Ég er sammála þér að þetta sé óþarfa leti. En ég verð ekki var við þetta. Líklega umgengst ég bara miklu gáfaðra, duglegra og röggsamara fólk en þú. Eða þú veitir vitleysingum og letingjum meiri athygli en ég. Og “e-h” er ekki eðlileg stytting, þar sem hún greinir ekki á milli spurnarfornafnanna sem skeytt er við. Styttingin er gagnlegust þegar hún tekur fyrsta og síðasta staf orðsins, sumsé e og svo “r” fyrir “hver”, “ð” fyrir “hvað” og svo framvegis.