Þetta er resonator gítar, ég á einn svona með stálbúk, þetta járnarusl sem er þarna framan á honum er hugsað til að magna upp og kasta hljóðinu lengra frá gítarnum. Þessar græjur voru mikið notaðar af blús og kántrítónlistarmönnum á þeim tíma þegar rafmagn var af skornum skammti eða jafnvel alls ekki í boði, þeir notuðu þessa gítara til að yfirgnæfa skvaldrið í fyllibyttum á búllum svo þeir sem væru mættir til að dansa gætu heyrt í þeim. Það er soldið, tjah, blekkjandi hljómur í svona gítar,...