Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Íþróttir.

í Skóli fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Þá er náttúrulega miklu skynsamlegra að þú megir velja þig úr þeim, rétt eins og öllum öðrum áföngum.

Re: Hvernig myndir þú fara?

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Ég læt alla vita áður en ég skoða liminn á þeim. Ég var bara að giska.

Re: Íþróttir.

í Skóli fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Ef þú ert ekki sjálfráða þá er skynsamlegra að lífsreyndari einstaklingar ákveði hvernig lífi þínu er háttað. Ég held að ef þú myndir iðka íþróttir það sem eftir er lífs þíns myndirðu lifa betra lífi en ef þú myndir iðka STÆ103, alveg óháð því hve frábær áfangi það er.

Re: Íþróttir.

í Skóli fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Af hverju ætti skóli bara að taka til hugarfarslegrar menntunar? Íþróttaiðkun eykur hreysti, hugarfarslega getu og styrkir ónæmiskerfið. Ég gæti ekki sagt það sama um samfélagsfræði.

Re: Hvernig myndir þú fara?

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Typpið á þér er svo lítið að hvorugt gerist :D

Re: Fokkings veikindi!

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Klæða sig betur, borða heilbrigðan mat, sofa nóg, lifa óstressuðu lífi, læra tölfræði og flytja úr frumskóginum.

Re: Við erum ógeð

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Það er alveg eðlilegt að okkur þyki merkilegra þegar sultarólin er hert um okkur en þegar þrengir að öðrum. Ef við heyrum persónulega sögu sagða um vanlíðan annarra byrjum við að lifa okkur inn í þeirra þjáningar og það fer að skipta okkur meira máli. Það er bara ekki mannlega mögulegt að hafa samkennd með þúsund manns samtímis, því þúsund manns eru ekki samfelld tilfinningaheild hvers spor maður getur sett sig í. Þess vegna endum við óþarflega oft á að styrkja stakt barn til menntunar í...

Re: Vatn

í Vísindi fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Strangt til tekið er gufuþrýstingur vatns lægri við lægra hitastig. Það skiptir ekki máli hvort loft sé utan um rakann til að halda honum.

Re: Skoðunarkönnun - Ef þú fengir að ráta raunveruleikanum; hvort myndiru velja; Atheism - Theism

í Heimspeki fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Þú hefur ekki þurft að lesa langt, grafið sem ég er að vísa í er á blaðsíðu tvö :) Annars vísar hann ekkert í heimildir við það, sem er frekar pirrandi. Ég reikna með að þetta sé bara arðrán nýlendustefnunnar sem um ræðir, en ég veit voða lítið um áhrif hennar á laun almennra verkamanna.

Re: Skoðunarkönnun - Ef þú fengir að ráta raunveruleikanum; hvort myndiru velja; Atheism - Theism

í Heimspeki fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Það er samt vert að taka fram að tekjur einstaklinga jukust í sumum löndum við iðnbyltinguna, en minnkuðu í öðrum, ef marka má fullyrðingar Gregory Clark í A Farewell to Alms.

Re: Jörðin gæti eignast nýja sól

í Geimvísindi fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Eftir milljón ár verður möndulhalli jarðar breyttur, svo vandi er um slíkt að spá.

Re: Gúd shit bók á ensku

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Þá er góði parturinn í seinni hlutanum eða augum athuganda.

Re: Fullynessið

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Nei. Ég er svolítið sybbinn að lesa bók, og fékk mér vatnsglas áðan.

Re: eðl hjálp

í Skóli fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Stöðuorka lóðsins umbreytist í skriðorku, sem er mest þegar lóðið er lægst. Þú leysir þá jöfnu fyrir hraða, og beitir svo jöfnunni um hringhröðun hlutar til að finna hver hröðunin vegna sveiflunnar er.

Re: Gúd shit bók á ensku

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
EKKI lesa Robinson Crusoe, hún er leiðinlegasta bók sem ég hef nokkurn tímann gefist upp á. Hún stendur nákvæmlega undir væntingum ef þær byggjast á að þetta er kall einn á eyðieyju að skrifa dagbók um trédrumba. Titillinn er ágætis tl;dr, hvort eð er.

Re: 19 ára

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Það er reyndar rétt að maður þyrfti að rökstyðja ypsilonið ef maður notar það. En “munu” er ekki með eðlilegan nafnhátt, þótt það sé vissulega freistandi að flokka það með “muna”. Munu er jú, ásamt skulu, með nafnháttarmerkislausan nafnhátt. Ef ég mundi gera eitthvað er það annar hlutur en ef ég mundi muna eftir því :)

Re: Eyða/Gat

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Mér finnst gat vera efnisleg hola sem nær í gegnum einhvern hlut, en eyða óhlutbundið tóm. Svo, “eyða”, að mínu mati.

Re: 19 ára

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Ég á örugglega eftir að nota “hagsýnn” til að merkja “praktískur”, þar sem það er miklu ólíklegra til misskilnings, sömuleiðis “gegnsær” fyrir “auðgegnumsjáanlegur”.

Re: 19 ára

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Ojæja, þú getur vísað í skruddur eins og þér sýnist, mér finnst gagnlegra að tala mál sem er gegnsætt og auðskiljanlegt, hvort sem maður hafi aðgang að orðabókum eða ekki. Til dæmis þætti mér eðlilega að hlutir snérust um eitthvað, en ekki út á þá, nema um einhverja óeðlilega lendingu sykurs í hafragraut sé að ræða. Stafsetning, svo lengi sem hún ber ekki vitni um merkingu orða, er svo fyrir mér þjónn talmálsins. Spurningin virðist hve gagnsær maður er og hve gegnsær maður vill vera í...

Re: 19 ára

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Það er nú aldrei vitlaust, og það segir sig sjálft hvað maður á við þegar maður segir “gegnsær”. Gegnsæi orða er óháð orðabókarskýringum þeirra, bara almennum skilningi á orðunum sem þau eru samsett úr.

Re: 19 ára

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Já, hann hlýtur að vera að ruglast.

Re: 19 ára

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Það skaðar ekki að hafa hana í huga, mörg orð eru lýsandi fyrir hlutinn sem þau standa fyrir. Það hjálpar líka við að klúðra merkingu þeirra ekki svona, því “gegnsær” er augljóslega augljóst á augljósan hátt, en “gagnsær” er bara rugl.

Re: 19 ára

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Gagnsær. Sá sem sér gagn í einhverju.

Re: Þjóðfundur og stjórnarskrár breytingar

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Ef ég kýs manneskju sem er ekki hleypt á þing vegna kyns hennar, er þá ekki verið að skerða vægi atkvæðis míns?

Re: Á Kindle

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Þá ertu að missa af miklu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok