Mér finnst ólíklegt að tíminn hafi sjálfstæða tilvist, á þann hátt sem maður gæti skilið af afstæðiskenningunni. Hún kemur nú samt inn á eitt af stærstu vandamálunum sem ég hef í skilningi á tíma og veröldinni, sem er að til sé afstæður hámarkshraði. Svo er nú ekki bara afstæðiskenningin sem mér tókst ekki að fara út í, heldur líka óreiða, sem ég hafði nú samt einsett mér að minnast á en gleymdi. Ég fer nú samt aðeins nánar í þetta tvennt í svarinu til Damphir. Umfram allt vildi ég sjá hvort...