Ef valkostirnir eru mælikvarðinn á frelsi, þá er valkvíði bein afleiðing af því, og það þar með óþægilegt. Leiðtogadýrkun, bæði stjórnmálaleg og hugmyndafræðileg, sprettur af tregðu fólks til að taka ákvarðanir sjálft, að standa á eigin fótum. Það getur vel verið að tímasparnaður laumi sér í röksemdafærsluna þar, en mér sýnist hann ekki vera ráðandi. Það fer bara enn og aftur eftir dæminu hve óþægilegt og eftirsóknarvert valfrelsið er.