Vissulega er hægt að stefna lífum í hættu með því að ljóstra upp um aðgerðir, þótt ég sé ekki viss að slíkt eigi við í þessu tilfelli. Það breytir engu um gagnrýnina mína. Eins og þú kannski tekur eftir er ég ekki að neita því að ritskoðun getur verið gagnleg stundum, þegar henni er rétt beitt. En eðli ritskoðunar er þannig að það er ekki hægt að ganga úr skugga um að svo sé, og því valdi sem felst í leyfi til ritskoðunar hefur iðulega verið misbeitt. Sumsé, ég geri mér grein fyrir að þetta...