Hvað nákvæmlega ertu að borða? Þó þér líði eins og þú borðir alls ekki mikið, kann það samt að vera raunin. Þetta er allt spurning um að borða nákvæmlega það magn af hitaeiningum sem þú þarft. Skokkaðu annan hvern dag, ekki gefast upp, ekki borða klukkutíma fyrir æfingu né eftir æfingu (annað mál ef þú ert að lyfta). Og já, borðaðu mikið af skyri, það svínvirkar. Forðastu hvítt brauð og borðaðu gróft hrökkbrauð í staðinn.