Ég bjó um tíma í Austur-Afríku sem krakki, og lærði þá nokkur orð og frasa. En er orðinn mjög ryðgaður í því núna, enda get ég því miður ekki sagt að ég hafi lagt mig fram um að læra málið. Því miður, því þetta er alls ekkert ómerkilegt tungumál, og hefði verið gott að efla og viðhalda kunnáttu. Man bara ennþá: Jambo: Kveðja, eins og Góðan daginn eða Blessaður. Habari? : Hvað seijiru gott? eða Hvurni hefuru'ða? Nzuri: Bara allt gott. Gæti nú grafið eitthvað fleira úr minninu, en það yrði...