingar ef eitthvað kemur fyrir vélina, sennilega það sama og flest önnur flugfélög. Þetta eru nú reyndar ekki stórar upphæðir, ég er ekki þó viss hve háar, en mig minnir að það komi allt fram í Varsjársáttmálanum.<br><br>Kveðja Fresca

Re: tap af rekstri Express

í Flug fyrir 20 árum, 10 mánuðum
30 milljónir af um 5 milljóna hlutafé er ekki óverulegt. Það er 6x höfuðstóllinn. Reykjavík Express er með ferðaskrifstofuleyfi af B gerð eftir því sem mér skilst. Það þýðir að IEX re ekki með neinar tryggingar til að koma fólki heim ef þeir hætta.<br><br>Kveðja Fresca

Re: Vinna Vinna Vinna!!!

í Flug fyrir 20 árum, 12 mánuðum
B767: Kíktu á póstinn þinn á huga<br><br>Kveðja Fresca

Re: Pan Am flug 103

í Flug fyrir 21 árum
Já, hvað er þetta, látiði sandyh vera, það er ekki eins og það sé mikið að gerast á þessari síðu; loksins þegar einhver tekur sig til og skrifar, þá er viðkomandi púaður niður. Við ættum frekar öll hér að beina orku okkar í að svara málefnanlega eða skrifa greinar sjálf. Varðandi Pan American 103: Að sjálfsögðu komu upp margar spurningar varðandi þetta slys, og margar tilgátur. Margt hefur komið fram, og núna í fyrra (eða var það í ár) framseldu Lýbía þá menn sem voru taldir bera ábyrgð að...

Re: Framtíðin og fleira

í Flug fyrir 21 árum
Það er svo ótal margar breytur í þessu sem menn hafa ekki tekið inn í. Eitt af því er kostnaðurinn við að nota slíkar fjarstýringar. Eina leiðin er að nota gervihnött, og bara eitt sýmtal í gegnum slíkt kostar nokkur hundruð krónur mínútan. Það er bara fyrir eina rás, ef nota ætti fjarstýringu þyrfti gagnamagnið að vera slíkt að ég er ekki viss um að það væru til nógu margar rásir lausar fyrir allar þær vélar sem til eru í heiminum í sjánlegri framtíð. Annað er t.d hlutir sem ekki koma fram...

Re: Ego-tripp Flugleiða.

í Flug fyrir 21 árum, 3 mánuðum
BjorgvinR. Af mörgu furðulegu sem hefur birtst hér á Huga, varst þú nú sennilega að slá met. Svona fullyrðingar dæma engan nema sjálfan þig, og það er vonlaust að taka menn alvarlega sem láta svona út úr sér. Meira segja 4 ára sonur minn lætur ekki svona vitleysu frá sér. Það er ekkert í lögum sem bannar mönnum að vera bjánar, hins vegar er meiðyrði bannað með lögum. Það væri kannski hægt að taka mark á þér ef þú færir einhver rök fyrir máli þínu, en eins og er verð ég að hallast að það sem...

Re: Að velja Flugskóla

í Flug fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Miðað við þína pósta hér steinos, þá tel ég að þú sért enganveginn hæfur að ráðleggja mönnum hvaða skóla þeir eiga að velja, enda hefuru eitthvað á móti Flugskóla Íslands og ráð þín á allan háttt lituð. Ég tel að allir flugskólarnir hafi bæði ánægða og óánægða nemendur, en að minnast ekki á FÍ eins og þú gerðir í einhverjum korki hér um daginn er bjarnargreiði við þá sem eru sannarlega að leita sér upplýsinga. Ég tek hatt minn ofan fyrir deTrix, sem að mig minnir að sé ekkert sérlega hrifinn...

Re: Iceland Express - Part two.

í Flug fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ps. Hvað hefur þetta annars að gera með Iceland Express?

Re: Iceland Express - Part two.

í Flug fyrir 21 árum, 5 mánuðum
ég held að ég hafi ekki skilir orð af þessu. Eitthvað hefur þetta skolast til, því að öllum líkinum sátu þau með tjaldið fyrir framan sig og því ekki getað séð á sjónvarpið. en að þau hafi ekki getað borðað finnst mér nú ólíklegt, ég sjálfur ef oft setið í þessum sætum og veit að tjaldið truflar mann ekki við matinn. það er alltaf leiðnlegt að lenda í þessu, en þau hafa nú sennilega verið með annað á hornum sér vegna sjónvarpssins fyrst þau voru að kvarta yfir að geta ekki borðað. Eitt sem...

Re: af hverju hægra meginn?

í Flug fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Vegna þess að farþegar ganga inn vinstra megin. Á sama hátt eru allar hleðsludyr fyrir farangursrými hægra megin, og matnum er trukkað inn hægra megin.<br><br>Kveðja Fresca

Re: Iceland Express - part one.

í Flug fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Það er ekkert að því að segja Svíþjóð, því eins og sumir greynilega ekki vita, þá liggur lokaaðflugið yfir Svíðþjóð þegar lent er til suðurs í Kaupmannahöfn. Ég nenni ekki að svara greyninni hér á undan, mönnum er frjálst að hafa sína eigin skoðun en að setja það fram sem sannleik er bara bjánalegt. Það sem þú átt við með töskutrygginguna og mikið mikið fleira sem ekki enn er búið að mynnast á þá eru Flugleiðir í Alþjóðasamtökum Flugfélaga, IATA, sem IE eru ekki í. Ó já, Flugleiðir bæta...

Re: Lánleysi flugvallarvina.

í Flug fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég verð víst að svara. Nr.1: Ég sagði aldrei að ofbeldi væri skondið. Ég sagð að það væri skondið að menn ef að menn eru ekki sammála því sem gert er er það kallað ofbeldi. Ekki það sama. Það er ekkert fyndið við ofbeldi. En að kalla grænt rautt finnst mér fyndið. Nr.2: Spanni segir:“Fulltrúalýðræði fellst m.a. í því að taka þarf tillit til skoðanna allra og finna hinn gullna meðalveg og málamiðlanir sem, sem flestir geta sætt sig við” Það er ekki skilgreiningin á fulltrúalýðræði....

Re: Hver hefur rétt fyrir sér?

í Flug fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Spanni: Þú ert komin í furðulega mótsögn við sjálfan þig. Á einum stað segiru :“En ég er hjartanlega sammála honum með þessari athugasemd sinni með ”ofbeldi“ samgönguyfirvalda. Það var ekkert annað en ofbeldi og yfirgangur þegar ákveðið var að hunsa vilja meirihluta þeirra er þátt tóku í lýðræðislegri konsingu um flugvöllinn með því að halda áfram að skipuleggja frekari ”flugmannvirki“ á svæðinu og að auki að fara út í rándýrar endurbætur á flugvellinum” Og svo annarstaðar í öðru svari:...

Re: Kvótakerfið

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ein spurning Vatnajokull. Ef sóknardagakerfi yrði sett á hvernig myndir þú vilja hindra offjárfestingu í skipum. Eitt sem sóknardagakerfið býður upp á er að menn kaupi stærri og stærri skip til að geta aflað sem mest á þeim dögum sem menn róa. Því stærri skip, því meira veiða þau, enda vilja menn má sem mestu á dögunum. Eða hvað?

Re: Sumir sjá lengra en aðrir.

í Flug fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þú baðst um að fá þann völl nefndan sem er í miðri London. Hann heitir London City og er staddur í miðri London við Thames ( í gömlu bryggjuna)og flutti árið 1999 1.360.200 farþega sem var aukning um 17,1% á milli ára og hefur farið vaxandi. Ég því miður hef ekki tölur um farþegafjölda eftir það. Það er alltaf talað um slysahættuuna sem er til staðar vegna flugvallarins, og hún er að sjálfsögðu til staðar. Hins vegar er hún hverfandi, enda hefur ekki orðið eitt banaslys á borgurum vegna legu...

Re: Ennisholu Undirþrýstingur

í Flug fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég þekki þetta vel. Þetta er þekkt vandamál hjá flugfólki og ef menn passa sig ekki getur það endað á aðgerð. Það versta er það að þetta geur orðið að krónísku vandamáli, því er ráðlegt að fljúga hreinlega ekki ef menn eru með kvef. Þetta lærir maður af reynslunni, ég endaði á því að fara í aðgerð vegna þessa; Engin langtímalausn heldur er það bara til að létta á þrýstingnum sem byggst hefur upp inni í kinnholunum því þar þrýstist inn allskonar drulla og ógeð við þrýstingsbreytingar....

Re: Ennisholu Undirþrýstingur

í Flug fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég þekki þetta vel. Þetta er þekkt vandamál hjá flugfólki og ef menn passa sig ekki getur það endað á aðgerð. Það versta er það að þetta geur orðið að krónísku vandamáli, því er ráðlegt að fljúga hreynlega ekki ef menn eru með kvef. Þetta lærir maður af reynslunni, ég endaði á því að fara í aðgerð vegna þessa; hún er engin langtímalausn heldur er það bara til að létta á þrýstingnum sem byggst hefur upp inni í kinnholunum, þar þrýstist inn allskonar drulla og ógeð við þrýstingsbreytinguna....

Re: Fjöldamorð í seinni heimsstyrjöld

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 8 mánuðum
En Dredsten??? Voru það ekki fjöldamorð líka?

Re: Iceland Express VS Icelandair

í Flug fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ertu að meina þetta? “Falli flug niður fá farþegar sem þess óska endurgreiðslu. Iceland Express, Reykjavík Express og samstarfsaðilar undanskilja sig allri bótaábyrgð á afleiddu tjóni sem farþegi kann að verða fyrir vegna hugsanlegrar seinkunar á flugi, ef flug fellur niður eða vegna sambærilegra atvika.” M.ö.ö Þeir fyrra sig allri bótaábyrgð, nema auðvitað að endurgreiða miðann. Það getur verið lítil hjálp í því þegar maður er staddur út í heimi að reyna að komast heim, er það ekki?

Re: Iceland Express VS Icelandair

í Flug fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Já endilega komdu með dæmi um hvernig Icelandair hafa farið illa með þig. Ég er sammála hinum um að þú ert ómálefnalegur. Varðandi hitt að ef að flug fellur niður: Þú hefur greynilega ekkert pælt íþví að getur verið gríðarlegur kostnaður við það að komast ekki á áfangastað. Icelandair, félagið sem þú hatar svo, borga fyrir þig hótel, mat og lætur þig jafnvel fá einhverjar sárarbætur vegna seinkanna, þeir ganga meira að segja svo langt að kaupa fyrir þig far með öðru félagi ef það er hægt til...

Re: Iceland Express VS Iceland Air

í Flug fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Enginn svo ég viti til, en þeir myndu þá ekki verða ráðnir til Iceland Express, heldur til Aestrus sem er það flugfélag sem er að fljúga hingað. Iceland Express er ekki flugfélag, og hefur reyndar ekki heldur ferðaskrifstofuleyfi; Þetta fer allt í gegnum önnur félög. Það finnst mér svolítið sérstakt. Einn akkílesarhæl sé ég á rekstri Iceland EXpress/Aestrus í vor og sumar, en hann er sá að þeir eru aðeins með eina vél í rekstri og plana áætluna með 2 flug á dag á henni. Ekki er til varavél...

Re: Iceland Express = þola ekki samkeppni

í Flug fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ef að allir sniðganga Flugleiði, þá er ekki mikil samkeppni eða hvað?? Við hverju bjuggust menn. Það er fásinna að FLugleiðir svari ekki samkeppni og að banna þeim það er jafn mikil fásinna. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem flugfélög fara að fljúga hingað, en ekkert þeirra hefur endst. Þetta er ekki stór markaður og ber varla mörg flugfélög. Hinir stóru hafa reynt s.s. SAS og GO (dótturfélag Birtish Airways) en þau töldu að þetta borgaði sig ekki. Sú ferðatíðni sem er boðin upp á héðan og...

Re: Sökkvum kárahnúkum

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það hlýtur að vera eðlileg skoðun thotho, að menn með viti séu sammála manni, því ég held nú ekki að það séu margir sem telja sjálfa sig og sínar skoðanir vitlausar, eða litlar. Það er því eðlilegur mælikvarði að miða út frá sér, því það er svo auðveldur samanburður. Annars er ég sjálfur því sammála að það eigi að virkja.

Re: Ritgerð um Airbus...

í Flug fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Fínt hjá þér en ein staðreyndarvilla sem vert er að laga! Varðandi A340: A340 er engöngu til 4gra hreyfla. Tveggja hreyfla útgáfan heitir A330. Annars eru þær að mestu leiti eins. Þú skrfar þar um 340-500 og 340-600. Þetta eru nýjustu útgáfurnar af 340, báðar 4gra hreyfla. Þetta er glænýjar vélar 340-600 er nýfarin að fljúga (á síðasta ári (2002)) og er lengsta farþegavél í heimi. 340-500 er eitthvað styttri en mun vera langdrægasta vél í heimi þegar hún fer að fljúga fyrir flugfélög, sem...

Re: Astraeus vill íslendinga

í Flug fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Smá leiðrétting: Þeir eru ekki með 140 flugmenn hjá sér, heldur 140 áhafnameðlimi. Það meðtelur flugfryjur og þjóna. Varðandi ráðningu Íslendinga, þá held ég að það skipti þá litlu máli hvers lenskir menn eru, bara að þeir hafi atvinnuréttindi og JAA skírteini. Það má gera ráð fyrir að þetta félag þurfi ekki jafn margar áhafnir á sínar vélar eins og Flugleiðir, ástæðan er sú að það er sennilega ekki mikið um löng flug þar sem ekki er hægt að fljúga fram og til baka; áhafnir þurfa ekki að...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok