Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Brainiac
Brainiac Notandi frá fornöld 37 ára karlmaður
150 stig

Re: Ég fann googlewack!!!

í Tilveran fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Það á að nota tvö ensk orð, ekki bara bulla :)

Re: Gmail í Thunderbird

í Windows fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Leiðbeinungarnar fyrir þetta eru á gmail.com, einhvers staðar :) (og líka fyrir öll möguleg önnur forrit)

Re: Macromedia HomeSite og Dreamweaver mx

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Í HomeSite vinnurðu bara út frá kóðanum. Þú getur það í Dreamweaver en það er líka hægt að breyta kóða “visually”. Að mínu mati er Dreamweaver betri en það eru örugglega einhverjir ósammála

Re: Hvernig Finnst..

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Ágætt, ekkert sérstakt, þó. Litirnar passa engan veginn. Ég ætlaði að fara að hrósa þér fyrir töfluleysi, en þegar ég skoðaði kóðann sá ég nokkrar. Ég sá líka að þessi síða er augljóslega stolin frá csszengarden.com ( til dæmis neðstu línurnar eru nákvæmlega eins. Og ég efast um að sá sem hefur hæfileikann til að skrifa þessa css fari að nota töflur, hvað þá <font>. En haltu samt áfram í þessu (sem ég efa ekki að þú gerir :) ) En ekki stela :)

Re: "Upplýsingaæði" verra en maríjúana

í Deiglan fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Það er staðreind að mjög margir byrja í hassi, segjast ætla að hafa stjórn á neyslunni, en missa sig síðan og leiðast út í harðari efni. Það eru þau sem valda ofbeldishneigð (ég er ekki að segja að áfengi geri það ekki, því það gerir það líka)

Re: "Upplýsingaæði" verra en maríjúana

í Deiglan fyrir 19 árum, 12 mánuðum
"Það er bara víst hægt. Það eru mörg lönd sem banna þessa hluti. [að banna fitandi mat, áfengi og sígarettur]“ -Nei það er ekki hægt. Þegar reynt var að banna áfengi fór allt í bál og brand vegna þess að þetta var í menningunni. Mennn eru vanir því að fá sér í glas, og troða í sig 80% fitu. Lönd sem banna áfengi í dag hafa ekki þessa áfengis menningu. Svo ekki sé talað um þrýstihópana sem ráða nú ansi miklu um hvað er leyft og hvað er bannað. Er rétt að hjálpa fólki að skaða sig? Á þá ekki í...

Re: "Upplýsingaæði" verra en maríjúana

í Deiglan fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Það má vera að þetta séu alhæfingar en þetta hefur engu að síður gerst og gerist oft þegar fólk er í neyslu

Re: "Upplýsingaæði" verra en maríjúana

í Deiglan fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Ég er að segja: “Af hverju að leyfa fólki að skaða sig?” -Af því það vill það?? Ég vil ekki borga aukna þjónustu fyrir fólk sem er sjálfviljugt, löglega, að skaða sig. En ég geri mér grein fyrir því að það sé ekki hægt að banna fitandi mat, áfengi eða sígarettur (þó ég væri alveg til í það) vegna mjög öflugra þrýstihópa (tópaksframleiðendur) sem vilja fleiri peninga á kostað heilsu annarra. Hvað myndum við græða á því að leyfa kannabisefni? Fólkið gæti skaðað sig löglega? Glæpum myndi fækka?...

Re: "Upplýsingaæði" verra en maríjúana

í Deiglan fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Jú það er staðlað að öll greindarpróf eiga að vera 100 Jú reykingar er stórt vandamál á Íslandi eins og í flestum vestrænum löndum. Til dæmis kosta reykingar okkur 20 milljarða á ári Margir virðast halda að ef fólk er í dópi skaðar það engann nema það sjálft. Það er ekki rétt. Fjölskyldur þess, vinir og aðrir sem þekka þann sem er í dópi bíða skaða af. Hann verður ófélagslyndur, miklar skapsveiflur og fjölskyldan þarf oft að borga neisluna. Samfélagið verður líka fyrir skaða vegna þess að...

Re: "Upplýsingaæði" verra en maríjúana

í Deiglan fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Meðal greind er 100 en ekki 90. 100 er látið vera meðalgreind þegar reiknað er úr prófunum. Skiptir kannski ekki öllu en rétt skal vera rétt :) Af hverju að búa til annað vandamál með því að leyfa kannabisefni? Reykingar eru nógu stórt vandamál sem fólk sem reykir þröngvar á okkur. Krabbamein af völdum reykinga er mjög algengt og það kostar heilbrigðisþjónustuna miklar fjárhæðir á hverju ári sem væri auðveldlega hægt að sleppa við. Þú segir “fólkið velur að reykja” en við þurfum að borga...

Re: Hver er elsti hugarinn.

í Tilveran fyrir 20 árum
Það er verið að spyrja hver er elsti hugarinn ekki hvað ert þú gamall! Þannig þið sem eruð yngri en 30: Það er eldra fólk en þið hérna! En mig minnir að afi vinar míns sé með notanda og noti hann nokkuð reglulega, veit samt ekkert hvað hann er gamall.

Re: Print

í Vefsíðugerð fyrir 20 árum
Þú getur opnað síðuna í nýjum glugga og látið Javascript prenta þá síðu

Re: [u] [b] Hver kann að gera gestabók?[/b][/u]

í Vefsíðugerð fyrir 20 árum
Á www.hotscripts.com má finna fullt af Gestabókum

Re: Blocka síður?

í Vefsíðugerð fyrir 20 árum
Af hverju ættirðu að vilja blokka síðu?

Re: Blocka síður?

í Vefsíðugerð fyrir 20 árum
Þó þetta ætti betur heima á /netið, en hvað meinaru með “að blokka síður”?

Re: cutenews and more

í Vefsíðugerð fyrir 20 árum
Á www.hotscripts.com má finna fullt af alls konar kerfum í full af forritunarmálum. Þar er meða annars að finna News Publishing (kerfi svipuð og CuteNews

Re: Inter - Milan

í Knattspyrna fyrir 20 árum
Það er slöpp afsökun að segja að þú hafir gert greinina á 8 mín. Ef þú hefur ekki tíma til að gera hluti vel.. frestaðu því þangað til þú hefur tíma :) Ég er samt sammála þér í að gera þessa grein. Það voru margir sem sáu ekki leikinn og hafa gaman af lestri um hann, en taktu þér tíma í skrifin (og ýttu oftar á enter :) )

Re: Hjálp.....

í Vefsíðugerð fyrir 20 árum
Ég mæli bara með því að fá þér ftp forrit og uploada allri möppunni bara með því í staðinn fyrir að vera að nota þetta FrontPage rusl :)

Re: php/mysql - þekkir ekki sérísl.stafi í leit ?

í Vefsíðugerð fyrir 20 árum
Ég er því miður ekki nógu fróður um php/mysql en mér dettur í hug að skilja á og a í sundur með því að breyta Á í [AA] í nafninu (í gagnagrunninum. td. Árni [AA]rni). Síðan einhvern veginn að kalla á [AA] og láta síðan php script breyta [AA] aftur yfir í Á Það getur samt vel verið að það sé til auðveldari leið (og það er meira að segja líklegt) en þetta er það sem mér dettur í hug, með takmarkaða kunnáttu á þessu

Re: Msn...

í Netið fyrir 20 árum
Já, þessi “grein” á ekki heima hér þar sem fólk sendir inn greinar um eitthvað áhugavert (sem þetta er ekki) og sem það skrifar (sem þú hefur alls ekki gert) Og eins og Mangudai benti réttilega á hefur okkar heitt elskaði vefstjóri reynt að stporna við svona sora á korkunum og hann á því síður heima í formi greinar. Og já, ég er á móti gelgjum útaf því hve ógeðslega pirrandi þær geta verið td. með broskallanauðgunum og almennum fávitaskap… little offence

Re: Amish in the city og 50 cent

í Tilveran fyrir 20 árum
Ég sagði aldrei neitt um hvort þátturinn sé raunverðulegur eður ei, ég sagði að rökin, þín fyrir að þú héldir að þátturinn væri fake, væru bull. Ég hef reyndar ekki horft neitt að viti á þessa þætti en svona viðbrögð koma mér ekki á óvart frá amish krökkum (ef þeir eru það þ.e.a.s.)

Re: Msn...

í Netið fyrir 20 árum
Hver í -skotanum kallar þetta grein? Þó þú sért gelgja á það ekki að bitna á okkur, saklausu fólki sem skoðar huga. Auk þess er þetta greinilega (og þú viðurkenndir það) copy paste. Ok hún er gelgja, en BessiB þarna brástu mér..

Re: Amish in the city og 50 cent

í Tilveran fyrir 20 árum
Af hverju heldurðu að þetta sé fake? Þetta er allavega nokkuð slöpp rök fyrir því. Amish búa í algerri einangrun, fyrir utan örfáar verslunarferðir sem pabbinn fer í næsta smábæ þannig það kemur mér ekkert á óvart að krakkarnir hafi aldrei heyrt um reggae eða séð stöðumæla (sá það um daginn)

Re: Vafravigtun

í Netið fyrir 20 árum
Það er einmitt málið. Það er asnalegt að þýða þesi nöfn, það er kallað húmor að gera það (í mínu tilfelli allavega :D )

Re: Eftirminnileg atvik frá síðustu árum

í Formúla 1 fyrir 20 árum
Hvað með þegar Schummy keyrði á vegg í Silverstone, fótbrotnaði og var frá í nokkuð langan tíma? …Kannski var það ekkert merkilegt (ég er Schumacher maður ;) )
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok