Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Ritskoðun í Bandaríkjunum

í Deiglan fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Vissulega er hægt að stefna lífum í hættu með því að ljóstra upp um aðgerðir

Re: Ritskoðun í Bandaríkjunum

í Deiglan fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Vissulega er hægt að stefna lífum í hættu með því að ljóstra upp um aðgerðir, þótt ég sé ekki viss að slíkt eigi við í þessu tilfelli. Það breytir engu um gagnrýnina mína. Eins og þú kannski tekur eftir er ég ekki að neita því að ritskoðun getur verið gagnleg stundum, þegar henni er rétt beitt. En eðli ritskoðunar er þannig að það er ekki hægt að ganga úr skugga um að svo sé, og því valdi sem felst í leyfi til ritskoðunar hefur iðulega verið misbeitt. Sumsé, ég geri mér grein fyrir að þetta...

Re: Ritskoðun í Bandaríkjunum

í Deiglan fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Það er svolítil þversögn í svarinu þínu. Barbaragagnrýnin mín byggðist á gríska heitinu fyrir lúðana sem gátu ekki talað grísku. Vandalir voru gaurar sem rústuðu leifum Rómarveldis þegar það leið undir lok. Svo þú ert (menningarlegur) vandall með þessum barbarisma.

Re: Fyrri líf

í Dulspeki fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Það að einhver annar hafi líka sagt vitleysu gerir hana ekki réttari, og að fjórða víddin gæti verið til sem stærðfræðileg útskýring á sveigju rúmtímans gerir hana ekki endilega færa um að geyma sálir.

Re: Ritskoðun í Bandaríkjunum

í Deiglan fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Þú ert föðurlandssvikari, vandall og barbari, skrifandi lýsingarorð með stórum upphafsstaf.

Re: skanna tölvu frítt án áskriftar?

í Tilveran fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Með frírri vírusvörn sem þú finnur hjá hjálplega fólkinu á /taekni, /netid og /windows.

Re: Könnuninn

í Tilveran fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Sleiktu rassgatið á mér þar til það verður hreint og fínt?

Re: Könnuninn

í Tilveran fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Litir eru ljós af ákveðnum bylgjulengdum. Svartur er ekkert ljós. Engin bylgjulengd samsvarar til svarts litar (það má skilja þessa setningu á tvo máta, báðir viðeigandi).

Re: Fyrri líf

í Dulspeki fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Hvaða forsendur hefur þú til að ætla annað? Við vitum að heilinn er til, og breytingar á honum valda breytingum í atferli og hugsun. Við höfum hvorki vísbendingar um að annað sé til né þörf fyrir það til að útskýra hugsun.

Re: Fyrri líf

í Dulspeki fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Það breytir því ekki að þú hefur enga beinharða ástæðu til að afneita því.

Re: Fyrri líf

í Dulspeki fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Hvað voru allar sálirnar þá að gera þegar voru bara nokkur þúsund manns? Hvað er fjórða víddin? Hvenær byrjuðu sálirnar að fara í mannfólkið? Mér finnst þetta allt hljóma ofsalega ólíklegt.

Re: Gervigreind

í Heimspeki fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Það þarf ekki að setja þetta inn handvirkt ef þú beitir náttúruvali á forritin.

Re: Ritskoðun í Bandaríkjunum

í Deiglan fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Nei. Þú segir bara að lífum hermanna sé stofnað í hættu með málfrelsi, eins og þeir séu ekki í lífshættu nú þegar. Það er stríðsrekstur sem stofnar hermönnum í hættu, og að banna málfrelsi í ofanálag eykur ekki öryggi eins né neins. Ég get til dæmis bent þér á að málfrelsi minnkar líkurnar að stríð séu háð á röngum eða villandi forsendum, og því minnkað hættuna á að hermenn drepist fyrir gagnsleysu. Eins og ég hef ítrekað reynt að benda á er ritskoðun misbeitt ótæpilega af þeim sem við gefum...

Re: Ritskoðun í Bandaríkjunum

í Deiglan fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Þú ert ekki búinn að sýna fram á að kostir ritskoðunar séu veigameiri en gallarnir. Ég get alveg sagt að stríð séu lífshættuleg, en þú myndir ekki samþykkja það sem röksemd nægilegri til að lýsa þau óþörf.

Re: Breytt saga

í Sagnfræði fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Hann varð mikið frægari fyrir að hafa dáið en fyrir nokkuð sem hann gerði.

Re: Breytt saga

í Sagnfræði fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Af hverju?

Re: The Great Gatsby

í Skóli fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Ef þú vilt ná aðalatriðunum úr sögunni og kemst ekki yfir hana alla í tíma geturðu bara leitað að umfjöllunum um hana á leitarvélinni Google, sem mér skilst að virki ágætlega í leit að upplýsingum á netinu, og muntu líklega finna Wikipedia síðuna um hana þar sem er líklegast með nokkuð ítarlega umfjöllun um söguþráðinn.

Re: Ritskoðun í Bandaríkjunum

í Deiglan fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Ég neita að sætta mig við að lífi þínu og vina þinna sé stofnað þannig í hættu að það þurfi að ritskoða mig og alla í landinu til að viðhalda þeim. Almennur borgari sem aldrei bað um stríð en þarf nú samt að borga fyrir það með skattpeningum sínum og fær ekki einu sinni óheftar upplýsingar um framgang þess hefur fullan rétt til að krefjast umbóta. Þess utan, eins og ég hef bent á ítrekað, hefur ritskoðun öllu jöfnu ekki bara verið notuð til að vernda hermenn, heldur til að hylma yfir...

Re: Ritskoðun í Bandaríkjunum

í Deiglan fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Það er hárrétt hjá þér, en það þýðir ekki að samræðunni sé lokið, enda er ekki búið að staðfesta að ég hafi rangt fyrir mér.

Re: Ritskoðun í Bandaríkjunum

í Deiglan fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Ef þú kíkir á sögu notkunar ritskoðunar og eðli hennar með tilliti til hvernig maður getur staðfest að hún sé notuð á réttan hátt sést ágætlega að hún er mikið frekar notuð til að vernda pólitíska ferla þeirra sem stjórna henni og til að hylma yfir hernaðarleg mistök, frekar en til þess sem þú segir. Það að réttlætingin þín sé til staðar breytir engu um það. Ég segi að það sé verra að veita einhverjum vald til ritskoðunar, því möguleikarnir til misbeitingar eru svo miklir að kostir...

Re: Ritskoðun í Bandaríkjunum

í Deiglan fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Ég treysti engum til að banna það. Það er verið að setja líf hermanna í hættu með stríði, að loka á málfrelsi líka bætir ekkert.

Re: Ritskoðun í Bandaríkjunum

í Deiglan fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Sumsé ekki. Ef stríð eru háð þá er mannslífum stefnt í hættu, það er í þeirra eðli. Ef ritskoðun á að bætast ofan á það þá þykir mér að stríðsreksturinn sé orðinn öllu vafasamari en hann er þá þegar. Burtséð frá því, náttúrulega, að maður getur aldrei treyst einhverjum fyrir ritskoðun, þar sem maður getur aldrei fengið staðfestingu á að ritskoðunin sé réttlát.

Re: Ritskoðun í Bandaríkjunum

í Deiglan fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Það er ekkert “auðvitað” við ritskoðun.

Re: Mest random moment

í Tilveran fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Þú! Nei, djók. Hver var brandarinn?

Re: Ritskoðun í Bandaríkjunum

í Deiglan fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Þú mátt halda fram skoðununum, bara ekki skrifa þær á þeirra miðla. Það er eðlismunur á því og að vera ritskoðaður af ríkinu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok