Það er mjög lítið til að útskýra. Fallið tekur tölu úr rauntalnamenginu og varpar henni í rauntalnamengið. Aðgerðin sem unnin er á tölunni í millitíðinni er tekin fram í skilgreiningunni, talan er sumsé þrefölduð og einn lagður við hana. Í yrðingunni í annarri línu er fallið látið varpa einum í rauntalnamengið, og niðurstöðu svo strax varpað aftur. Við fyrri vörpunina skilar fallið fjórum (einn þrefaldaður og einn lagður við) og niðurstaðan úr því, fjórir, varpað aftur með sama falli. Það...