Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Orð Sagans

í Heimspeki fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Ég hef alveg heyrt um þessar rannsóknir, ég man bara lítið eftir að minnst væri á hlátur í þeim. Vel að merkja þá er hamingja líka eitt af mörgu sem gæti haft erfðafræðileg vensl. http://en.wikipedia.org/wiki/Happiness#Research_findings

Re: Facebook grúppur um ofbeldi gegn konum

í Tilveran fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Eins og ég sagði þá hnepptu hvítir menn hvíta líka í þrældóm. Við gerum bara lítið grín að Göllum og Írum í því samhengi. Indjánar Ameríku háðu líka stríð áður en hvítir menn komu, við gerðum ástandið einfaldlega verra og rétt um það bil útrýmdum þeim. Í því samhengi sem skiptir máli fyrir þessa umræðu þá höfðu svertingjar það ágætt eins og hvítir menn, þar til partur af þeim var brott numinn af hvítum og misnotaður í nokkrar aldir. Afkomendur þeirra eru enn á lífi og eru einn partur af...

Re: Koltvíoxíð

í Vísindi fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Til viðbótar við það sem Loki minnist á þá er sveifla jarðar um sólu og möndulhalli hennar ekki jafn, og hækkað hitastig víxlverkar við losun gróðurhúsalofttegunda, eins og er að gerast núna í sífrera Síberíu. Flekarek breytir líka haf- og loftstraumum, sem hefur áhrif á veðramynstur og hitaflæði um hnöttinn. Bætt við 28. október 2010 - 23:05 “sveifla jarðar um sólu og möndulhalli hennar” er augljóslega ekki jafn, það sem ég á við er náttúrulega að hvort fyrir sig sveiflast með tíma....

Re: Ritgerð

í Sagnfræði fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Ef þig vantar texta til endurskriftar þá er vísindavefurinn ágætur. Það kallast yfirleitt “heimildavinna”, og það er voða töff að setja heimildaskrá aftast í verkefnið. Það duga hins vegar engar heimildir til að verja stolt af sögu okkar, þar þarf svolítið hugmyndaflug.

Re: Koltvíoxíð

í Vísindi fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Það er ekki bara hlutfallið eitt sem skiptir máli, líka breytingarhraðinn.

Re: Orð Sagans

í Heimspeki fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Þú segir hamingju mælast í hláturtíðni, og vísar svo í rannsóknir um vensl heilsufars og hamingju. Ég var að spá hvort þú hefðir kynnt þér hvernig framkvæmendur þeirra rannsókna mældu hana.

Re: Orð Sagans

í Heimspeki fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Er sama skilgreining notuð í mælingum á heilsufari “hamingjusamra” og þú notar?

Re: kannski er ég fordómafullt fífl..

í Heimspeki fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Hann var einn af upphafsmönnum meðvitaðrar vísindalegrar rannsóknar eins og hún þekkist í dag. “Vísindalega aðferðin” var að einhverju leiti sett fram og gerð fræg af honum.

Re: Stærðfræðihjálp

í Skóli fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Radíusinn í öðru veldi hlýtur að vera jákvæð tala. Þar sem (x-5)^2+(y+2)^2=x^2-10x+y^2+4y+29 þá þarf að draga níu frá því til að það passi við gefnu jöfnuna. Þessi -9 flytjast yfir jafnaðarmerkið og verða 9. Jafnan fyrir hring með miðju í punkt P=(x0,y0) er (x-x0)^2+(y-y0)^2=r^2 svo radíusinn er rótin af 9, sumsé þrír, og miðjan er í (5,-2). Þú notar svo innsetningu í jöfnu hringsins til að finna skurðpunktana.

Re: Facebook grúppur um ofbeldi gegn konum

í Tilveran fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Og hvítir menn hvíta. Svertingjabrandarar spila yfirleitt á sérkenni sögulegra samskipta hvítra og svartra og menningarlegar leifar þeirra.

Re: Pæling

í Heimspeki fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Mikið ertu sniðugur.

Re: Þjóðræðisflokkurinn/Sjálfstæðisflokkurinn

í Stjórnmál fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Þokkaleeeega.

Re: Mega bankar eftirfarandi

í Fjármál og viðskipti fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Ég mæli ekki með yfirdráttarheimild, né nokkurs konar skuldsetningu. En þú þarft að gera þér grein fyrir að bankarnir eru ekki í sama fíling og þegar þú fékkst yfirdráttarheimild. Ég veit ekki hvort sé löglegt að þeir skoði yfirlitið þitt, en það breytir litlu, það er augljóst að stofnunin sem miðlar peningunum þínum þarf að vita hvert þeir eiga að fara, svo upplýsingarnar eru til staðar. Og ef þú ætlar að fara að standa í stöðugum skuldum við bankann þykir hans obbum væntanlega ágætt að...

Re: Facebook grúppur um ofbeldi gegn konum

í Tilveran fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Emo brandarinn atarna er ekki sambærilegur, enda er ekki gantast með ofbeldi gegn þeim heldur undarlegheit í hegðun sumra þeirra. Ég útskýri hvers vegna mér finnast svertingjabrandarar yfirleitt ljósgrárri en brandarar um heimilisofbeldi: þeir gera oftast, eins og ég heyri þá sagða, jafn mikið grín að heimsku skoðunarinnar eins og svertingjum sjálfum, ef þeir gera grín að svertingjum yfirleitt. En ég tek líka fram að yfirleitt finnast mér þeir ekkert rosalega fyndnir, og það er þá vegna þess...

Re: Stjórnlagaþing

í Deiglan fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Varðandi hvaðan ríkið fær vald sitt, þá bendir hegðun langflestra hér á landi og víðar til þess að fólk viðurkenni vald ríkisins, óháð því hvar meint réttlæting þess er skrásett. Vald er svosem ekkert annað en innvortis hömlur á hegðun, hvernig svo sem þær eru manni innrættar. Hvort fólk myndi aflétta þeim ef það hefði ekki verið alið upp við að venjast núverandi fyrirkomulagi er áhugavert umræðuefni, en staðreyndin er sú að fólk virðist almennt sátt með vald ríkisins. Öðru máli má svosem...

Re: Facebook grúppur um ofbeldi gegn konum

í Tilveran fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Ef grín er svart finnst mér sú byrði liggja á því að þurfa að vera nógu fyndið til að réttlæta svertuna. Yfirleitt eru heimilisofbeldisbrandarar það ekki. Að segja heimilisofbeldi ekki vera andlegt ofbeldi er alger veruleikafirring, þetta hefur skelfileg áhrif á geð þolenda. Svertingjabrandarar, jafn ófyndnir og þeir oft eru, gera yfirleitt grín að gamaldags hugsunarhætti og heimsku, það gera þessir ekki. Ljósku- og hafnfirðingabrandarar eru sömuleiðis fullkomlega ótengdir þessu, enda vita...

Re: Orð Sagans

í Heimspeki fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Leið erfðaefnis til að fá miðtaugakerfi til að gera það sem hvetur til eigin fjölgunar. Nánar tiltekið, viðbrögðin sem það innrætir miðtaugakerfinu við því sem á það til að leiða til fjölgunar. Það fer svolítið eftir hve breitt maður skilgreinir hamingju hve sammála ég er þér með að of mikil áhersla sé lögð á hana. Lífsuppfylling er alveg ágætis markmið líka, en ég myndi kalla hana hluta af “breiðari hamingju”, eða einhverju þvíumlíku. Ég hef minnst á þetta annars staðar, en endurtek það...

Re: Orð Sagans

í Heimspeki fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Til hvers heldurðu að hamingja sé..?

Re: Pæling

í Heimspeki fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Þessar rannsóknir geta af sér tækni, til dæmis internetið. Svo er “milljörðum dollara” varið árlega í margt gagnslausara en þetta.

Re: Tími

í Vísindi fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Mér finnst villandi að nota sama orðið og er notað um orkustig fyrir tímann eins og við lýsum honum hér. Stystu “bil” milli tímapunkta hafa enga lengd, bara röð, svo mér sýnist skömmtun ekki vera jafn viðeigandi orð og skref eða tif.

Re: Tími

í Vísindi fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Við getum ekki mælt fjarlægðir nema með því að senda efni milli endapunktanna. Svo er ég ekki beint að leggja til að tími sé skammtaður, heldur að það liggi í eðli mælingar hans að hann hreyfist áfram í skrefavís.

Re: Tími

í Vísindi fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Þá sýnist mér við vera á sama róli. Tímamælingar skipta svolitlu máli í þessu, og í raun eru allar tímamælingar bara samanburður á tiftíðni. Og við getum bara framkvæmt samanburði, það er engin grundvallartiftíðni sem við getum miðað við. Þess vegna myndi ég halda að tími hafi ekki tilvist óháða efni, á sama hátt og ég tel heiminn ekki búa yfir einhverri alheimsklukku. Ég er í raun mjög efahygginn á allt annað en efni, sem þessa dagana virðist vera í tísku að skilgreina sem óskiptanlegar...

Re: Hvað er þetta?

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Það er erfitt að sjá á þessari mynd hvað þetta er, stærð hlutarins er torræð. Þetta gæti vissulega verið geimskip, þó líklega mennskt. Á næturhimni sjást oft gervihnettir reika meðal stjarnanna, kannski þetta sé glampi af einum þeirra. Þetta gæti líka verið poki eða helíumblaðra. Mér finnst ský líka vera ólíklega útskýring, en helst vegna þess að þau myndast yfirleitt ekki í svona smáum og þéttum klessum. Þú hefur kannski geta séð hvort þetta hafi verið fyrir framan eða aftan skýin? Ef þetta...

Re: Hvað er þetta?

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Þá er fullkomlega útilokað að þetta sé loftsteinn. Hve hratt hreyfðist þetta?

Re: Tími

í Vísindi fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Keimm, við erum líklega sammála. Okkur skilur bara í því að þú segist trúa á sjálfstæða tilvist tímans. Hvað þýðir það fyrir þér? Hvað er tíminn þá, ef hann er óháður efni?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok