Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Elvis2
Elvis2 Notandi frá fornöld Karlmaður
700 stig
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.

Re: Topp kassagítarar

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég prófaði Gibson einhvernfjandann í Rín um daginn, hann kostaði 320 þúsund en hárin á sköllóttu höfði mínu risu þegar ég heyrði í kvikindinu, þeir eru samt einhverjum hundraðþúsundkalli dýrari en Martin gítarar þannig að ég veit ekki..

Re: review síður

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 4 mánuðum
harmonycentral.com er skíturinn.

Re: Surtur

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Bara fyrir forvitni sakir, SG týpan sem þið eruð að fá, hvað á hún að kosta og veistu hvort kínverjarnir eru að smíða pickuppana eftir sömu stærðarhlutföllum og staðlaða ameríska pickuppa upp á hvort maður þyrfti að bora ný göt og þessháttar ef maður vildi setja aðra pickuppa í þá?

Re: rendera í ableton live

í Danstónlist fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Þú ert ekki einn um að vera í vandræðum með renderingar í Abelton Live, ég var að gera remix fyrir Hellvar og þegar ég rendera það þá hljómar það eins og 33ja snúninga plata spiluð á 45 snúningum.. :(

Re: Bare Knuckles Pickups

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Hmm, kannski dálítil fljótfærni hjá þér að mæla með pickuppum sem þú fékkst í dag.. Eru þeir þá yfirhöfuð komnir í gítar? :p

Re: Hljóðfæri í þínum jólapakka?

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég gaf sjálfum mér Gibson Les Paul standard í jólagjöf og ég reikna með því að ég fái Fender champion lampamagnara í jólagjöf frá mömmu.

Re: 4000W keilur+amp, gjafaverð!

í Græjur fyrir 17 árum, 4 mánuðum
4000w í bílinn? Fokk, það er geðveiki! Gítarmagnarinn minn er 100w lampamagnari og það er 50w of mikið..

Re: GÍTAR OG PEDALAR TIL SÖLU!

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Fyrsti gítarinn þinn? Ekki selja hann þá, þú munt sjá eftir honum. Minn fyrsti var 1976 árgerð Aria Pro2 með dimarzio super distortion pickuppum, seldi hann fyrir 16000 kall fyrir svona 10 árum síðan og hef bölvað þeirri sölu síðan. Komst reyndar að því að Aria eru búnir að endurútgefa þennann gítar í upprunalegu útliti (kostar víst hálfan annann helling núna) þannig að ég kannski fæ mér annann en það verður samt aldrei eins sko..

Re: GÍTAR OG PEDALAR TIL SÖLU!

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Keyptirðu Fenderinn af gaur sem heitir Siggi fyrir ca 13 árum síðan? Ég var með nákvæmlega svona gítar í láni frá honum á tímabili, stórskemmtilegt hljóðfæri.

Re: Bergvík: DVD slysið á íslandi.

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Úff, ég “stal” Donnie Darko af netinu sem 700 mb avi fæl og myndgæðin á henni eru mun betri en þetta.. Það hefur verið alveg skelfilegt metnaðarleysi í gangi hjá nokkrum íslenskum DVD fyrirtækjum, það eru ekki bara Bergvík, ég hef keypt DVD myndir með íslenskum texta sem eru fullscreen og með textanum brenndum í myndina þannig að það hefur ekki verið hægt að sleppa textanum.. OJBARA! Annars er það ekki séríslenskt að gefa út draslútgáfur af myndum á DVD, Danir gera þetta líka, ég á 2 DVD...

Re: skipti eða sala

í Hljóðvinnsla fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Hvað er góbó gaur? :D

Re: Greco Les Paul 40 þ. come on þetta er nánast gefins.

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Jamm, sick græja, ólakkaður og holur að innann, mun bjartari tónn en ég á að venjast frá Les Paul, AcDc riffin hljóma alveg huge úr þessu kvikindi.

Re: Greco Les Paul 40 þ. come on þetta er nánast gefins.

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Jamm, ég keypti mér skó fyrir 175.000 kall í fyrradag þannig að ég held að skóbudgettið sé klárað fyrir restina af árinu.

Re: Greco Les Paul 40 þ. come on þetta er nánast gefins.

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég keypti mér Gibson Les Paul standard í fyrradag og frúin myndi stúta mér ef ég keypti annann gítar núna..

Re: Greco Les Paul 40 þ. come on þetta er nánast gefins.

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Fáðu einhvern til að geyma hann fyrir þig, ég skal kaupa hann af þér þegar Fender Stratocasterinn minn er seldur.

Re: Surtur

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég var reyndar bara að reyna að vera fyndinn en þegar ég spái betur í það þá held ég að fallegasti gítar sem ég hafi nokkurntímann séð hafi verið Rickenbacker gítar sem var eins og Rickenbacker bassi í laginu, hann var í rauða Rickenbacker sunburst litnum og með gulllituðum picköppum og hardwarei.. Ef kínversk endurgerð af svoleiðis gítar kostaði, tjah, segjum 50 þúsund eða svo þá væri mér faktískt sama þótt það væri ekki einusinni hægt að spila á hann, hann væri allavega fallegasta...

Re: 1963 módel Fender Jazzmaster til sölu, lækkað verð.

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Er það ekki upprunalega lag með Mannakorn?

Re: gibson !!

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 4 mánuðum
272 plús frakt og einhverjir tollar/vsk.. Bætt við 20. desember 2007 - 00:07 Ég veit að Les Paul Custom kostar 320 þús í Rín keyptur frá Kanada vegna hagstæðs gengis kanadadollars, ég myndi persónulega frekar kaupa í gegn um þá því þá ertu ekki að taka neina sénsa, prófar hljóðfærið áður en þú borgar fyrir það osfrv, það er ekki alveg gefið að hljóðfæri sem þú kaupir beint að utan óséð sé í topplagi og sennilega svolítið mál (amk tímafrekt) að fá því skipt..

Re: gibson !!

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Þessi efsti kostar amk 320 þúsund, sennilega aðeins meira. Bætt við 19. desember 2007 - 20:30 Goldtop kostar ekki svo mikið ef hann er keyptur frá td music123 eða musicians friend, veit samt ekki hvort þeir bjóða upp á að senda Gibson gítara til íslands..

Re: 1963 módel Fender Jazzmaster til sölu, lækkað verð.

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég mæli með því að við fáum nýtt áhugamál hérna á Huga, gætum látið það heita “Rifist um allt mögulegt!” :D Gleðileg Jól öllsömun.

Re: Næntís sequencerdrasl til sölu

í Raftónlist fyrir 17 árum, 4 mánuðum
4000 kall er alveg ásættanlegt, ég fer þá og sækji kvikindið í stúdíóið mitt á morgun og sendi þér svo símanúmerið mitt þegar ég er kominn með hann. Ég á einhversstaðar leiðbeiningarnar með tækinu en ég yrði mjög hissa ef ég finndi þær, geri frekar ráð fyrir að þú verðir að finna þær á netinu, síðast þegar ég vissi var hægt að sækja þær sem pdf skjal á heimasíðu Yamaha en það var reyndar fyrir nokkrum árum, veit ekki hvort þær eru þar ennþá.

Re: 1963 módel Fender Jazzmaster til sölu, lækkað verð.

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Talandi um gömul hljóðfæri þá notar Marcus Miller að öllu jöfnu 30 ára gamlann Fender Jazz bassa í flestar upptökur þó hann eigi í kringum 50 aðra bassa og hafi látið framleiða Fender bassa með sínu nafni á.. En hann notar sennilega þennann gamla vegna þess að það er mun verr smíðað hljóðfæri eða hvað heldur þú?

Re: 1963 módel Fender Jazzmaster til sölu, lækkað verð.

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Úbbs! Það voru nokkrar fyrirspurnir í skilaboðunum mínum um gítarinn en ég eyddi þeim óvart ólesnum.. :( Ef það eru einhverjir þarna sem sendu mér skilaboð endilega sendið þau þá aftur..

Re: Surtur

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég er að hugsa um að fá ykkur til að láta smíða fyrir mig gítar sem væri eftirlíking af Rickenbacker 330, myndi þá vilja að hann héti Júði :D

Re: Slatti af DVD myndum til sölu.

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Leitið og þér munuð finna. http://www.imdb.com/
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok