Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Quake 4 leiðbeiningar

í Quake og Doom fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Er Q4 spilaður eitthvað hérna heima? Hef ekki installað honum síðan ég hætti að nenna að spila hann í singleplayer.

Re: Fréttir frá HFV og mitt eigið sjónarhorn

í Box fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Sá einstaklingur er að sjálfsögðu bara fáfróður og skilur greinilega ekki grundvöllinn sem Ólympískir hnefaleikar eru byggðir á. En guð minn almáttugur hvað svona fólk getur farið í taugarnar á mér … Eina í stöðunni er að reyna að sýna fólki hversu mikill munur er á áhugamanna- og atvinnumannaboxi. Vona að ykkur gangi annars bara vel í framtíðinni.

Re: DEAD

í Unreal fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Voðalega eru menn svartsýnir! Trailerinn að UT3 lúkkar einmitt alveg svakalega vel! Vona bara að vélin mín ráði við hann og það að tíminn til spilunar verði til staðar. Maður saknar stundum gömlu tímanna þegar maður var enn í grunnskóla og gat spilað nánast eins og maður vildi :)

Re: Fréttir frá HFV og mitt eigið sjónarhorn

í Box fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Frekar súrt þetta með Íslandsmeistaramótið. Alveg sammála því að þetta hefur ekki verið nógu vel úthugsað hjá nefndinni sem sá um þessi mál þó svo að tilætlunin hafi verið góð. Vonandi reddast þessi húsnæðisvandamál hjá ykkur, sérstaklega þá framkoma ÍBV eins og þú lýsir henni. Hef oft orðið var við það að íþróttafólk úr vinsælli íþróttagreinum hérna heima líti niður á boxið einhverra hluta vegna. Að sjálfsögðu eru það ekki allir en þó virðast það vera furðu margir! Er annars enginn staður...

Re: Lyftarapróf

í Tilveran fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ef þú ert í vinnu þar sem ein af þínum skyldum er að sinna verkefnum á lyftara en vinnuveitandi þinn skyldugur til sjá til þess að þú hafir til þess réttindi. Þ.e.a.s. fyrirtækið sem þú vinnur hjá verður að borga fyrir þig námskeið + próf.

Re: Lyftarapróf

í Tilveran fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Vona að þú farir varlega þín vegna. Ef þú ert réttindalaus og lendir í slysi dekka tryggingar það ekki, hvort sem það eru þínar tryggingar eða vinnuveitandans. Annars skil ég þig ágætlega, það er lítið mál að keyra lyftara. Það er bara einfaldlega ekki ætlað öllum. Hef unnið með nokkrum einstaklingum á fleiri en einum vinnustað sem eru gjörsamlega vanhæfir í að stjórna slíkum vinnuvélum. Prófið sjálft er óttalegt formsatriði (Enda yfirleitt hlægilega auðvelt), býst við að það sé aðeins til...

Re: Lyftarapróf

í Tilveran fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Það er hinn mesti misskilningur að lyftarar séu léttir. Flestir lyftarar eru með lyftir getu um allavega 1 tonn og oft margfalt meira (Margir hverjir geta lyft meðalfólksbíl). Geta verið stórhættuleg tæki í röngum höndum, líkt og bifreiðar. Það spilar líka inn í að margir lyftarar eru útbúnir þannig að þá má keyra á götum. Þarft að sjálfsögðu bílpróf fyrir slíkt.

Re: vantar leiðsögn

í Box fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ef þú býrð á höfuðborgarsvæðinu þá mæli ég með Hnefaleikafélagi Reykjavíkur (HFR) Tjekkaðu á www.hnefaleikar.com Annars er boxið eins og margar (innanhús) íþróttir í lægð yfir sumarið. Gangi þér vel.

Re: Dawn of War

í Herkænskuleikir fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Hann er nokkuð vinsæll erlendis en lítið spilaður af Íslendingum. Samt alltaf hægt að finna servera með fínu pingi úti :)

Re: Erlendir serverar

í Unreal fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ef þú skoðar nýjustu þræðina þá fjalla þeir um það sama :)

Re: Unreal Tournament Classic Serverar.

í Unreal fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ég er persónulega á þeirri skoðun að hann yfirgnæfi alla hina leikina í Unreal seríunni þegar kemur að skemmtanagildi. Hinir eru þrátt fyrir það alls ekki slæmir :)

Re: Unreal Tournament Classic Serverar.

í Unreal fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Enda sá eini sem er eitthvað vit í ;)

Re: Unreal Tournament Classic Serverar.

í Unreal fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Fyrstu Unreal Tournament. Kom út 1999. Alveg epískur.

Re: Unreal

í Unreal fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Engir íslenskir serverar til. Hinsvegar geturðu fundið IP á nokkra servera í þræðinum “unreal” hér fyrir ofan eða þá einfaldlega í gegnum All-Seeing Eye.

Re: Unreal

í Unreal fyrir 17 árum, 8 mánuðum
GOTYe er lang, lang bestur og var sá eini sem varð vinsæll af viti í netspilun hérna heima (á sínum tíma). Veit hinsvegar ekki hvað er spilað mest online úti í heimi í dag.

Re: DEAD

í Unreal fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Mætti segja að það liggi í dvala þar sem Unreal leikirnir eru lítið spilaðir hérna heima í augnablikinu. Spurning hvernig staðan verður þegar UT2007 kemur út :)

Re: Mitt líf

í Tilveran fyrir 17 árum, 8 mánuðum
nokkuð ótengt greininni en hvar hefurðu æft ninjitsu? Fáránlega spenntur fyrir því að prófa … En svo ég segi eitthvað tengt greininni þá er lífið drasl og hver og einn verður að finna sína leið til að díla við það. Gangi þér vel.

Re: Unreal Tournament Classic Serverar.

í Unreal fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ef ég fell á öllum prófum út af UT nostalgíu þá finn ég þig í fjöru gamli! ;) p.s. Rassabit munu ekki bjarga þér í þetta skiptið ….

Re: 16 ráð til að öðlast betra sjálfstraust

í Tilveran fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ég útskrifaðist úr grunnskóla með 10 á ensku samræmdu. Aldrei hef ég búið í enskumælandi landi. Sýndu þessum kennara hvað hann hefur ragnt fyrir sér og rústaðu þessu prófi.

Re: Lækkun áfengisaldurs?

í Deiglan fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ég hef einmitt verið lengi á þessari skoðun. Nýjasti samanburðurinn er í mínum bókum að ég má í dag fara og borga manneskju úti á götu fyrir að sofa hjá mér en ég má ekki neita áfengis. Þannig.. Það er í lagi að ég borgi manneskju sem að öllum líkindum neyðist/er kúguð til þess að stunda þessa vinnu og styðji þar með mannsal en ekki að ég fái mér einn kaldan með steikinni á sunnudögum? Merkilegt nokk … Þess má líka til gamans geta átti samkvæmt bráðabirgðarákvæði í íslensku...

Re: A Song of Ice and Fire

í Ævintýrabókmenntir fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Hreint út sagt frábærara bækur. Kemst ekkert nálægt þeim enda er serían alveg í sér klassa. Ég alveg reif fyrstu 3 bækurnar í mig en er búinn að vera heillengi að lesa A Feast for Crows og í dag tími ég varla að klára hana :) Bíð spenntur eftir næstu bók …. Góð grein annars.

Re: Boxskór

í Box fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Það er nú bara matsatriði. Persónulega finnst mér must að hafa þunnbotna skó með góðum ökklastuðning.

Re: Íslandsmeistaramótið

í Box fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Oscar de La Hoya. Þessi “einhver gaur” er síðan Floyd Mayweather Jr.

Re: thai olía

í Box fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Held þú megir ekki nota neinar olíur. Mátt allavega ekki nota vaselín þannig ég stórefa að olíur séu leyfðar. Getur örugglega fundið það á aiba.net eða einhverri svipaðri síðu.

Re: Dawn of War

í Herkænskuleikir fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Þar er ég bara alls ekki sammála þér. Ég er hooked á þessum leik, að nálgast 100 leiki online og hvergi nærri hættur. :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok