Þetta er ekki alveg rétt hjá þér, klo, því eins og ég sagði er enn launamunur á milli kynjanna jafnvel þótt búið sé að taka tillit til annarra þátta sem gætu haft áhrif á laun, svo sem vinnustundir, starfsaldur, menntun o.s.frv. Í könnunum sem þessum er alltaf athugað hverjar líkurnar séu á því að munurinn fáist vegna tilviljunar. Sé munurinn innan skekkjumarka er ekki talað um hann sem raunverulegan mun. Yfirleitt er miðað við að 5% líkur eða minni þurfi að vera á því að munurinn sé vegna...