Ég held að það sé enginn sem fullyrðir að það séu ekki til aðrar tegundir lífs sem byggjast á öðprum forsendum. En við höfum aðeins eitt dæmi um líf, og ef við ætlum okkur að finna annað líf, þá verðum við að setja markmið og viðmiðanir. Annars þyrftum við að grandskoða hvern einasta líflausa steinhnullung í geimnum, og það er samkvæmt okkar þekkingu í dag, ekki sérstaklega vænlegt til vinnings. Ég held allavega að það sé málið.