Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Brainiac
Brainiac Notandi frá fornöld 37 ára karlmaður
150 stig

Re: transparent í css?

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Það er eiginleiki í CSS3 sem heitir opacity með honum er hægt að gera flesta hluti (ef ekki alla) hálf gegnsægja. Dæmi um notkun: .Mynd { opacity: 0.7; /* 70% sýnilegt */ } En… (já, það er alltaf en :( ) Þar sem þetta er í þriðju útgáfu af CSS, sem er ekki einu sinni fullt kláruð er Firefox eini browserinn sem styður þetta svo ef þér er sama um þessi 90% (sem ég hata!) þá go ahead. Ég mæli samt frekar með að gera myndina sjálfa hálf gegnsægja því það er styttra í almennilegan PNG stuðning...

Re: cPanelX

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Það getur verið að severinn sé stilltur á að banna undirsíður (skil samt ekki tilganginn í því). Ertu búinn að spurja vin þinn um þetta?

Re: vefsíðugerð ?

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Þrátt fyrir að þetta sé tækinlega XHTML er alltaf talað um kóðann á bak við vefsíðu sem HTML :)

Re: cPanelX

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
ertu að meina host.is/nnafn/undirmappa/ ? Ef svo er býrðu einfaldlega til nýja möppu í grunn möppuna þína. Mig minnir að það sé samt ekki hægt á geocities (langt síðan ég vawr þar) Það væri samt hjálplegt að fá að vita hvar síðan er hýst og slóðina á hana í korkinum.

Re: easy.go.is

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Nei. Þessir “fáu dagar” hafa verið í marga mánuði. Ég veit ekki hvenær þeir opna aftur (ef þeir gera það þá). Þú getur prófað að senda þeim mail á go@go.is

Re: vefsíðugerð ?

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ef einhver blindur hins vegar skoðar síðuna þína ætlarðu þá bara að loka á hann? Þetta eru bara óvönduð og ófagleg vinnubrögð sem þú ert vanur. Það breytir voða litlu í vinnu (aðuveldar hana ef eitthvað er) að fara eftir stöðlum og lýsa efninu á síðunni þinni sem best (með réttu HTMLi). Þá eru allir ánægður hvort sem þeir sjá eða ekki. Það eru fleiri og fleiri blindir að nota tölvur og vefinn og ef þú gerir ekki ráð fyrir þeim (eða gömlum vöfrum) þegar þú gerir síðuna -sem er ekki erfitt að...

Re: vefsíðugerð ?

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Hann á við að <div> taggið er alemnnt, <p> táknar texta (málsgrein, paragraph) og heading tákna fyrirsagnir. Ef þú notar bara <div> þar sem <p> og <h*> eiga að vera vita leitarvélar, gamlir browserar og ekki síst textalesarar fyrir blinda og sjónskerta ekki hvort fyrirsagnirnar séu það eða bara venjulegur texti. Ef þú ert með síðu sem er svona <div class="fyrirsogn">Fyrirsögn</div> <div class="texti">Texti</div>gera þessir aðilar ekki greinarmun á fyrirsögninni og textanum. Það er það sem...

Re: vefsíðugerð ?

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Það er víst ólöglegt (í flestum tilfellum) að dreifa forritum til vefsíðugerðar (eða bara foritum yfir höfuð). Þó eru nokkur sem má dreifa td. notepad2 sem litar kóðann sem þú skrifar (flestir text-editorar gera það) Fyrir neðan korkana er góður listi yfir öll helstu forritin sem fólk notar. (Má bæta notepad2 við listann :) )

Re: Besta ókeypis plássið

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
www.t35.com býður upp á ókeypis hýsingu með ótakmörkuðu plássi en auglýsingum og 250kb stærðartakmörkun á skrám: UNLIMITED SPACE UNLIMITED DATA TRANSFER PHP (without MYSQL or CGI) Server Side Included (SSI) Monthly Backups (once a month) FTP Access (1 account) Simple Control Panel 250kb File Size Limit 24-7 Support 1 Pop-up Under Ad Placed on site Domain Hosting (At an Extra Cost) 95%+ Up Time Ef þú ert að leita að ókeipis hýsingu fyrir mjög stórar skrár finnur þú það aldrei. Það er ekki...

Re: Hvað finnst ykkur?

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Mér fannst þessi könnun þín frekar slöpp. Vildi sjá aðra valmöguleika td. í Kannstu eitthvað forritunarmál? hefði ég viljað sjá “Annað” og “Nei” sem sitt hvorn valmöguleikann til að sjá hver kann annað td. php eða ekki neitt. Svo var fullt af öðru td. stundaru líkamsrækt? mætti hafa möguleikann 1-5x í mánuði. Síðan er heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir frekar einfallt allt saman en gaman að sjá bakgrunninn á textanum :P en ég sé ekki af hverju hjólamyndin er þarna. En gaman að hún er...

Re: dreamweaver

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ég átti bágt með að skilja þig, ef ég gerði það ekki viltu útskýra þetta betur? En ef ég skildi þig rétt, þá varstu að biðja um að síðan teygist ekki, heldur er með fasta breidd. Eins og til dæmis síðan mín Það væri líka gaman að fá að sjá síðuna sem þú ert að vinna með því þá sjáum við td. hvort þú notir töflur (sem ég gruna sterklega) eða ekki. Ef þú notar töflur þá stilliru bara breiddina á ystu töflunni td. <table width=“760”> ég mæli með 760px því þá sjá allir hana í 800*600 og hærri....

Re: Hjálp með layout

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Taktu stílskipanirnar sem eru í HTMLinu út og settu <div id=“bottom”> inn í <div id=“textbox”>. Taktu svo top: top:544px; úr #bottom (í CSS) og settu í staðinn bottom: 0; Þetta ætti að virka en ég hef ekki prófað þetta. Það eru hins vegar til mun þægilegri leiðir til að gera töflulaust css en ég nenni ekki að fara út í þá sálma núna, kannski það komi í grein frá mér.

Re: Hjálp með layout

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
“Þegar nýr IE kemur út (hvenær sem það nú verður), þá gæti verið að það verði búið að ”laga“ ”underscore“ hackið …. og hvað þá ?” Þá verður IE kominn með betri skilning á CSS og getur birt allt css2 og kannski eitthvað af css3 eins og á að vera. (Hef ekkert fyrir mér í þessu en vona að þeir sem vinna að þróun IE7 hafi nógu mikinn metnað til að gera þetta)

Re: Töflulaust/CSS

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Flott grein. Afskaplega lítið út á þetta að setja :) Mig hefur einmitt langað að skrifa eitthvað hingað inn lengi, kannski að ég láti bara verða að því eftir próf.

Re: Meira varðandi töflulaus layout og CSS

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Flott svar hjá þér. Ég er hjartanlega sammála flestu ef ekki öllu sem þú segir. Ég tel auglóst að Rusty hefur ekki “þorað” að hella sér út í algjöra notkun á CSS. Það er mjög vel skiljanlegt, ég þurfti nokkurn tíma áður en ég “safnaði í mig hugrekki”. Það að breyta gjörsamlega um aðferðir, á hvaða vettvangi sem er, er erfitt. Það er samt mun skemmtilegra og frjálsara að hanna með CSS. Þegar maður er kominn upp á lagið með þetta er komin þá er þetta, eins og Húsamiðjan segir “ekkert mál”. Það...

Re: Meira varðandi töflulaus layout og CSS

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ágætis síða (þó litirnir séu svolítið sterkir, en ég býst við því að það sé viljandi). Þú mættir hins vegar setja inn aðal fyrirsögn á síðuna td <h1>Axel Diago - Ljósmyndun</h1> og setja það í staðinn fyrir eitthvað af þessum “óþarfa” div-um og láta síðan CSS láta textann hverfa og myndir koma í staðinn. Þar af leiðandi líka að hafa fyrirsagnirnar <h2>. Þá skilja leitarvélar og textabrowserar betur hvað þeir eru að skoða.

Re: Hjálp....

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Jebb hvað væri lífið á kímni :)

Re: Hjálp....

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ef þú notar CSS til að skilgreina hvaða bakgrunns mynd þú notar hendir þú bara no-repeat fyrir aftan backgroun propertyið og ef það á að vera til vinstri bætir þú við left background: url(slod/a/mynd.jpg) left no-repeat; Ef þú hins vegar notar ekki CSS þá man ég ekki hvernig þetta er gert (ef það er þá hægt). Kannski getur Rustyfrætt þig, því hann kann bara á HTML, ekki CSS :)

Re: Rúnnaðar töflur?

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Djöfull finnst mér asnalegt að þeir hleypa honum inn í landið, ekki útaf mannúðarástæðum því hann er celeb. Það er fullt af öðru fólki sem eru virkilegir flóttamenn, sem hafa haft það mun verr en hann og þurfa miklu meira á hjálp og landvistarleyfi að halda. (fyndið að vera að tala um þetta á vefsíðugerðaráhugamáli (og af hverju byrjaði þessi umræða?))

Re: Rúnnaðar töflur?

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Veistu það, ég er ósammála þér. Það er mjög óhagkvæmt að not CSS. Flest allir vefir þurfa að borga fyrir gagnamagn sem þeir senda frá sér. Gotfrag.com er mjög þung síða. Hún er 484 KB þar af er HTMLið 241KB! það er alveg ógeðslega mikið og ef síðan notaði CSS þá mundi þessi stærð (og kostnaðurinn í leiðinni) detta niður í kannski 20 Kb í mesta lagi. Þér finnst því meira bling, því flottari síðan er. Það er þitt mat, en flestir sem nota síðurnar finnst einfallt bæði þægilegra og oft flottara....

Re: Rúnnaðar töflur?

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
uhumm…. http://www.csszengarden.com er bara snilldar síða. Ekki ein einasta tafla sama HTML á öllum síðum og öllu stjórnað með css. Og ef þú segir að það að nota Photoshop geri síður flottar, hugsaðu þig aftur um. Oft eru einfaldar síður mun fallegri en síður sem nauðga myndum. Síðan verður léttari, það verður auðveldara að sjá um hana og breyta útlitinu auk þess sem allir eiga auðveldara með að skoða síðuna.

Re: Könnun (Notar þú CSS þeg...)

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Það er verið að tala um allt tengt útlitinu á síðunni ;)

Re: Rúnnaðar töflur?

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Overflow: auto; er css property. Það gerir það að verkum að ef efnið fer út fyrir skilgreinda breydd eða hæð div-sins þá kemur scrollbar, annars ekki. Bæði Firefox og, þótt ótrúlegt megi virðast styður IE þetta líka. Overflow tengist ekkert rúnun á töflum eða nokkru öðru, heldur hvort það scrolli. 11.1.1 Overflow: the ‘overflow’ property auto The behavior of the ‘auto’ value is user agent-dependent, but should cause a scrolling mechanism to be provided for overflowing boxes.

Re: Rúnnaðar töflur?

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Það verður nú hægt að nota þetta rúnaða á fleiri stöðum en í töflum :) Það verður gaman að geta gert fallegarúnaða bakgrunni án þess að nota myndir. Það gerir hönnnunina léttari og fallegri. Síðan er það auðvitað deilumál um hvort mikil rúnun sé flott.

Re: Rúnnaðar töflur?

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
já, það er ekki hægt að gera rúnuð horn í neinu, sem stendur. Það verður að nota bakrgunnsmyndir En í css3 verður það hægt, og það verður snilld
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok