Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: ← Þetta áhugamál sökkar

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Ég heyrði. http://talskrar.vefthulan.is/usercontent/tts/ragga/100526/fbb30d2d2aad6883becd32b038a2fe10_1274911285180.mp3

Re: Könnunin

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Ég giska á hangikjötstengda brauðeríið. Mér finnst það ekki eiga að vera “baka” nema það sé bakað, annað er villandi og misvísandi og hreinlega skaðlegt nútíma samfélagi og börnunum okkar.

Re: Guðlast

í Deiglan fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Af hverju ætti að banna það, og hver á að ákveða hvað er rógburður? Ef maður fer með rangt eða óskynsamlegt mál er það fellidómur fyrir mann sjálfan en ekki þann sem maður úthúðar.

Re: Hjálpið mér að hjálpa þessari stelpu!

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Auðvitað á mismunandi tala við í mismunandi aðstæðum. Þú gerir þér grein fyrir því.Það sem ég geri mér ekki grein fyrir er hvernig þú getur alhæft um hvort fólk eigi skilið það stjórnarfarslega ástand sem það er í eða ekki. Stundum gerir fólk sitt besta til að losna úr því, stundum gera jafnvel stórir hópar fólks sitt besta til að losna úr því, og mér finnst asnalegt að nota tölfræði til að dæma hvort það geri nóg eða sé of fjölmennt til að verðskulda ástandið. Ég er bara að segja, að...

Re: Kenning Julian Jaynes með tilliti til mið-amerískra frumbyggja

í Vísindi fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Ég sagði nú að við gætum gefið skipanir með henni. Hvað varðar skilgreiningu Jaynes þá tekur hún heilan kafla í bókinni, svo þú verður að afsaka það sem á eftir kemur. Hann fer til að byrja með vandlega í einkenni málfarslegra líkinga. Julian Jaynes Let us speak of metaphor … the use of a term for one thing to describe another because of some kind of similarity between them or between their relations to other things. There are thus always two terms in a metaphor, the thing to be described,...

Re: Hjálpið mér að hjálpa þessari stelpu!

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Af hverju eitt/fimm/tíu prósent? Hvað ef þetta er hundrað manna lýðræði? Þú sérð kannski að ég er ekki með uppgerðartregðu, heldur með uppreisn gagnvart einhverri handahófskenndri “nægilega minni hluti” tölu eða “nægilega mikil uppreisn” mælingu eða “nægilega gott lýðræði til að kenna megi lýðnum um” slembidóm.

Re: Brauðrist...

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Hvað þarf að hreyfast mikið til að kalla megi hlut vél? Í tölvu hreyfist harði diskurinn, í ísskápnum hreyfist kælivökvinn og hurðin.

Re: Brauðrist...

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Vindmyllur búa ekki til sína eigin hreyfiorku neitt frekar en ristavélin sína eigin varmaorku. Hvað vélaverkstæði gera við hef ég ekki hugmynd um, en ristavélar geta örugglega bilað og mér er sama hvað sá kallar sig sem lagar hana. (Ef ég læt bifvélavirkja laga hana, er hún þá bíll?) Ef “vél” er notað um eitthvað sem “framleiðir” hreyfiorku þá eru upptrekktu bílarnir sem þú minntist á áðan vélar, sem og ristavélarnar, enda valda bæði tækin hreyfingu. Eini munurinn á þessum tækjum er hvernig...

Re: Skoðanakönnun

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Það að 13% séu borgaðar atvinnuleysisbætur þýðir ekki að það sé 13% atvinnuleysi.

Re: Skoðanakönnun

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Skilgreindu vél.

Re: Brauðrist...

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Vindmyllur breyta hluta vindorku í raforku, vélar í bílum breyta hluta efnaorku í varmaorku og varmaorkunni í hreyfiorku og ristavélar breyta raforku í varmaorku, auk hreyfiorku þegar brauðið er fullristað.

Re: Hjálpið mér að hjálpa þessari stelpu!

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Gyðingar sem lentu í helförinni er annað mál, þar sem þeir eru auðvitað alger minnihlutiÞeir voru tvö hundruð þúsund… hvenær hættir maður að vera alger minnihluti?

Re: Hjálpið mér að hjálpa þessari stelpu!

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Þú sérð t.d. hve áhrifaríkt fólkið var þegar átti að skrifa undir seinni icesavelögin.…og hefði ekki barist um að fá vilja sínum framgengt heldur bara dæst og umlað, þá já… hefðum við átt það skilið að lögin væru staðfest.[Svo, jafnvel þótt fólkið hafi verið "áhrifaríkt" þá hefði það átt skilið Alþingi sem ekki hlustar á það?]Já…Svo, fólk getur verið “áhrifaríkt” og barist harkalega fyrir sínu, en þegar allt kemur til alls er það eitt pennastrik forseta sem ákveður hvað það á skilið? Svo það...

Re: Kostnaður við að horfa á youtube?

í Netið fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Mér var sagt að ef maður fer yfir eitthvað ákveðið takmark þá þurfi maður að borga 1500 kr í hvert skipti?Haha, þessi setning er fyndin.

Re: Hjálpið mér að hjálpa þessari stelpu!

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Þú sérð t.d. hve áhrifaríkt fólkið var þegar átti að skrifa undir seinni icesavelögin.En segjum sem svo að Íslendingar hafi kosið yfir sig alþingi sem lætur vilja fólksins sem vind um eyru þjóta(sem það gerði) og forsetaSvo, jafnvel þótt fólkið hafi verið “áhrifaríkt” þá hefði það átt skilið Alþingi sem ekki hlustar á það? Það er þá bara undir geðþóttasveiflum forsetans komið hvort fólkið eigi það skilið sem það fær eða ekki?

Re: Hjálpið mér að hjálpa þessari stelpu!

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Ef mig misminnir ekki þá voru það önnur icesave lögin sem ekki komust í gegn, og það var vegna forsetans. Alþingi lét nú fólkið ekki hafa allt of mikil áhrif á sig. Ef forsetinn hefði skrifað undir þau, hefði fólkið þá ekki átt neitt betra skilið, jafnvel þótt það hefði gert sömu hlutina?

Re: Brauðrist...

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Sumsé, það er hvergi til vél í heiminum?

Re: Brauðrist...

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Jamm, og hann losnar þegar brauðið er tilbúið. Hvernig myndir þú skilgreina vél?

Re: Brauðrist...

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Það er “ljót íslenska” að segja “ljót Íslenska”. Þetta er ekki spurning um ljótt eða fallegt mál í þessu samhengi, heldur rökrétta framsetningu. Hann notar bæði (og segir hvergi að það sé bæði í einu), og tekur fram að það sem ræður hvort hann notar eru aðstæður og samhengi. Leiðréttingin þín “hvort tveggja” þýðir það sama og “bæði”. “Hvort fyrir sig” þýðir eitthvað líkt “annað í einu, eitt og sér”, en áherslan þar er meira á hvernig það er notað en hvort af orðunum tveimur, brauðrist eða...

Re: Brauðrist...

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Hann notar bæði | eftir aðstæðum og samhengi. Hann notar ekki bara annað hvort, heldur bæði. Ekki bæði saman, heldur eitt í einu. Hann notar bæði, og það fer bæði eftir aðstæðum og samhengi hvort hann notar. Hann hefði jafnvel getað sagst “nota bæði, bæði eftir aðstæðum og samhengi.”

Re: Bara

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Það er styttra form af “einungis”.

Re: Brauðrist...

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Það eru hreyfanlegir hlutir í ristavél líka.

Re: Brauðrist...

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Samhengið eru aðstæðurnar.

Re: Brauðrist...

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Nývélarristað brauð? Bætt við 26. maí 2010 - 14:17 Eða auðvitað “nýristavélarristað” eða “nýbrauðristarristað” eða “nýristabrauðsvélarristað” eða “nýbrauðristavélarristabrauðsristað” o.s.frv.

Re: velgengi mín :)

í Skóli fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Ég neita að eyða skattpeningum mínum í frekari menntun þína. DRRR… DENIED
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok