Næsti gítar sem ég kaupi verður frá ykkur, ekki spurning, ég er bara búinn að heyra góða hluti af hljóðfærunum sem þið eruð að selja. Allir gítarar sem ég á eru með single coil pickuppum þannig að svona SG kæmi alveg sterklega til greina, ég þarf að koma og fá að prófa svona gítar hið fyrsta. Ég geri sterklega ráð fyrir að ég myndi vilja fá verulega útpimpaðann gítar, helst með einhverju glimmerlakki og já, það yrði að standa Elvis2 á hausnum.