Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Elvis2
Elvis2 Notandi frá fornöld Karlmaður
700 stig
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.

Re: Marshall vs Orange vs Vox

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Ég held að nýjir Voxmagnarar séu ekkert sérstakir, þeir eru framleiddir af Korg í kína, þetta eru alls ekki sömu gæðagræjurnar og þeir voru á árum áður, vinur minn er með 40 ára gamlann ac50 haus sem virkar ennþá og ég get ekki ímyndað mér að nýr svona magnari myndi endast þetta lengi. Marshallmagnarar eru líka allskonar, frá drasl transistormögnurum sem kosta klink yfir í alveg sóðalega fína handwired lampamagnara, ef það kostar undir, tjah, 80 þúsundum er það sennilega ekkert spes en 100w...

Re: hvernig humbucker mælið þið með

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Uppáhaldið mitt er bara þessi klassíski Dimarzio Super Distortion, það er svona late seventís rokksándið, en svo koma seymour duncan sterkir inn, ansi margir sem setja JB í brúnna og Jazz við hálsinn, ég er einmitt með Tradition Telecaster sem ég ætla að setja Jazz við hálsinn á.

Re: Gibson Les Paul Standard Faded

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Hvar á maður að setja rétt viðmiðunarmörk í krónutölu? Það kostar, öh, 550 kall að leigja dvd mynd sem tekur svo 90 mínútur að horfa á Segjum að þú spilir á gítar í að meðaltali 90 mínútur á dag 365 X 550 = 200750 Ég veit ekki um þig en ég hef oftar en ekki séð eftir þeim tíma sem ég eyði í að horfa á bíómyndir en ég hef aldrei séð eftir einni einustu mínútu sem ég hef eytt í að spila á gítar. Þannig að já, þessi gítar er hverrar krónu virði.

Re: Óska eftir Made in Japan gítar eftirlíkingum........

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Vox, Randall, Gibson og.. Tiger!

Re: Nýji magnarinn

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Sem þú bjóst til í jólafríinu? Sjitt sko! Ég föndraði nokkur jólakort og fannst ég bara hafa verið helvíti duglegur en þú smíðaðir heilann gítarmagnara..

Re: Óska eftir Made in Japan gítar eftirlíkingum........

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Mér finnst þessi Les Paul alveg svakalegur sko, hann er að hluta til holur að innann og ekkert lakkaður heldur bara bæsaður eða eitthvað svoleiðis, hann er mun meira “lifandi” en þeir Les Paul gítarar sem ég hef prófað til þessa. Það lítur út fyrir að ég sé að fara að eignast 3 til 4 gamla gítarmagnara á næstu dögum, ég veit ekki í hvernig ástandi þessi grey eru en mig vantar bara einn sem virkar og hef ekkert að gera við fleiri þannig að við getum kannski gert einhver býtti á vinnu og...

Re: Óska eftir Made in Japan gítar eftirlíkingum........

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Vinur minn var búinn að henda þyrluboxinu og var að smíða magnara utanum Jensen hátalarann, þetta er einhver 8 tommu hátalari sem keyrir á 15 ohmum.. :(

Re: Óska eftir Made in Japan gítar eftirlíkingum........

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Jú, er með símanúmerið þitt, hringi í þig um 10 leytið er það ókei?

Re: Óska eftir Made in Japan gítar eftirlíkingum........

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Ég er með Hagström Futurama gítar sem vantar 1 til 2 tunera á, ég er að fara að sækja þetta hátalarabox á eftir ef að sá sem er með það er ekki búinn að losa sig við það, ef ég næ boxinu af honum þá myndi ég láta þig fá það í skiptum fyrir að þú settir tunera á Hagströminn, ég hugsa að hátalarinn í þessu boxi sé virkilega good shit og þetta box lítur mjög kúl út.. Þannig að ef þú átt 2 tunera og mátt vera að því að festa þá á gítar fyrir mig þá máttu eiga boxið semsagt.. :)

Re: Óska eftir Made in Japan gítar eftirlíkingum........

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Langar þig í 60s hátalarabox til að hengja utaná herþyrlu? 12 tommu Jensen hátalari minnir mig.. Bætt við 7. janúar 2008 - 19:58 Mjög flott járnbox frá bandaríkjaher, hergrænt með handföngum.

Re: Óska eftir Made in Japan gítar eftirlíkingum........

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Hefðiru áhuga á Hondo Les Paul eftirlíkingu? Vinur minn á svoleiðis sem hann væri hugsanlega tilbúinn að selja fyrir ekki mjög mikið, get spurt hann hvað hann myndi vilja fá fyrir hann ef þú heldur að þetta sé eitthvað sem þú hefðir áhuga á að eignast. Bætt við 7. janúar 2008 - 19:23 Já, og það getur verið að ég sé að fá gefins 2 gamla magnara á næstu dögum, hef þig í huga ef þeir eru ekki eitthvað sem ég hef not fyrir.

Re: Fender usa Stratocaster til sölu.

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Ég keypti nýjann Gibson Les Paul standard fyrir innan við mánuði síðan þannig að Epiphoneinn er ekkert að heilla mig mikið í augnablikinu, þó er hann örugglega frábær með nýjum pickuppum.

Re: Fender usa Stratocaster til sölu.

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Glimmer og glært lakk er málið á allt sko! Ég málaði Yamaha stofuorgelið mitt bleikt með glimmeri og glæru lakki og heilann vegg í íbúð sem ég leigði slökkviliðsbílarauðann með glimmeri, leigusalinn var reyndar frekar óhress með vegginn en so what?

Re: Fender usa Stratocaster til sölu.

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Þetta er engin antík sko, það hefur ekki breytt sándinu neitt merkjanlega í þeim gítörum sem ég hef spreyjað og svo hafa þeir verið helmingi flottari á eftir, mæli sérstaklega með bílalakki, glimmeri og kápu af glæru lakki yfir, gítarinn verður eins og diskókúla.. :D

Re: Fender usa Stratocaster til sölu.

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Það væri reyndar alveg asnalega lítið mál að sprauta hann í öðrum lit ef út í það væri farið. Ég hef sprautað 3 gítara og það eina sem þarf er vel loftræstur bílskúr eða álíka aðstaða.

Re: Fender usa Stratocaster til sölu.

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Hann er örugglega fínn en ég á tvo kassagítara fyrir, sorry! :)

Re: Gítararnir mínir...

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Ég átti svona Explorer nema að minn var kirsuberjarauður, virkilega fínn gítar en handfangið á töskunni sem fylgdi honum var á alveg fáránlegum stað upp á balansinn að gera og endaði á að rifna af öðrum megin, þessir gítarar hljóma alveg hræðilega vel, ég mæli með að þú prófir að stilla kvikindið í opinn e hljóm og spila á hann með slædi ef þú hefur ekki prófað það, sick helvítis sánd. Vinur minn átti svona Ibanez nema að hans var með viðbjóðslegri ömmugardínuáferð, eitthvað hryllings...

Re: Áritaður Jackson gítar af Metallica

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Auglýstu hann á Ebay, hugsa frekar að þú finnir einhvern nógu vitlausann til að eyða fullt af peningum í hann þar.

Re: Hjálp - floyd rose og pikkupar

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Kauptu þér frekar nýjann gítar með betri pickuppum og Floyd Rose, það svarar ekki kostnaði að uppfæra þennann gítar sem þú ert með, bara partarnir sem færu í þetta (2 almennilegir humbuckerar + floyd rose + draslið sem festir strengina efst á hálsinum) kostar amk 30.000 og þá er eftir að borga einhverjum fyrir að setja þetta allt saman, tálga gat á gítarinn þinn osfrv, ég myndi giska á að Brooks sem vinnur við að laga hljóðfæri tæki ekki minna en svona 20 til 30.000 fyrir svona verk. Og svo...

Re: langar að spila á trommur.

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Æ æ en leiðinlegt.. :D

Re: Einagrun

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Farðu í sorpu og fáðu að hirða gömul teppi, hengdu þau á veggina þannig að þau hangi aðeins frá veggnum (örfáa sentimetra frá) gerir það með því að negla lista efst á vegginn og svo teppin utaná listana. Ef þú vilt síður nota gömul teppi þá ættu að vera að bresta á janúarútsölur hjá flestum teppaverslunum og þar er yfirleitt hægt að fá teppaafganga fyrir klink. Eggjabakkar eru nánast gagnslausir held ég en ef þú færð svoleiðis væri kannski ekki verra að festa þá á veggina og teppin utaná þá....

Re: MultiEffekt

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Korg AX1500g fyrir 12.000. Bætt við 5. janúar 2008 - 17:47 http://www.korg.com/gear/info.asp?a_prod_no=AX1500G&category_id=6

Re: Er að leita að Les Paul eftirlíkingu til kaups ......

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Tradition Telecasterarnir sem fást í Tónastöðinni og hafa verið til sölu hér á Huga eru geðveikir, ókei, þeir eru Indónesískir, ekki Japanskir en bridge singlecoil pickuppinn er með sama “togi” og amerískur telecasterpickupp og hljómar frábærlega, það er humbucker við hálsinn sem er óttalegur ræfill en það er td hægt að skipta honum út fyrir Seymour Duncan Jazz og þá er maður kominn með algjörann motherfucker fyrir næstumþví enga peninga..

Re: Skipti á gítar og magnara?

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Ég er búinn að sækja Fenderinn úr Rín, ef ég næ ekki að selja hann hérna inni á Huga á næstu dögum þá legg ég hann inn í Tónastöðina í umboðssölu, þannig að hann fæst á 70 þús núna en 80 þegar hann fer upp í Tónastöðina.

Re: Gibson Flying V New Century Electric Guitar with Carbon Fiber Pickguard

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Mér finnst Gibson Flying V frekar flottir gítarar en þessi er alveg forljótur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok