Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Klámkynslóðin

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Power! Unlimited power!Sumsé ekki alveg.

Re: Hvað er þetta?

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Hve lengi var þetta á himni? Loftsteinar sjást yfirleitt of stutt til að mynd náist af þeim. Þeir stærstu geta sést í nokkrar sekúndur, en yfirleitt eru þeir örsmár glampi. Ef þetta hreyfðist ekki mjög hratt var þetta líklega ský, en annars myndi ég giska á poka eða eitthvað annað sem fokið hefur. Fer allt eftir því hve hvasst var og hvernig þetta hreyfðist.

Re: Tími

í Vísindi fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Þú mislast svarið mitt, ég er ekki að tala um dopplerhrif heldur. Klukka er tifgjafi, fleiri tif er það sem við köllum lengri tíma.

Re: Pæling

í Heimspeki fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Ég held þú hafir ruglað saman hænunni og egginu. Tíminn býr ekki til efni, heldur öfugt. Það er líka lítið vit í að segja að eitthvað sé “ómælanlegt eitthvað”. Hvernig vitum við þá að það sé það? Eða að það sé til yfirleitt? Þessi hugmynd þín að tíminn hafi orku er líka röng, eins og Sarek fer í. Svo eru þessar tómeindir ekki frábrugðnar öðrum eindum, þær birtast bara og hverfa frekar hratt.

Re: Tími

í Vísindi fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Ef tíminn er það sem mælist með tifum einhverra einda, hvernig getur hann þá “flætt mismunandi”? Ég geri mér grein fyrir að boð send úr tregðukerfi með jöfnum fjölda tifa á milli boðsendinga lenda í tregðukerfi á hreyfingu miðað við hið fyrra með stærri fjölda tifa á milli móttöku miðað við sambærilega tifgjafa. En það þýðir bara nákvæmlega það og ekkert annað. Ég á erfitt með að tengja þá staðreynd hugmyndinni um hámarkshraðann. Ég hef tekið fram að mér þykir þetta veigamikið, en illskiljanlegt.

Re: Tími

í Vísindi fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Og hvað er það?

Re: Orð Sagans

í Heimspeki fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Það er skemmtilegra eftirá að hyggja.

Re: Tími

í Vísindi fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Ég er ekki viss með rúmið neitt frekar en tímann. Það að hlutir mælist öðruvísi á einn eða annan hátt nálægt öðrum hlutum er fyrir mér ekki nægur rökstuðningur til að gera ráð fyrir jafn viðamiklu fyrirbrigði og rúmi óháðu efni. Varðandi mismunandi mælingar á lengd og tíma í hlutum sem eru á jafnri ferð miðað við athuganda, þá er það bein afleiðing af afstæðum hraðatakmörkum, og eins og ég sagði er það fyrirbrigði sem ég skil ekki út af fyrir sig.

Re: Tími

í Vísindi fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Mér finnst ólíklegt að tíminn hafi sjálfstæða tilvist, á þann hátt sem maður gæti skilið af afstæðiskenningunni. Hún kemur nú samt inn á eitt af stærstu vandamálunum sem ég hef í skilningi á tíma og veröldinni, sem er að til sé afstæður hámarkshraði. Svo er nú ekki bara afstæðiskenningin sem mér tókst ekki að fara út í, heldur líka óreiða, sem ég hafði nú samt einsett mér að minnast á en gleymdi. Ég fer nú samt aðeins nánar í þetta tvennt í svarinu til Damphir. Umfram allt vildi ég sjá hvort...

Re: Fyrirmyndarríki Platóns

í Heimspeki fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Klíng! Blang! Plong! Var einhver að kasta steini úr glerhúsi?

Re: Fyrirmyndarríki Platóns

í Heimspeki fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Hvernig getur RNA strengur haft vilja? Hvernig stækkaði heili apans nóg til að hann gæti yfirleitt byrjað að spá í að skilja hluti? Gen geta vissulega stökkbreyst, og stundum getur það leitt til krabbameins, en það tengist erfðaháðri hegðun ekki neitt. Hvað þér finnst um “trú á genunum” breytir engu um sannleikann. Raunar er fyndið að þú skulir dæma það trú, þar sem ég hef verið að benda þér á rannsóknir, en þú hefur mest rökstutt eigið mál með tilfinningum - blindri trú um hvernig þér þykir...

Re: Siðfræði handa Amador

í Heimspeki fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Þetta er nú heldur ótengt nytjastefnunni, sem snýst um að hámarka hamingju allra, ekki hamingju hvers fyrir sig. Varðandi fólk sem fórnar sér fyrir fjölskylduna, þá eru það svo fá tilfelli að þau má telja til öfga. Hvort það séu almenn viðbrögð við öfgafullum aðstæðum eða ekki veit ég ekki, ég myndi giska á að þetta væri einhver meðfæddur gikkur sem ekki skiptir máli í almennri hegðun. Hversdagslegar aðgerðir manneskjunnar sýnast mér miða að því að hámarka hamingju hennar eins og ég lýsti....

Re: Fyrirmyndarríki Platóns

í Heimspeki fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Ég fatta ekki spurninguna. Erfðir eru jafn gamlar lífinu, ekki meðvitund, svo svarið liggur í augum uppi.

Re: Heimspeki sem skyldufag

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Þannig að ef fjögurra ára krakki vill bara borða nammi, á þá að leyfa honum það? Ættu smábörn að geta drukkið áfengi ef þau vildu? Ættu foreldrar bara að borga það sem krakkarnir velja? Heldurðu að sex ára krakkar myndu velja menntun sem myndi gagnast þeim í framtíðinni? Heldurðu að fólk myndi vera hamingjusamt með ákvarðanirnar sem það tók um menntun þegar það var sex ára?

Re: Heimspeki sem skyldufag

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Spilar forræði foreldra þá ekkert inn?

Re: Angela Merkel um fjölmenningu

í Deiglan fyrir 14 árum, 6 mánuðum
http://www.youtube.com/watch?v=RQr3ogOdPH8

Re: Fyrirmyndarríki Platóns

í Heimspeki fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Svona stakar sögur segja mjög fátt almennt. Það að fólki sé sagt að það sé afbrigðilegt getur haft neikvæð áhrif á sjálfsálit þess. Það breytir engu um erfðaáhrif á hegðun. http://en.wikipedia.org/wiki/Nocebo http://blogs.discovermagazine.com/80beats/2010/10/21/depressed-mice-just-need-a-little-gene-therapy-in-the-brain http://www.stanford.edu/~wine/202/g-and-b.html

Re: Tími

í Vísindi fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Geislavirkni er tímaháð en kyrrstæð, svo dæmi sé tekið. Raunar geta kyrrstæðar eindir hrörnað í aðrar eindir, svo breyting virðist geta átt sér stað án hreyfingar.

Re: Anaglyph 3D gleraugu?

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
http://en.wikipedia.org/wiki/Autostereogram

Re: Trúir þú á Guð?

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
“ég er algjörlega hlutlaust”

Re: Fyrirmyndarríki Platóns

í Heimspeki fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Ég var bara að benda á að orðið “kenna” væri misvísandi, eins og ég tek fram þarna hafa gen vissulega áhrif á hegðun.

Re: Siðfræði handa Amador

í Heimspeki fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Svona hálftengt þessu, það þarf að setja verðgildi á mannslíf. Maður setur verðgildi á eigið líf í hvert sinn sem maður labbar um stiga, sest í bíl og svo framvegis. Við lifum ekki til að hámarka ævilengd heldur til að hámarka hamingju til lengdar. Og við reynum að hækka hamingju okkar núna meira en hamingju okkar á morgun. Ég hef ekki séð eða gert rannsóknir á því hvort þessi “hamingjuheildun” hafi áhrif á áhættutöku okkar. Þegar við ákveðum að fara í teygjustökk, metum við þá líkurnar á...

Re: Trúir þú á Guð?

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Þú virðist vera hlutlaust gagnvart eigin kyni líka. Annars er yngra fólk almennt trúlausara á vesturlöndum en eldra fólk. Það á það til að verða trúaðra með aldrinum, en upphafshlutfallið færist neðar, að minnsta kosti miðað við tölur sem ég hef séð frá Bandaríkjunum.

Re: Stæ 403!

í Skóli fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Já, hafði ekki spáð í því. Rakst bara á þetta á Khan-vappi. En já, rauntöluveldi eru skilgreind út frá logrum, svo þetta er vonlaus leit.

Re: Stæ 403!

í Skóli fyrir 14 árum, 6 mánuðum
http://www.khanacademy.org/video/proof–d-dx-x-n
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok