Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Fyrirmyndarríki Platóns

í Heimspeki fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Genin kenna okkur ekkert, þau koma okkur samt við venjulegar aðstæður til að hegða okkur frekar á einn veg en annan. Það sést á smákrökkum að sum einföld hegðun er okkur innrætt, svosem að kyngja eða grípa í það sem okkur er rétt. Sumt af þessu gleymist og við lærum það upp á nýtt, en við lærum samt hvergi að finna til ástar, svengdar eða því sem skiptir mestu máli hér, samkenndar. Þetta eru kenndir sem okkur eru innrættar af genum. En alveg eins og genin þurfa næringu til að framleiða...

Re: Anaglyph 3D gleraugu?

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Þegar þú ert búinn að finna þau geturðu tékkað á þrívíddarmyndunum frá NASA. Þeir hafa meðal annars tekið anaglyph myndir af yfirborði Mars, mjög töff.

Re: hvernig nennir fólk þessu endalaust?

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Afhverju heitir doggy style doggy style?,, afhverju ekki catty style… það er alveg eins??Því hundar eru uppnefndir “doggy”, en kettir “pussy”, og “pussy style” er misvísandi.

Re: Hver hatar ketti?

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Það er verið að misnota dýr af öllum stærðum og gerðum, bæði mennsk og annars konar. Það að kettir komist oft í fréttirnar er til marks um að það sést oft til misbeitingar þeirra (því þeir eru tíðari í borgum) og að fólki er annað hvort meira sama eða veit ekki jafn mikið um vanlíðan dýra sem eru ræktuð í miklum þrengslum eða geymd við slæman aðbúnað í dýragörðum og þvíumlíkt.

Re: Þeir sem svöruðu 'Andvíg/andvígur' á núverandi könnun

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Svo lengi sem þú vilt ekki banna þeim það er allt í góðu.

Re: Þeir sem svöruðu 'Andvíg/andvígur' á núverandi könnun

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Það er deilumál hvort þetta samfélag sé frjálst eða ekki. Hver á að passa hvenær við stígum öðrum um tær og hvenær ekki, og hvar á sú lína að vera dregin? Er það að ákvarðanir séu teknar fyrir okkur léttir á byrði okkar eða skerðing á frelsi? En alla vega, þessi umræða er ótengd henni, enda gæti hún spunnist upp í miklu lengri rökræðu en hér er þörf. Vitringur hélt því fram, ef mér leyfist að umorða, að það væri skerðing á frelsi annarra að banna byggingu mosku, aftur á móti væri einskis...

Re: Þeir sem svöruðu 'Andvíg/andvígur' á núverandi könnun

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Það er greinilega ekki hægt að rökstyðja allt með vísun í “frjálst samfélag”, frelsið afmarkast af því að öðrum sé troðið um tær - sumsé, frelsi þitt nær aðeins svo langt að það gangi ekki á frelsi annarra. Þess vegna er ekki hægt að rökstyðja þrælabúðir með því. Ég held alveg að múslimar hér á landi geti hætt að “trúa eitthverju araba bulli og eyða mikin hluta af deginum í að biðja” ef þeir vilja. Þeir vilja það bara ekki, heldur vilja þeir geta gert það í mosku eins og sumir kristnir vilja...

Re: Þeir sem svöruðu 'Andvíg/andvígur' á núverandi könnun

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Þrælabúðir miða að því að skerða frelsi annarra og draga því úr frelsi samfélagsins. Moska gerir það ekki, að banna byggingu hennar gerir það aftur á móti.

Re: kannski er ég fordómafullt fífl..

í Heimspeki fyrir 14 árum, 6 mánuðum
…vísindalegrar aðferðar sem var ekki mótuð af heimspekingum heldur tölfræðingum og fræðimönnum í hverri grein fyrir sig.Ef þróun vísindalegu aðferðarinnar er það sem flokkast undir heimspeki/vísindaspeki, hvað eru þessir menn þá ef ekki heimspekingar?

Re: Prófin hans Loka.

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Smá viðbót, það er ómögulegt að kunna allt í stærðfræði.

Re: kannski er ég fordómafullt fífl..

í Heimspeki fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Hvernig er tímasóun að velta fyrir sér hvernig upplýsingaöflun er áreiðanleg?

Re: kannski er ég fordómafullt fífl..

í Heimspeki fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Ég er nú bara að benda þér á að tilvitnun í Feynman er ekki rökstuðningur. Það að Feynman hafi getað gengið til verks innan um samfélag vísindamanna sem virti ákveðnar reglur þýðir ekki að þær reglur hafi verið sjálfsagðar eða augljósar, sem er meiningin með tilvitnuninni í Dennett. Spurningar í þá veru eru enn til staðar, og ég kalla fagið sem snýst um að finna svör við þeim heimspeki: hugsun um hvernig er best að hugsa til að komast að sannleikanum. Þín fullyrðing að heimspeki sé gagnslaus...

