Sorry maður, ég er ekkert átoritet á ebayverðmæti hluta, ég sá tildæmis Vox Tonebender fuzzbox auglýst á ebay um daginn og það var sett hálfa milljón á helvítið, ég var með svoleiðis græju í láni fyrir nokkrum árum og það var ágætis fuzzbox en var það hálfrar milljónar virði? Neibb, ekki séns í helvíti, ég myndi kannski kaupa svoleiðis á 10 til 15 þúsund ef mér væri boðið það fyrir þann pening. Og 100.000 fyrir flanger? Neibb, það er ekki græja sem maður myndi nota nema í eitt og eitt lag held ég.