Ég get ekki gert að því, mér finnst það að kalla Stones blúshljómsveit svona soldið eins og að segja að Duran Duran séu þjóðlagahljómsveit vegna þess að þeir hafi gefið út eina Unplugged plötu. Stones eru rokkhljómsveit sem spilar stundum blúslög, þeir spiluðu líka stundum reggaeskotin lög en það gerir þá samt ekki að reggaehljómsveit. Elvis var tónlistarmaður og söngvari sem gat sungið tónlist sem flokkaðist undir ýmsar stefnur, gospel, blús, kántrí, írska þjóðlagatónlist, meira að segja...