Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: ARG!

í Tilveran fyrir 15 árum
Hvar er múgsefjunin í þessu? (Fyrir utan lélega fréttamensku Tynes.)

Re: Langar að skýra eitt í sambandi við herinn

í Tilveran fyrir 15 árum
Ég tek undir það, ég er kannski á móti því sem þú gerir en ég óska þér einskis ills í því. Og ekki hinum gæjunum heldur :)

Re: Langar að skýra eitt í sambandi við herinn

í Tilveran fyrir 15 árum
Af hverju hafa þeir aðilar ástæðu til að vera andstæðir þér? Gæti verið að okkur sé ekki sama af sömu ástæðu?

Re: Er maðurinn gráðugur?

í Heimspeki fyrir 15 árum
Það er alveg hægt að segja að maður sem horfir á flatskjá líði betur en manni með túbuskjá, þó svo að sá síðargreindi sé ómeðvitaður um það þar til hann prófar að horfa á flatskjá.Mér sýnist frekar að það sé nýjabrumstilfinning sem kemur af því að bæta kost sinn. Mér leið vel þegar ég horfði á sjónvarpsþætti í lélegri upplausn fyrir þremur árum. Nú er ég vanur HD og líður illa yfir þeim gömlu (nema ég venji mig aftur á þá, sem ég gerði í síðustu viku með því að horfa á gamla House seríu, svo...

Re: Er maðurinn gráðugur?

í Heimspeki fyrir 15 árum
Er eitthvað sem segir að fólk þjáist meira af þunglyndi og óhamingju núna en áður fyrr?Ég hef ekki hugmynd. Mér finnst bara ómerkilegt tal um hvernig við höfum meira vöruúrval og stærri íbúðir og flottari flatskjái ef ekki er minnst orði á hvort nokkrum líði betur. Það þarf gífurlega mikið vatn og salt til þess að hafa sjó. Það þarf gífurlegt magn af sólarljósi til þess að hita upp þennan sjó og þegar þú syndir í sjónum þá tekur þú pláss. Það að auðlindin sé mjög stór þýðir ekki að þú...

Re: Er maðurinn gráðugur?

í Heimspeki fyrir 15 árum
Hamingja skiptir bara engu máli ef hún er sjálfsögð, sem hún er ekki. Mikið af fólki þjáist af þunglyndi og óhamingju, þrátt fyrir að lífsskilyrði nú séu hin bestu allra tíma. Það eru nefninlega bara orðin tóm ef þú getur ekki notið lífsins, enda ekki að ástæðulausu að þunglynt fólk sem hefur aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu, menntun og samskiptatækni allra tíma drepur sig. Hvernig getum við komið samfélaginu upp þannig að fólk komi allt vel út í fyrrnefndum samanburði lífsgæða, eða hætti...

Re: Er maðurinn gráðugur?

í Heimspeki fyrir 15 árum
Svo virðist sem það skipti litlu máli hvort fólk lendi í hjólastól eða vinni stóran lottóvinning, ári síðar eru viðkomandi einstaklingar jafn hamingjusamir.Og svo virðist sem við getum fært okkur úr hellum í hús, frá veggjamyndum til veggfestra sjónvarpsskjáa, og samt verið jafn hamingjusöm (þótt við notum gífurlega aukið magn auðlinda í leiðinni). Mér sýnist mörg okkar (þetta er satt í mörgum vestrænum löndum, ég er ekki viss með önnur) þrífist á samkeppni, á kapphlaupi um að vera með betri...

Re: Er maðurinn gráðugur?

í Heimspeki fyrir 15 árum
Þú nýtur þess bara betur ef þú veist að möguleikinn er fyrir hendi. Hamingja fer eftir samanburði, manneskja nú til dags sem á þann aðbúnað sem þú tíundar er ekki hamingjusamari en veiðimaður á gresjunni fyrir fimmtíu þúsund árum, hafi hann hlutfallslega verið jafn vel staddur í samfélaginu. Það mætti jafnvel færa rök fyrir því að fleiri í nútímasamfélagi séu óhamingjusamir þar sem okkur berast sífellt fréttir af flennifínu lúxuslífi stórstjarna.

Re: Bandaríski herinn, what a proud army

í Tilveran fyrir 15 árum
http://wikileaks.org/#us-intel-wikileaks

Re: NJósnað um Wikileaks hérlendis?

í Deiglan fyrir 15 árum
Miklu betra, því það er íslenskt.

Re: Langar að skýra eitt í sambandi við herinn

í Tilveran fyrir 15 árum
Ég var að hæðast af þessari yfirlýsingu að við værum á röngum stað ef við vildum ekki verða drepnir. Heldurðu að við séum þarna af því við viljum deyja?Þið eruð að drepa fólk, og takið við það þá áhættu að vera drepnir. Þið eruð samt ekki bara að drepa talibana, heldur líka saklaust fólk (hvort sem þið segist gera það viljandi eða ekki). Hvað á það að gera í því? Líking mín með brund í sokk er mun einfaldari en hvernig þú ert búinn að flækja hana.Það er vegna þess að pólitík stríðsreksturs...

Re: Langar að skýra eitt í sambandi við herinn

í Tilveran fyrir 15 árum
Er ég á röngum stað því ég bý á landi þar sem eru morðingjar? Má drepa mig fyrir það? Af hverju má saklaust fólk í Afganistan ekki búa þar án þess að eiga á hættu að vera drepið af útlendingum? Búa Bandaríkjamenn í röngu landi því þaðan eru sendir herir sem pynta og drepa saklaust fólk í öðrum löndum? Er réttlætanlegt að drepa saklaust fólk í Bandaríkjunum og aðildarlöndum NATO ef ekki verður hjá því komist við morð á stríðsglæpamönnum þar? Má drepa fjölskyldu þína ef hún neitar að yfirgefa...

Re: Langar að skýra eitt í sambandi við herinn

í Tilveran fyrir 15 árum
Þið eruð á röngum stað ef þið viljið drepa en ekki vera drepnir. Ég fróa mér ekki í sokk fyrir þriðjung af landsframleiðslu og ég drep ekki saklaust fólk með brundinu.

Re: Tungumálaséní mánaðarins

í Tungumál fyrir 15 árum
Fólk í Darfur er fátækt. Það kaupir líklega enginn van Gogh þar, því enginn þarf þess né hefur efni á því. Ef eitthvað selst er það fyrir spottprís. Jebb, ég er mjög stoltur af þessari líkingu.

Re: Langar að skýra eitt í sambandi við herinn

í Tilveran fyrir 15 árum
Og já, það gerist að við drepum saklaust fólk. Viljum við það? Nei.Þið hafið bara ekki lausn. Ég hef lausn. Hættið að skjóta það. Þið hermennirnir hafið vald á gikkfingrinum, ekki Dick Cheney. Eins og t.d. eitt headline þarna um urban warfare mission at nighttime. Það var beðið alla að fara úr húsinu og svo var húsið rýmt. Þá var maður inni í húsinu sem var skotinn.Ef þetta eru heiðarleg mistök, af hverju er þá ítrekað hylmt yfir þessu? Ef ykkur er alvara um velferð og velvild fólksins sem...

Re: Meiri hugleiðingar trúleysingja

í Tilveran fyrir 15 árum
Það kemur mér á óvart, alla vega miðað við textabrotið sem þú vitnaðir í. En engar harðar tilfinningar, við getum lifað róleg(ir) í þeirri vissu að lazytown er alveg jafn illa við önnur trúarbrögð en kristni, enda ekki trúarbrögðin í sjálfu sér sem eru meinið heldur hugsunin að baki þeim.

Re: Langar að skýra eitt í sambandi við herinn

í Tilveran fyrir 15 árum
Ég er ekki að afsaka gerðir ofbeldismanna, hvers heitis þeir nefnast. Reyndar voru í kvöldfréttum RÚV tvær fréttir um dráp Bandaríkjamanna annars vegar og NATO liða hins vegar á óbreyttum borgurum, og í báðum tilfellum var hylmt yfir, bæði af ódáðamönnunum sjálfum og svo æðri mönnum innan viðkomandi vébanda. Ég gæti flutt langa ræðu um Abu Ghraib og Guantanamo, en ég held það breyti litlu. Ef þú vilt fara í yfirskriftir get ég þrengt þessar leitarniðurstöður fyrir þig:...

Re: Langar að skýra eitt í sambandi við herinn

í Tilveran fyrir 15 árum
Og ég gef skít í varúðarráðstafanirnar, þær virka ekki. Á meðan saklaust fólk er drepið og stríðið ekki almennilega rökstutt ljái ég því ekki minn stuðning eða mína samvisku.

Re: Langar að skýra eitt í sambandi við herinn

í Tilveran fyrir 15 árum
Nei, það er staðreynd. http://news.google.com/news/search?aq=f&pz=1&cf=all&ned=us&hl=en&q=civilians+killed+afghanistan

Re: Meiri hugleiðingar trúleysingja

í Tilveran fyrir 15 árum
Þú sérð bara árás á eigin trúhneigð í gagnrýni á trúarbrögð almennt, giska ég á.

Re: Meiri hugleiðingar trúleysingja

í Tilveran fyrir 15 árum
Það er öldungis rétt. Þú vilt bara slengja fram skoðunum þínum óvörðum.

Re: Er tími til?

í Vísindi fyrir 15 árum
Mér þætti þægilegt ef aðeins núið væri til og “næsta núið” réðist af því sem gerist í þessu. Tilhugsunin um svona vaxfylltan sívalning veraldar, þar sem fortíð, nútíð og framtíð liggja óbreytt og eilíf er skringileg, því skammtafræðilegar óreglur fylgja tölfræðilegum kerfum, og mér þætti asnalegt ef kertið væri hrært saman svo það kæmi þannig út. En þetta eru allt mínir fordómar og segja ofsa lítið um raunveruleikann.

Re: Fleflefle, breytingardæmi.

í Tíska & útlit fyrir 15 árum
Mér finnst bananar einmitt vera með mest seðjandi ávöxtunum, hinir eru allir fullir af safa. Svo gæti ég sagt einhverja brandara um banana og fullnægjandi, en ég vil ekki að þú kallir mig sjö ára aftur :(

Re: Meiri hugleiðingar trúleysingja

í Tilveran fyrir 15 árum
En ég spurði þig að öðru líka :(

Re: Langar að skýra eitt í sambandi við herinn

í Tilveran fyrir 15 árum
Það var bara eitthvað við það hvernig vesturlönd eru að drepa saklaust fólk í Afganistan sem lætur það líta út eins og stríð.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok