Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Múslimar afhausa þrjár 12 ára stelpur...

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Ég sé ekki hvar íslömsk þjóð hótar innrás, bara ábendingu að sumir múslimar séu vísir til örþrifaráða ef fólk brennir trúarbækurnar þeirra. Ég hef alveg heyrt hvað gerist ef Dani teiknar skrípamynd af spámanninum, á sama hátt og ég veit hvað gerist ef ég geri grín að mömmu einhvers á fylleríi. Það að þér finnist múslimar pirrandi er frekar slöpp afsökun til að svipta þá réttindum sínum, og fjölgunarhraði þeirra kemur því ekkert við. Ég sé ekki enn neina röksemd fyrir því að Kóraninn sé...

Re: Múslimar afhausa þrjár 12 ára stelpur...

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Hvað meinarðu með “heima hjá sér”? Geta múslimar ekki búið á Íslandi? Hvaða íslömsk þjóð hótar stríði við Bandaríkjamenn? Af hverju megum við ekki teikna skrípamynd? Ég ítreka spurninguna mína um hvort kristnir eða múslimar hafi háð fleiri banvæn stríð síðasta áratuginn. Og hvaða hluta Biblíunnar ertu að tala um? Hefurðu lesið Leviticus?

Re: Múslimar afhausa þrjár 12 ára stelpur...

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Það er hægt að gantast með þín viðhorf líka. Ekki allir Íslendingar dæma stríðsrekstur út frá stökum atburðum, þótt mamma þín geri það. Ég sé ekki ástæðu til að ætla að stuðningsmenn stríðsreksturs séu minna bráðir til slíkra fordóma en andstæðingar.

Re: Múslimar afhausa þrjár 12 ára stelpur...

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Ég notaði kristni sem hatt yfir vestræn lönd því það er enn vinsælasta trú þar á bæ, en eins og ég segi í síðustu athugasemd þá er það ekki endilega trú vesturlanda sem knýr þá til að hlutast í málum austurfrá. Hún var það samt í gamla daga, og eimir kannski enn af því, ef ekki í aðgerðum vesturlanda þá í þjóðarvitund suður- og austurlanda. Á sama hátt og ég set ekki samasemmerki milli vesturlandabúa og vilja til stríðsreksturs á hendur austurlandabúum set ég ekki samasemmerki milli múslima...

Re: Múslimar afhausa þrjár 12 ára stelpur...

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Ég var forvitinn hvort Bjarni hefði rannsakað grundvöll fullyrðingar sinnar. Ég veit sjálfur ekki hvað svarið er, en þar sem stærsta sókn múslima í hinn kristna heim var ein árás sem olli um þrjúþúsund dauðsföllum, en stærsta gagnsókn hins kristna heims í hinn íslamska hefur valdið fleirum, hef ég mínar grunsemdir um svarið. Ég set þessa tvo heima í stereótýpur til einföldunar, trú þarf ekki endilega að vera orsökin. Kannski heimsveldissaga vesturlanda sé múslimum horn í síðu, alla vega...

Re: Múslimar afhausa þrjár 12 ára stelpur...

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Wikipedia Al-Qaeda ideologues envision a complete break from the foreign influences in Muslim countries, and the creation of a new Islamic caliphate.Ég sé ekki hvaða skoðun þú heldur að ég sé að rökstyðja, það bendir til þess að þú hafir ekki lesið það sem ég skrifaði.

Re: Múslimar afhausa þrjár 12 ára stelpur...

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Meginatriðið er líklega að fólk af báðum trúarhópum hefur gert ljóta hluti, það sé rangt að stereótýpa milljarðana sem eftir standa út frá þeim.

Re: Múslimar afhausa þrjár 12 ára stelpur...

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Á hvaða grundvelli heyja múslimar stríð gegn okkur? Á hvaða grundvelli eru stríð háð gegn þeim? Og smávægileg athugasemd, ég sagði síðasta áratug en ekki síðustu tvo. En það breytir svosem litlu. Spurningin mín var líka ekki af hvaða orsök kristnir drepa múslima og öfugt, heldur hve marga hvor flokkurinn hefði drepið af hinum.

Re: Múslimar afhausa þrjár 12 ára stelpur...

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Hvort hafa múslimar eða kristnir drepið fleiri af hinni sortinni síðasta áratug?

Re: Múslimar afhausa þrjár 12 ára stelpur...

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Sagði Jesús ekki eitthvað um náungakærleik? Þú ert einhver ógeðslegasti og mannversti vitleysingur sem ég veit um. Kannski þú hefðir gott af kvöldverð með drottni.

Re: Buxur

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Líklega tengt því hvort maður sé réttfætt(ur) eða ekki, svipað og þegar maður labbar af stað.

Re: Múslimar afhausa þrjár 12 ára stelpur...

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Hverju ertu að reyna að koma á framfæri hérna?

Re: Ipod

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Þau eru í falinni möppu. Í Control Panel -> Folder Options geturðu leitað uppi stillinguna “Show hidden files and folders” (tekur kannski smá leit) og farið svo í iPodinn í My Computer, í möppuna iPod_Control, þar í Music og í henni er möppur sem heita F00, F01 og svo framvegis. Þú afritar þær bara í tölvuna, tónlistin er í þeim. Ef þú setur hana í iTunes birtast titlarnir á lögunum o.s.frv.

Re: I come back to this?

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Sammála síðasta ræðumanni.

Re: sígarettu reykur

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Tungumál er ekki þess eðlis að meirihluti notenda þess hafi rangt fyrir sér í notkun málsins. Þú getur skilgreint ferskleika og sagt almenna notkun ósamrýmanlega þeirri skilgreiningu, en ef allir aðrir nota orðið öðruvísi er lítið vit í að segja að þeir hafi rangt fyrir sér.

Re: sígarettu reykur

í Tilveran fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Ef “ferskt” þýðir “nýtt”. Ferskt ber yfirleitt með sér tilfinningu hressandi svala og eitthvað þvíumlíkt. Mynta er fersk því hún hefur beitt bragð og kælir og hressir öndunarfærin. Ávextir eru sumir brakandi og svalir en flestir með nokkuð skarpt og hressandi bragð, salatlauf eru líka oft brakandi og svöl. Það er margt sammerkt með þessu, og það köllum við ferskleika. Tóbaksreykur passar að frekar litlu leiti inn í þetta.

Re: loloolollol

í Tilveran fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Væri gaman að sjá normaldreifinguna hjá Íslendingum miðað við aðrar þjóðir. Kannski sumar þjóðir séu með feitan hala á henni.

Re: loloolollol

í Tilveran fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Oj já, ég finn fitulyktina af þessu stöplariti.

Re: Tilveran

í Tilveran fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Nei.

Re: Nokrar spurningar um Hallgrímskirkju.

í Tilveran fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Þú veist að það er turn á henni, ekki satt?

Re: Nokrar spurningar um Hallgrímskirkju.

í Tilveran fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Hvaða hlutföllum? Þú mælir bara lengdina og breiddina. Hæðin er alveg ótengd þeim.

Re: hverspæjarumskarafasa?

í Tilveran fyrir 14 árum, 7 mánuðum
hver spæjar um skara fasa? hvers pæja rumskar af asa?

Re: Nokrar spurningar um Hallgrímskirkju.

í Tilveran fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Nú skil ég þig ekki. Þú segist vera kominn með hæð.

Re: Nokrar spurningar um Hallgrímskirkju.

í Tilveran fyrir 14 árum, 7 mánuðum
borgarvefsja.is

Re: Nokrar spurningar um Hallgrímskirkju.

í Tilveran fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Fimmtíu og hálfur metri samkvæmt borgarvefsjá. Ef þú þarft þetta upp á staka sentimetra þarftu að fara þangað sjálfur. (Protip: Nota loftmynd og mæligræjuna.)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok