Í samfélagi með nýtingarrétt væri reyndar ekki endilega peningur. Eignarréttur færi eftir þurft. Það er auðvitað allt annar handleggur en eignarhaldssamfélag vesturlanda, þar sem þjófnaður er að svipta einhvern því sem hann hefur, óháð því hvernig hann eignaðist það. Ásetningurinn einn, aftur óháður ástæðu, er nægur til sakfellingar.