Þeir eru svo margir að ég get ekki hugsað mér að alhæfa um þá. Þeir eru fleiri en allir Evrópu- og Bandaríkjamenn til samans, sem er heilum helling meira af fólki en má með ráði og réttu alhæfa um. Þar fyrir utan koma þeir frá gífurlega ólíkum menningarheimum, herkvíum í Palestínu, bóndabæjum í Alsír, borgum í Tyrklandi, olíuparadísum í Arabíu, fjármálabransanum í London og svo einhverjir héðan frá Íslandi líka. Fimmtungur heimsins er múslimskur, mér dytti ekki í hug að láta eins og þeir séu...