Neinei, alls ekki, minutemaninn er langsamlega langbesti magnari sem ég hef nokkurntíman átt eða prófað og hann er alveg mátulega hávær. Hann er hinsvegar alls ekki high gain magnari, hann hljómar best frá því að vera alveg tandurhreinn og upp í pínulítið bjagaður, ég er að leita að öðrum magnara til viðbótar við minutemaninn sem getur tekið við þar sem minutemaninn hættir í bjögun og sá má helst ekki vera meira en svona í mestalagi 15 wött í lömpum.