Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Blublu
Blublu Notandi frá fornöld 41 ára karlmaður
236 stig

Re: Lögreglupæling....

í Sorp fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Maður þarf ekkert að nota efni sjálfur til þess að þekkja bestu felustaðina, hvar í ósköpunum fékkstu þá hugmynd?

Re: BioShock

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 3 mánuðum
DRM stendur fyrir Digital Restrictions Management og það er það sem löglegir viðskiptavinir fá með leiknum en ekki þeir sem ná í pirate útgáfuna. Beisikklí þá er það forrit eða mörg forrit sem installast með leiknum, sem eru gerð til að hindra að fólk afriti leikinn eða geti spilað hann án þess að hafa keypt hann. En það eina sem það gerir í rauninni er auðvitað að pirra löglega viðskiptavini. Það er búið að fjarlægja þetta úr pirate útgáfum, enda fylgja þeir ekki “reglunum”. Þessi leikur...

Re: BioShock

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Ég ætla að bíða þangað til það kemur útgáfa sem er ekki með neinu DRM.

Re: óska eftir playstation 2

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Ég er með PS2 slim, held að ég fari bara að selja hana, er löngu hættur að nota hana. Það er ein fjarstýring, önnur fjarstýring sem er eitthvað skemmd ef ég finn hana, minniskort (8 MB) og leikirnir We love Katamari og Ico, plús mikilvægari helmingurinn af SwapMagic 3 plus (bara DVD diskurinn, finn ekki CD). Ég er örugglega til í að selja þetta alveg hræódýrt.

Re: Trúleysi í grunninn

í Deiglan fyrir 17 árum, 3 mánuðum
“Byrjum á því að fá eitt á hreint. Það veit enginn hvort guð sé til eða ekki. Það er hvorki hægt að sanna né afsanna tilvist hans. Trúleysingjar hafa ekkert vald til að lýsa því yfir að guð sé ekki til eða útiloka hann alveg, þeir bara kaupa ekki þá tilgátu að hann sé til.” Þetta er alveg rétt hjá þér, en mig langar samt aðeins að setja út á þetta. Það er rétt að það er ekki hægt að afsanna eða sanna tilvist guðs, einfaldlega vegna þess að það er ekkert til þess að afsanna, það er engin ein...

Re: Hvað í fjandanum er klukkan?

í Tilveran fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Ekki hlusta á alla hina, þeir eru með vitlausa klukku. Hún er 22:09.

Re: zomg

í Tilveran fyrir 17 árum, 3 mánuðum
ZOMG. Ég ýtti einu sinni á vitlausan takka á lyklaborðinu. Það var allt í lagi vegna þess að það er hægt að laga það með því að ýta á sérstakan takka með svona ör afturábak, þá strokar maður út stafinn sem maður var að setja inn.

Re: Smávegis Pæling...

í Tilveran fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Blu-Ray og HD-DVD er eitthvað sem enginn ætti að pæla í fyrr en það kemur í ljós hvort verður ofan á.

Re: kvikasilfur?

í Tilveran fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Kvikasilfur er snilld, það er eins og málmur og vatn hafi haft mök og eignast afkvæmi.

Re: kvikasilfur?

í Tilveran fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Með tungunni?

Re: ÓPAL

í Tilveran fyrir 17 árum, 3 mánuðum
RISA OPAL

Re: Hvernig svarar þú í símann ?

í Tilveran fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Eitthvað ókunnugt númner: halló Vinur: halló Mamma: halló Vinnan: halló (ef ég svara)

Re: Vasar?

í Tilveran fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Síma í öðrum, bíllykla og húslykla í hinum, veski í rassvasanum. Ekkert merkilegt.

Re: Ný Trúarbrögð ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Ja, ég er bara með þá skrýtnu hugmynd að ef eitthvað rit á að vera heilagur sannleikur, þá á það að vera heilagur sannleikur. Hún er það auðvitað ekki. Það stendur til dæmis í biblíunni að talan pí sé jafnt og 3. En jæja, gott að þú lítur ekki á biblíuna sem orð guðs, enda er heilög bók voða asnaleg hugmynd þegar maður pælir í því. Svipað skrýtin hugmynd og að það væri til heilagur geisladiskur.

Re: Metroid

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Úbbs, ég hélt að þetta væri um nýjustu preview channel myndböndin fyrir Metroid Prime 3: Corruption. Ég var að ræða um þessi myndbönd á annarri síðu og einhvernvegin tókst að blanda þeirri umræðu við þessa. Jæja, þið megið sem sagt hunsa það sem ég sagði hérna að ofan. :P

Re: Ný Trúarbrögð ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Þetta voru nú meiri útúrsnúningarnir hjá þér. Misskildirðu mig viljandi eða gastu ekki komið með neitt betra? Ég er að segja þetta EF biblían er orð guðs ÞÁ er ekki til mikilvægari bók í alheiminum. EF einhver trúir að biblían sé orð guðs ÞÁ ætti sá sami að stúdera biblíuna gaumgæfilega VEGNA ÞESS að það er ekki til mikilvægari bók í alheiminum OG hann hefur aðgang að henni, og getur lesið hana. Náðirðu þessu á ég kannski að segja þetta aftur? Og þótt ævin endist ekki til að komast að...

Re: Metroid

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Þessi vídeó voru mjög mikil vonbrigði, þau láta leikinn líta út eins og alla aðra FPS leiki þarna úti. En jæja.

Re: Ný Trúarbrögð ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Það eina sem ég er að segja er að ef fólk trúir að biblían sé guðs orð, þá ætti bókin að vera því mikilvægari. Hvað gæti annars hugsanlega verið mikilvægara en sannleikur alheimsins? Bókstafstrúarmenn: Þeir sem virkilega trúa bókstaflega öllu sem stendur í biblíunni. Ég held reyndar að slíkt fólk sé ekki til, enda ómögulegt að trúa slíkri fávisku.

Re: panta pal leiki ?

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Ef þú getur sleppt Shopusa þá mæli ég með því, þetta er djöfulsins svindlarar/okrarar. Þú veist alveg að DS leikur eru region-free, allt í lagi? Ég hef pantað einhverja leiki frá play-asia.com, og amazon.com en þeir senda ekki sumar vörur út fyrir USA. Svo er náttúrulega ebay, og þú getur oft keypt notaða hluti frá amazon.com (gamlir hlutir sem eru ekki til nýjir), ég hef samt ekki gert þetta ennþá. Bætt við 10. ágúst 2007 - 21:56 Já, sko amazon.com og play-asia selja hvorugar PAL leiki,...

Re: Legend of Zelda: Phantom Hourglass

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 3 mánuðum
jeeee, ég væri búinn að fá mér hann ef ég gæti lesið japönsku. :P

Re: Spurningar um Wii

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Þú ert að kaupa Wii til þess að spila góða Wii leiki. Zelda: Twilight Princess á Wii er mjög góður, en GameCube útgáfan er samt örlítið betri að mínu mati, eingöngu vegna þess að það er þægilegra að ýta á takka til að lemja með sverðinu heldur en að sveifla Wii fjarstýringunni. Held að grafikin sé alveg nákvæmlega eins, eða kannski aðeins meiri svona special effects á Wii, ég er ekki alveg viss. Ég er kominn frekar stutt í GameCube útgáfunni. Samt sko, ef þú ert hardcore þá spilarðu báðar...

Re: Grænir laserar

í Græjur fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Ok, nei ég held að það væri ólíklegt að maður myndi skemma tjaldið nema ef maður er nokkuð nálægt (amk 2-3 metra) og heldur lasernum stöðugum í smá tíma (kannski nokkrar sek, fer eftir hvað laserinn er öflugur). En ég efast um að það séu seldir meira en 5 mW laserar í verslunum hérna, þú þyrftir líklega að panta og vona að þú verðir ekki tekinn ósmurt af tollinum (eins og kom fyrir einhvern hérna fyrir ofan).

Re: Grænir laserar

í Græjur fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Nei, ekki þessum 5 mW, það væri eins og að reyna að spæla egg á steini á suðurpólnum.

Re: AA og Alkóholismi.

í Deiglan fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Þú svaraðir mér eins og ég væri dópisti. Bætt við 9. ágúst 2007 - 15:28 Já, ég veit að það er ekki það sem þú meintir, en mér finnst pirrandi þegar fólk talar íslensku eins og ensku.

Re: AA og Alkóholismi.

í Deiglan fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Þetta var nú meiri útúrsnúningurinn hjá þér, en bara til að leiðrétta aðeins þá er ég ekki dópisti.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok