Hress blúslög? Þá þarftu sennilega að hlusta á einhverja hvíta gaura því blús er ekki að upplagi beinlínis “hressandi” tónlist.. Prófaðu Johnny Winter, hann spilar hratt og hressandi og er sennilega allra hvítasti blússpilari í heimi enda er hann semsagt albínói..
Ég átti einusinni Squier Strat, það var ekki gott að spila á hann, böndin á hálsinum stóðu út fyrir fingraborðið báðum megin og það var hægt að skera sig á þeim, frágangurinn á gítarnum var allur mjög hrár og eins og framleiðendur hefðu verið að flýta sér, hinsvegar voru alveg fáránlega vel hljómandi picköppar í honum, þeir voru töluvert kraftmeiri en venjulegir Fender Stratocaster picköppar, þeir hljómuðu sennilega meira eins og Texas Special picköpparnir sem eru í dýrari Fenderunum.
Fullt af fínum ónotuðum hljómsveitarnöfnum til á Íslensku og Ensku, hér eru nokkur, notið að eigin vild : Ryð, Málmþreyta, Slátur, Mör, Blóðmör, Eurochrist, Motion Sickness, Mercy Fuck, Controlled Bleeding, Catalyst.
Það er alveg sóðafín bjögun í þessum mögnurum þrátt fyrir að þeir séu þekktastir fyrir svona 80s hreint sánd með smá chorus. Þeir eru líka alveg gríðarlega háværir og sterkbyggðir og endast alveg út í eitt. Þetta eru samt (minnir mig) transistormagnarar og hljóma svolítið “kaldir”
Gaurinn sem gerði þessa mynd gerði líka sjónvarpsþáttaröð um sömu krakkana með sömu leikurunum, hún heitir City of Men og er ekki síðri en myndin, það er hægt að fá alla þættina á 2ja diska setti..
Ég á svona V-amp 2 dót fyrir gítar, það er svona rétt viðunandi sánd úr því en flest af þessu Behringer dóti endist frekar illa, það er best að hugsa um það sem staðgengilsdót fyrir eitthvað sem maður hafði ekki efni á að kaupa..
Þetta er samt drullufallegur gítar og ef einhver byði mér hann á segjum 60 þúsund og mig vantaði gítar þá myndi ég íhuga það alvarlega, sérstaklega þar sem það væri auðveldlega hægt að setja í hann Gibson Picköppa fyrir ekki svo mikið og þá væri maður kominn með rosalega góða eftirlíkingu af gítar sem kostar mörg hundruð þúsund..
Rín nottla getur tæpast keppt við Music123, Maggi Eiríks verður að eiga fyrir mat.. Samt, fyrir 75 þús er hægt að fá nýja Gibson gítara af Music123 þannig að það er kannski órealístískt að bjóða notaða eftirlíkingu fyrir þennann pening.
Tékkaðu á Electro Harmonix Bass Synthesizer ef þú finnur svoleiðis einhversstaðar, ég á þannig og Boss bassasynthinn verður bara hálf hjákátlegur við hliðina á honum.
Það fer nú minnst fyrir bassaleik Sids á plötunum, það er ekki hægt að segja að hann sé ömurlegur á þeim þar sem, öh, hét hann ekki Glenn Matlock sem spilaði bassann á Pistolsplötunum? Sid var afleitur tónleikabassaleikari þar sem hann var nottla út úr heiminum á dópi eða bara fullur en Pistols lifa fyrst og fremst í minningunni út af plötunum og það er ekki merkjanlega afleitur bassaleikur á þeim.
Ég setti Second Edition á um daginn í fyrsta skipti í mörg ár, ég veit ekki hvort hún hefur elst svona rosalega illa eða hvort CD masteringin sé bara svona léleg, mér fannst mixið af henni allavega alveg afleitt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..