Jamm, því miður er svo lítið framleitt af þessum græjum að það er nánast útilokað að þeir detti inn á einhverjum 2 fyrir einn eða verulegum afslætti nokkursstaðar, ég borgaði 25 fyrir minn notaðann með expression pedala (þessir moogerfoogerar byrja fyrst að vera spennandi þegar þú hengir expression pedala í þá eða notar cv dótið til að láta einn stýra öðrum osfrv) Það er tildæmis hægt að tengja einn útgang á ring modulatornum í annann inngang og láta græjuna senda hreinann analogsynthtón...
Ef þú ert með gítar með sæmilega öflugum picköppum og tengir beint í magnarann og hækkar gainið þá dekkar þessi gaur tildæmis alveg Amon Amarth sándið, ég notaði Gibson Les Paul með mínum og notaði overdrive eingöngu ef það greip mig einhver óútskýranleg löngun til að taka gítarsóló..
ég einmitt átti Moogerfooger Ring Modulator, það var helvíti skemmtileg græja, ég hugsa að ég endi á að kaupa svoleiðis aftur og low pass filterinn þeirra líka.
jamm, ég hef svosem ekkert við effektana að gera, er með delay dauðans, gamalt echoplex tape delay, og það er tremeló í einum af gítarmögnurunum mínum en mig langar í þennann bassa og gæti alveg örugglega fundið not fyrir þennann bassamagnara líka.
Stútum honum. Bætt við 31. júlí 2009 - 18:47 Grínlaust, ég lenti í því fyrir nokkrum mánuðum síðan að það var einhver gaur sem reyndi að selja mér svona kínverska krossviðsplötu sem Gibson Les Paul Custom fyrir 200 og eitthvað þúsund og ég er ennþá reiður út í kvikindið, svo reiður að ég var að spá í að skreppa til Eyrarbakka um helgina á einhverja tónleika þar sem helvítið býr og berja hann í fars ef ég skyldi rekast á hann þar.
Þessir classic magnarar frá Peavey líta ekki mjög metallega út en ég átti classic 50 combo og hann alveg steinlá í þungt rokk, bara henda góðum overdrive pedala fyrir framan magnarann og þú ert good to go.
Af fenginni reynslu eru gellur ekkert hrifnar af gítarmögnurum nema að það sé hægt að koma fyrir blómapottum ofaná þeim, handföngin á Marshallhausunum koma í veg fyrir að það sé hægt með góðu móti.
clean/drive takkar eru á transistormögnurum, þetta er lampamagnari með einni rás og maður setur bara alla takka á tíu og lækkar volumeið á gítarnum til að fá hreinni tón.
jamm, þessir 5 watta orange magnarar eru örugglega mjög góðir en mér finnst þessi líka alveg verulega fallegur, orange magnararnir finnst mér alveg virkilega ljótir, ég vil frekar vera með flottustu píunni en einhverri forljótri druslu þó sú ljóta kunni kannski að elda en hin ekki.
15 vatta transistormagnari getur hljómað hátt inni í svefnherbergi en hverfur algjörlega við hliðina á trommusetti, trommur eru alveg gríðarlega háværar, ímyndaðu þér að þú sért að hlusta á lítið útvarpstæki á sama tíma og þú ert að brjóta upp malbik með loftpressu, lítill gítarmagnari við hliðina á trommusetti er svipað.
veistu hvaða hátalarar eru í þessum Mesa boxum? mér fannst þessi box ljótari en andskotinn en mig vantar box sem ég get komið í skottið á bílnum mínum og notað við Marshallinn minn..
Já en Led Zeppelin voru guðlegar verur, þeir gátu farið fram í tímann og sótt gáma af græjum sem var ekki búið að framleiða ennþá og svo ferðast tilbaka með græjurnar og spilað á þær, það var engin tilviljun að þeir hljómuðu á undan sinni samtíð, þeir voru það! :p
Ég bölva sjálfum mér nánast daglega fyrir að hafa selt Hiwattinn minn, ef þinn er kominn frá Þresti þá keypti Þröstur hann semsagt á sínum tíma af vini mínum sem einmitt gerði upp Hiwattinn minn. Fyrir rokknördana hérna vil ég til gamans geta þess að það eru töluverðar líkur á að þessi magnari hafi tilheyrt hljómsveitinni Led Zeppelin, þegar þeir spiluðu á íslandi komu þeir með fullann gám af Hiwatt mögnurum sem einhverra hluta vegna urðu flestir eftir hérlendis, ef þið gúgglið myndir af...
Custominn er klárlega meira fancý og mun vandaðri gítar og auk þess ætti að vera betra endursöluverð á honum ef þú skyldir fara þá leið seinna. Mér finnst Alpine White hinsvegar mun fallegri litur heldur en þessi vínrauði.
Ég gaf mér reyndar að annaðhvort væri hér um að ræða byrjanda eða þá einhvern sem ætti magnara sem hann notaði með hljómsveit og væri að leita að kríli til að nota heima hjá sér. Fyrsti magnarinn minn var 130 vatta Musicman lampamagnari, 20 og eitthvað árum síðar er sá magnari ennþá í notkun og hljómar bara betur en hann gerði þá ef eitthvað er, á þeim tíma sem ég keypti hann hljómuðu allir transistormagnarar sem fengust eins og algjört sjitt, það er ekki tilfellið lengur. Ég á í...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..