Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Blublu
Blublu Notandi frá fornöld 41 ára karlmaður
236 stig

Re: Sega Saturn til sölu (modduð)

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Nei, þú ert kannski að rugla við Dreamcast. Það er ekki hægt að brenna disk sem virkar í Sega Saturn án þess að hafa modkubb.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ok, sem sagt pointið þitt er að það er ekki hægt að fyllyrða neitt um neitt siðferðislegt vegna þess að það endar allt á “mér finnst”. Það er sem sagt kannski gott að drepa fólk, við bara vitum ekki hvort það er gott eða vont, og það er engin leið til að vita það vegna þess að það er allt matsatriði. Allt í lagi.

Re: Game boy advance

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Hvað segirðu, viltu selja mér allan pakkann á 4000?

Re: Sega Saturn til sölu (modduð)

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 11 mánuðum
8000 hljómar alveg rosalega vel. :D

Re: þarfnast hjálpar.... mikillar hjálpar

í Windows fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Það hljómar svolítið eins og tölvan sé að ofhitna. Prófaðu að hafa tölvuna opna og gáðu hvort hún endist eitthvað lengur án þess að frjósa. Ef það er málið þá þarftu betri kælingu.

Re: Að breyta um drif

í Windows fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Hægrismelltu á “my computer” og veldu “manage”. Farðu svo í disk manager. Þarna er þetta allt, en það er örugglega ekki hægt að breyta system drifinu (sem stýrikerfið er á). Bætt við 26. desember 2006 - 14:20 Það er að segja ef þú ert að nota Windows XP… :D

Re: Vantar sega saturn

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég ætla að selja tölvuna, sjá póstinn fyrir ofan þennan.

Re: Nei! Apú vill það ekki!!

í Sorp fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég fékk veski, frakka og náttföt (LOL!). Svo keypti ég mér Wii fyrr í desember þannig að ég er bara nokkuð ánægður.

Re: SÍÐASTUR TIL AÐ SVARA FÆR 1000 KALL!!!1

í Tilveran fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Klukkan er 18:15 þann 24. desember. Hversu sorglegur er ég eiginlega?

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ef þú vilt að ég spili þennan leik þinn, þá skal ég reyna að gera það um stund. Siðferðisleg rök eru réttlæting frelsis“sviptingu” eins og þú kallar það, aðeins ef þetta “frelsi” sem er verið að svipta kemur illa niður á einhverjum öðrum einstakling. Þannig er til dæmis hægt að réttlæta það að banna fólki að myrða hvert annað. Þetta veit hver einasta siðferðislega manneskja sjálfkrafa, án þess að þurfi að segja þeim það sérstaklega. Það er einfaldlega ekki frelsi að mega drepa fólk. Þetta...

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Þú hlýtur þá að geta rökstutt það sjálfur. Þú ert sá sem vilt skerða frelsi annarra, ekki ég. (banna fólki að kaupa vímuefni)

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Hættu að láta eins og smábarn. Þú ert bara að snúa út úr núna.

Re: GLEÐILEG JÓL

í Windows fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Jibbí.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Nei, vegna þess að frelsi einnar manneskju endar þar sem frelsi næstu manneskju byrjar. Held að það sé nú nokkuð augljóst.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
En hvað skildi vera besta leiðin til að móta almennt “skynsemi” eða “raunhæfi” viðmið yfir siðferði, ef menn ættu ekki að stiðjast við meirihluta gildismöt?Það er spurning, eigum við ekki bara að leyfa fólkinu að ákveða það sjálft?

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Þá erum við aftur komin á þetta að minnihluti kann sér ekki hóf, sem kostar alla hina. Það væri líka “skynsamt” út frá heimbrigðissjónarmiðum að hækka verð á skyndifæði upp úr öllu valdi, til að fólk borði hollari mat. Það væri skynsamt út frá heilbrigðissjónarmiðum að gera svo marga hluti, sem fólki þætti algjörlega út í hött. Þetta með vímuefnin er ekkert öðruvísi. Fólk er bara vant því að þetta sé bannað, og það er eini munurinn.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Jújú, ef fólk vill virkilega drepa sig þá er eflaust ekkert sem getur stöðvað þá í því. Ekki vil ég láta binda fólk niður til þess eins að halda því á lífi. Ef þú vilt meina að það sé ekki hægt að sýna fram á nokkurn skapaðan hlut án þess að enda á “mér finnst” þá hefurðu rétt fyrir þér. Mér finnst þó lágmark að sýna fram á að einhver verði fyrir óþægindum eða skaða.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Já, og bara til að skilgreina “vímuefnavandann” eins og ég sé hann þá er hann í sama flokki og ofuroffita. Það er að segja fólk sem kann sér ekki hóf og rústar lífi sínu. Það á að hjálpa þessu fólki, ekki stinga því í fangelsi, og það á ekki að gera neyslu þess ólöglega (hvort sem það er að borða mat eða nota vímuefni). Bætt við 22. desember 2006 - 02:39 Úbbs, ég ætlaði að bæta við, ekki svara. En ég er farinn að sofa núna, ef þú svarar einhverju sniðugu þá svara ég kannski á morgun.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Og er gott að þrýsta verðinu upp? Þá verður vímuefnaheimurinn harðari og ofbeldisfyllri. Raunverulega vandamálið að fólk drepi sig er greinilega ekki leyst með banni fyrst svona margir drepa sig á þessu nú þegar. Reyndar væri mjög mörgum mannslífum bjargað BARA með lögleiðingunni sjálfri. Manstu eftir stúlkunni sem dó vegna þess að hún tók inn e-pillu sem reyndist baneitruð? Þetta myndi einfaldlega ekki gerast lengur. Vímuefnavandinn er sem sagt heilbrigðisvandamál, ekki glæpavandamál....

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Það er allavega á hreinu að það hjálpar ekki neitt að hafa efnin bönnuð. Handrukkarar og innbrot, fólk deyr af völdum mengaðs efnis, fólk leitar ekki aðstoðar lögreglu eða sjúkrahúss þegar líf er í húfi. Svo ekki sé minnst á allan kostnaðinn við að halda uppi fíkniefnalögreglunni. Ef efnin væru leyfð og seld löglega þá myndi þetta einfaldlega ekki gerast lengur. Þá væri hægt að eyða peningnum sem hefði farið í fíkniefnaeftirlit, og þessum sem koma frá sölunni, í að hjálpa þessum sem eiga...

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Mér finnst það nefninlega ekki liggja nógu mikið í augum uppi. Finnst til dæmis að áfegni og sígarettur ættu að falla í bannhópinn, allavega miðað við hvar þessi “lína” virðist eiga að vera. Einnig finnst mér leiðinlegt að þú telur einu lausnina vera blátt bann, sem virkar auðvitað aldrei (og hefur aldrei gert).

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
1) Hversvegna er “rétt” að vilja útríma sjálfumsér annað en “vegna þess að mér finnst það”. Ég sagði ekki að það væri rétt að vilja útrýma sjálfum sér. Þeir sem virkilega vilja útrýma sjálfum sér ættu frekar að leita sálfræðings. Ef þú vilt meina að aðeins þeir sem vilja útrýma sjálfum sér neiti vímuefna þá ertu á villigötum. 2) Hvað er “rangt” við að vilja skerða frelsi annara, án siðferðislegra “mér finnst það” raka? Vegna þess að þá er komið fórnarlamb.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Síðan hvenær á meirihlutinn að áhveða hvað fólk gerir í frítíma sínum? Ég er reyndar sammála um að vímuefni (þar með talið áfengi) eru slæm, en ekki að það beri að banna þau. Mjög margir eru sammála mér í nákvæmlega þessu, og því fólki fer fjölgandi. Fólk getur dregið línu í sandinn, en sú lína á bara við um það sjálft, ekki aðra. Aftur þetta að líf manns sé ekki einkamál. Jú, líf mitt er víst mitt einkamál. Ég verð bara að segja það að ég spyr ekki mömmu mína um leyfi ef ég fæ mér áfengan...

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Enda varla svara vert. Það er bara engin svona lína eins og þú talar um, nema fyrir krakkana og fólk sem er að keyra eða eitthvað svipað. Fullorðið fólk á að fá að kaupa þau efni sem það vill kaupa, ef það skaðar engan (nema sjálft sig). Auk þess veit engin hvar þessi lína ætti að vera og sælgæti gæti alveg eins fallið undir hættuleg efni sem ætti að banna. Bætt við 22. desember 2006 - 01:11 Jæja, ég hefði kannski átt að sleppa fyrstu setningunni í póstinum. Eða kannski ekki. Ég veit það...

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Nei, hvernig í ósköpunum færðu það út?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok