Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Elvis2
Elvis2 Notandi frá fornöld Karlmaður
700 stig
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.

Re: Fender Champion 600 reissue (magnari)

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Það er eitt sem fólk ætti að vita sem er að spá í að fá sér svona magnara og það er að það er alveg töluverður munur á sándinu á þessum mögnurum, þeas að ef þið eruð að spá í að fá ykkur svona magnara ættuð þið að prófa nokkra og velja svo þann sem ykkur finnst hljóma best. Ég prófaði 3 svona í Hljóðfærahúsinu og einn þeirra hljómaði alveg áberandi mikið betur en hinir, ég stalst til að merkja hann ef ég skyldi ákveða að kaupa hann seinna og hann væri ekki seldur.

Re: B.T. Kassagítar

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Fínt í útileguna en tæplega meira en það. Ég á svona gítar en ég nota hann aldrei, keypti hann bara af því að hann er svartur á litinn og kostaði klink..

Re: Jolana Big Beat

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Sumir hlutir eru svo ljótir að þeir fara hringinn og verða fallegir aftur, þessi gítar er þannig hlutur.

Re: Vocal spritt

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Jim Beam fæst í ÁTVR, þú syngur ekkert betur við að drekka það en þér verður alveg sama.

Re: Hvaða græjur ert þú að nota aðallega og hversvegna?

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ég er ekki alveg að átta mig á hvort þú eigir við með “Stálgítar” hvort þú meinir svona kassagítar með stálbúk eða þá Lap-steel, ég á bæði og Lap-steel er tvímælalaust eitt vanmetnasta hljóðfæri í heimi, það hefur alltaf farið hönd í hönd með kántrítónlist en ég nota svoleiðis í danstónlist og barasta allann fjandann. Kassagítar með stálbúk (dobro) er fínt í slidegítarleik en það þarf alvöru gítarleikara til að nota svoleiðis svo eitthvað vit sé í, ég er ekki sá gítarleikari semsagt en það...

Re: Vantar gítarleikara í hæga og ógeðslega tónlist.

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ógeðslega tónlist? Eruð þið semsagt eins og Sigur Rós?

Re: Spector Rex Brown signature

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Auðvitað getum við verið vinir, nema að þér finnist Elton John vera kúl, þá getum við alls ekki verið vinir semsagt.

Re: frábært!

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Nákvæmlega! En ég þurfti allavega ekki að hakka í mig grænann aspas.. (hrollur)

Re: frábært!

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ég prófaði einusinni að spila á gítar með logandi gítarnögl (já, ég kveikti í henni) og það kostaði mig líka ferð á slysó..

Re: Spector Rex Brown signature

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ókei, ég á einhvern slatta af Pantera plötum en hafði aldrei velt því fyrir mér hvað bassaleikarinn þeirra héti. Mér finnst reyndar líka gítararnir hans Dimebags alveg gríðarlega asnalegir í útliti en það gerir hann ekkert að slæmum gítarleikara fyrir því.

Re: Til að Búa til Elektró/Progressive/House/

í Danstónlist fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ableton Live, svo geturðu hengt eitthvað rusl eins og Reason utaná það.

Re: Fender Champion 600 reissue (magnari)

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Hvar fær maður JJ lampa? Þarf að panta þá að utan eða eru þeir seldir hérlendis? Ég er að fara að kaupa mér Fender Blues junior magnara, ég reikna með að ég setji í hann Celestion Greenback hátalara og skipti um lampa í honum amk til að tékka á því hvort hann hljómi betur við það, þeir hljóma reyndar fjandi vel eins og þeir koma beint frá framleiðandanum.

Re: Spector Rex Brown signature

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ég hef ekki grænann grun um það hver Rex Brown er en ég vona að honum líði almennt betur en þessi bassi lítur út.. Bjakk!

Re: Magnari

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Neibb, held að hann sé amk 15 wött, þessi 5 watta heitir Fender champion 600 og kostar 20 þús en hann er meira svona, tjah, vel hljómandi leikfang hugsa ég.

Re: Effektapedalar til sölu/skipti

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Fender Blenderinn er ekki farinn, skal sækja hann í kvöld og senda svo skilaboð á þig á morgun.

Re: Vantar leiðbeinanda / kennara

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Hafðu samband við Guðmund Pétursson, hann hefur verið að taka fólk í einkatíma veit ég.

Re: Gibson Explorer

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ég átti svona gítar fyrir ca 12 árum síðan, já, taskan var algjört ógeð.. Besta gítarsánd sem ég hef nokkrusinni heyrt var svona gítar í gegnum Morley Wah og í seventís Marshallstæðu.

Re: Gibson Custom Shop Zakk Wylde Signature Les Paul

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ojbara, þetta er reglulega ljótt paintjob og í ofanálag emg pickuppar sem mér finnst að eigi alls ekki heima á Les Paul, Zakk Wylde (nafnið hljómar eins og nafn á klámmyndastjörnu) er kannski heitur skítur í dag en verður örugglega öllum gleymdur eftir ca 10 ár, ef einhver gæfi mér svona gítar myndi ég pússa niður lakkið og henda þessum pickuppum í ruslið.

Re: Effektapedalar til sölu/skipti

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Trúðu mér, Rússneskur muff og Fender Blender eru ekki á sömu síðunni í fuzz/octavedæmi, Big Muff er frekar sick en Blenderinn er hreinlega evil. Ég átti Rússneskann muff og fannst hann helvíti fínn, væri hugsanlega til í skipti, rússamuff er meira eitthvað sem maður hefur í gangi lengi í einu, blenderinn er eitthvað sem maður kveikir á þegar maður vill hræða fólk.

Re: Effektapedalar til sölu/skipti

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Fender Blenderinn er ennþá í kassanum, ég hef notað hann í kannski 4 klst allt í allt, þetta er algjört psychofuzz með octavesándi sem brýst út með látum yfir 12 bandi á gítarhálsinum. Brit Boostið keypti ég notað, það sér ekkert á því og ég hef lítið notað það, það er fínt til að fita upp tóninn úr single coil pickuppum og ég hef notað það í upptökur á nokkrum lögum með ágætis útkomu.

Re: Effektapedalar til sölu/skipti

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ef þetta hefði verið Line6 Echo Park eða Ubermetal þá hefði ég stokkið á skipti en ég nota aldrei flanger,phaser eða chorus

Re: Effektapedalar til sölu/skipti

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Nei, held ekki, er með ævafornann Boss vibratopedala sem gerir svipaða hluti og svo er tremelo í bæði magnaranum mínum og í einhverjum korg multieffekt sem ég nota stundum.

Re: Magnari

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Fender Blues Junior, innan við 60 þúsund í Hljóðfærahúsinu, lampar út í eitt, hljómar guðdómlega. Getur svo moddað hann með nýjum lömpum og betri hátalara seinna ef þér finnst þurfa þess, ég er á leiðinni að kaupa svona magnara og ég á Celestion Greenback hátalara sem ég hugsa að ég prófi að setja í hann en sennilega læt ég hann bara vera eins og hann er.

Re: Effectar til sölu/skiptis

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ég væri til í skipti á Morley Wah/volume og Vox brit boost lampaoverdrivepedala ef þú hefur áhuga.

Re: Tollur og gítar

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Þú bara færð verslunina sem þú kaupir gítarinn í til að búa til nótu sem stendur á að gítarinn hafi kostað eitthvað klink og ef tollurinn vill vita hvað gítarinn hafi kostað þá sýnirðu þeim nótuna.. Annars eru gítarar dýrari í Danmörku en hérlendis ef eitthvað er.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok