Á leiðinni heim byrjaði að snjóa. Ó, hve hún hafði verið hamingjusöm í sumar. Þegar hún og Sigmundur trúlofuðu sig hafði hún engar áhyggjur og framtíðin blasti við þeim. Hana hefði aldrei grunað að í dag yrði líf þeirra beggja svo flókið sem raun ber vitni. Hún opnaði útihurðina og sér til mikillar furðu sá hún…..