Það eru nottla öll hljóðfæri dýr í augnablikinu vegna óhagstæðs myntgengis, ég myndi hinsvegar alls ekki segja að Gibson Explorer væri neitt overpriced þannig séð, þeir kostuðu ca 150 þús áður en gengið fór í fokk, Gibson Les Paul hefur afturámóti fengið á sig orð fyrir að vera overpriced en það er svo bara spurning hvað maður er að fá fyrir peningana. Ég hef átt Gibson Explorer og hann var helvíti góður, sömuleiðis átti ég Gibson Flying V og hann var líka magnaður, Gibson Les Paul gítarinn...