Hehe, hef nú ekki sjálfur lesið nema það allra helsta, oft tilneyddur í skóla í gamla daga; Íslandsklukkan, Heimsljós og Gerpla er það sem ég man helst eftir. Las hinsvegar mikið af pólitískum skrifum hans, eins og þegar hann kallaði Hitler “spakan seppa” sem frægt varð. En varðandi “Birtíng” þá var það þýðing hans á skáldsögunni “Candide” eftir Voltaire, og þykir snilldarlega unnin. Laxness þýddi slatta af góðum bókmenntum fyrir íslenskan almenning, bæði gamla klassík eins og þessa, og verk...