Vandamálið (sem ég veit ekki hvort sé raunverulega vandamál, en gefum okkur það) er að hér er klukkan átta að morgni dags á sama tíma og í Bretlandi, þótt sólin sé þá mun lægra á lofti hér. Það þýðir að við vöknum fyrr en heppilegt er líkamsklukkunnar vegna, og sofnum síðar, og að ganga gegn líkamsklukkunni hvað dagsskipulag varðar leiðir yfirleitt til lélegri afkasta en annars væri hægt að ná. Lausnirnar eru tvær, annað hvort við vöknum áfram klukkan “átta” en færum það til um einn...