Re: Fyrirmyndarríki Platóns

í Heimspeki fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Fyrir innblástur mæli ég með Surely you're joking, Mr. Feynman. Fyrir mjög svo fönkí pælingar um meðvitund, rökfræði, mannfólk “and everything”, Gödel, Escher, Bach. Hvað líffræði varðar fannst mér The Selfish Gene eftir Richard Dawkins góð, þótt hún sé frekar sértæk um ákveðna sýn á erfðafræði. Mæli með því að kíkja á viðeigandi Wikipedia grein. Fyrir almenna ást á vísindum er The Faber Book of Science frábær, hún er oft til á skiptibókamörkuðum. Í henni er samansafn af betri vísindagreinum...

Re: kannski er ég fordómafullt fífl..

í Heimspeki fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Hún hefur verið kynnt mér ítrekað frá því í grunnskóla.

Re: Fyrirmyndarríki Platóns

í Heimspeki fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Jamm.

Re: Fyrirmyndarríki Platóns

í Heimspeki fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Ögn svipað Brave New World.

Re: kannski er ég fordómafullt fífl..

í Heimspeki fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Ég get varið mig með tilvitnunum líka. There is no such thing as philosophy-free science; there is only science whose philosophical baggage is taken on board without examination. -Daniel Dennett http://en.wikipedia.org/wiki/Argument_from_authority

Re: kannski er ég fordómafullt fífl..

í Heimspeki fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Ef skoðun þín er verjanleg ætti ekki að þurfa tilvitnanir frá frægu fólki til þess, bara röksemdir. Að auki sagði hann “to scientists”, sem þýðir ekki að vísindaspeki sé gagnslaus, bara að honum þótti hún gagnslítil í sínum störfum. Störfin hans voru þó mótuð af vísindalegu aðferðinni og öðrum smíðaverkum vísindaspeki, svörum við spurningum af því tagi sem ég lagði fram fyrir þig áðan.

Re: kannski er ég fordómafullt fífl..

í Heimspeki fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Lastu greinina? Hvað eru vísindi? Hvernig virkar vísindalega aðferðin? Hvar eru mörk vísindanna? Hvaða aðferðir eru gagnlegastar í vísindum til að meta tilraunaniðurstöður og skipuleggja tilraunir? Hvernig metum við áreiðanleika vísindalegra kenninga? Hvað teljast kenningar? Hvað er mikilvægi samfellu kenninga í kennilegri eðlisfræði? Hve gagnleg er túlkun kenninga? Hve sterk áhrif hafa huglægir duttlungar okkar á túlkun okkar á veröldinni? Er betra að nálgast rannsóknir kennilega eða með...

Re: I AM A CHAMPION!

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Haha, “a masters degree in communication.” Held hann hafi sótt innblástur í almennilega ræðumenn án þess að tékka á tækninni þeirra: vittu hvað þú ætlar að tala um svo þú þurfir ekki að lesa það af blaði. Hljóðstyrkur ræðunnar hans er líka ekki í beinu samhengi við það sem hann segir hverju sinni. En verst að hann er í engu samhengi við gæði ræðunnar.

Re: Auðveldasta (sú eina?) lausn á kreppuni

í Deiglan fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Bull og vitleysa.

Re: 10.10.10

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
“Fasisti” er nú enn notað í merkingu tengdri hinni upphaflegu, að vera stjórnsamur og ofbeita því valdi sem maður hefur. Ég veit ekki hvað er hommalegt annað en að karlar elski karla. Margir hommar eru reyndar þekktir fyrir litprútt stílbragð og hýran málróm. Ég gæti alveg skilið ef maður myndi kalla slíkt “hommalegt”, þótt það sé leiðinlegt ef það er notað eins og það sé niðrandi. En ég á mjög erfitt með að sjá tengsl milli nokkurs af þessu og 10. 10. 10.

Re: 10.10.10

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Hvernig er 10. 10. 10. tengt samkynhneigð?

Re: flugur hve litlar?

í Vísindi fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Þetta átti líklega að vera neitun á fullyrðingunni að þær gætu orðið ogguponkulitlar.

Re: Nýnasistar

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Núna ertu hjá mér, ný-na… slærð mig ljúft á vangann, ný-na… ó haltu í höndina á mér, ný-na… …því þú veist að ég vil aldrei aftur, aldrei, aldrei, aldrei aftur, aldrei aftur eiga stund með þér.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok