Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Dramatík á plötumarkaðinum

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Skífan er ekki góð plötubúð, hef komist að því núna að ég get ekki farið þangað og keypt allt það sem ég les um á netinu, cdnow er mín verslun.

Re: Barnaskapur í Frosta á Radiox!

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það vekur varla nokkur íslensk hljómsveit upp jafn tvískipt viðbrögð og Noise, þeir eru annaðhvort hundleiðinlegir og ófrumlegir Nirvana-wannabes sem apa allt eftir Nirvana, allt frá sjálfri tónlistinni að hárgreiðslu og klæðaburði EÐA þá besta hljómsveit landsins, spilamennskan á heimsklassa, frumlegir og kröftugir og síðast en ekki síst ekkert líkir Nirvana, ekki einu sinni pinkupons. Það hlýtur að vera einhver millivegur:)

Re: Radiohead

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Meinarðu þá Amnesiac eða tónleikaplatan sem var bara að koma út? Allavegana þá er Amnesiac ekki merkileg þegar maður lítur aftur en tónleikana hef ég ekki heyrt.

Re: Varðandi könnun - hver er uppáhalds platan þín

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
“Ég vildi líka halda mig við áratugina fyrir áttatíu, gósentíð mína í rokkinu” Er þér sama þó ég spyrji hversu gamall þú sért? Sjálfur er ég tuttugu vetra gamall:)

Re: Barnaskapur í Frosta á Radiox!

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Já, meðan ég man, Einar hvenær má svo eiga von á breiðskífu frá ykkur?

Re: Barnaskapur í Frosta á Radiox!

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
BRAVO:) Heyriði þetta, ef corky getur tekið gagnrýni á Noise eins og maður ættuð þið aðdáendurnir einnig að geta það.

Re: Barnaskapur í Frosta á Radiox!

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
“þetta sýnir bara það að það eru margir sem þykjast vita hvað grunge er en þekkja bara nirvana og líkja öllum nýjum grunge böndum við þá.” Er ég sá eini sem átta mig ekki á þessari rökfærslu sem er OFT beitt? Sjálfur hef ég heyrt í þónokkrum grunge sveitum en þær fá mig ekki til að finnast meiri munur á Noise og Nirvana. Ok Noise eru samt ekki að stæla Nirvana eins og margir halda, ég efa að þeir sitji með hljóðfærin sín og pikki upp riff og melódíur frá Nirvana plötunum, þeir hafa bara...

Re: Varðandi könnun - hver er uppáhalds platan þín

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
En hvernig finnst þér Incesticide? Ef sjaldan heyrt þig skrifa um hana, drulluskemmtileg finnst mér, outtakes og cover og svona, finnst samt að þeir hefðu getað hennt inn nokkrum live upptökum (ekki bara BBC) svona til að fullkomna myndina.

Re: Led Zeppelin og Jimmy Page

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þetta vissi ég ekki:) en frægu vindmillurnar hans eru þannig tilkomnar að eitt sinn sá hann Stones á tónleikum og þá var Keith Richard að hita upp og sveiflaði handleggnum í hringi og hélt Peter að þetta væri partur að actinu og fór að gera eins, hann spurði Keith seinna hvort það hefði ekki verið í lagi en Keith mundi ekkert eftir þessu.

Re: 25. Bestu 80´s plöturnar

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Samkvæmt mínum heimildum kom hún út 1980, platan á undan kom út 79.

Re: Led Zeppelin og Jimmy Page

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það væri kannski gaman en öfugt við þig vélrita ég mjööööög hægt og er kannski ekki neinn expert um Who, ef ég er expert um einhverja hljómsveit þá eru það Bítlarnir, ég er mun meiri Bítla-fan en skrif mín gefa til kynna enda hét ég mér því að skrifa ALDREI grein um þá. Sjáum til, ég verð kannski orðinn Who expert fyrir jól, líklegast ekki samt.

Re: Barnaskapur í Frosta á Radiox!

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Heyrði þetta lag í heilu lagi í fyrsta skiptið í gær og um bara strax í upphafi lagsins þegar trommurnar hljóma datt mér í hug “In utero” en þá hafði ég ekki hugmynd um að þetta væru Noise. Freeloader er mjög líkt Nirvana, sérstaklega í viðlaginu þar hljómar Einar alveg eins Cobain en þegar Einar byrstir sig og hyggst öskra (eitthvað sem hann má alveg sleppa) hljómar hann engan vegin svipað Cobain og að lokum gítarsólóinn í miðju laginu á ekkert skyllt við Nirvana. Þetta er fínt lag en ekki...

Re: Varðandi könnun - hver er uppáhalds platan þín

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þú skiptir gjarnan um skoðun:)

Re: Led Zeppelin og Jimmy Page

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
greatness! Hvernig væri nú ef þú myndir skrifa bara stóra ítarlega grein um Zeppelin, gætir skipt henni niður og sent einn hluta í hverri viku, ég veit að þú hefðir gaman af því:)

Re: Led Zeppelin og Jimmy Page

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Fyrsta platan þeirra er best, hún ásamt In the court of the Crimson king (69) þjófstörtuðu áttunda áratugnum. Rosalega vildi ég samt óska þess að Zeppelin hefðu ekki eyðilagt IV (Untitled) með hinu HRÆÐILEGA lagi “The Battle of Evermore”, sem er bara einn sá alversti viðbjóður sem ég hef heyrt. Ps. Það er enginn ástæða til að spara punktana og kommurnar, nóg til af þeim:)

Re: Varðandi könnun - hver er uppáhalds platan þín

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það vantar jú plötur með td Radiohead, Nirvana, Smashing Pumkins, Metallica ofl, svona til þess að halda öllum ánægðum. Það er samt auðvelt að sjá hvað greatness er að gera þarna, hann velur plötur sem hafa verið taldar klassískar í langan tíma og hann veit sennilega fullvel að ef Nirvana væri með þá myndi hún vinna, jafnvel Bleach myndi rústa þessari keppni þó að Nirvana fanaticunum þætti hún ekkert endilega best myndu þeir velja hana samt, bara til þess að “styðja” sína uppáhaldshljómsveit:(

Re: Sjáum við öll eins ?

í Heimspeki fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég ætla að segja að við sjáum öll nákvæmlega eins því þetta er eitt að því sem við getum ekki áttað okkur (eins og þessi spurning er heimurinn endalaus) og maður getur orðið brjálaður á að hugsa um slíka hluti.

Re: Könnun

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Kannanir ykkar eru enn til ásamt 29 öðrum. Við þurfum að fara hreinsa til þar, því lang flestar kannanirnar eru algjört rusl. Hér er dæmi: Hver þessara rúla? The Smashing pumkins Pearl jam Metallica Þetta kemur:)

Re: 100 söngvarar!!!!

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Nick Cave er nr 76 og Thom Yorke er nr 29, en Stuart Murdoch (Belle & Sebastian) á skilið sæti þarna:) Ertu annars að tala um bróðir Thoms eða hann sjálfan? Þú ekki sá fyrsti sem nefnir um Maynard:)

Re: Soundgarden&Rage Against The Machine

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Komm on, ég meinti að nafnið væri langt! Það hljóta allir að geta áttað sig á því hvað nafnið á að þýða miðað við hvað þeir eru duglegir að breiða út boðskap sinn!

Re: SOAD til Íslands!!??????!!!!

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hver veit? Ekkert er útilokað.

Re: 100 söngvarar!!!!

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Er það góð spóla? Pabbi á hana, hef bara ekki gefið mér tíma til að renna henni í gegn:)

Re: Led Zeppelin tribute tónleikar.

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
AUÐVITAÐ! Af hverju sá maður það ekki strax, það er jú frekar augljóst:)

Re: 100 söngvarar!!!!

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hann er allavegana ekki kreditaður fyrir því, “guitar and engineer” stendur hér (The Band coverið), minnir samt að ég hafi lesið einhverstaðar að þeir gætu allir sungið, kannski bakraddaði hann á tónleikum eða kannski er þetta bara tóm þvæla í mér? Þú getur athugað það ef þú átt einhverja live spólur með þeim, hefurðu séð “The Last Waltz”?

Re: iron maiden

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ekki alveg bestir kannski en gott með þeim lagið þarna “Run to the hills” (held að ég sé ekkert að ruglast) og öll platan “The Number of the beast” er minnir mig mjög góð:) Samt eitt er öruggt að Iron maiden eru ótvíræðir meistarar plötucoveranna, þau eru ÖLL flott:)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok