Mig minnir endilega að hún sé á kúr, sem gengur út á það að m.a. að borða ekki prótein (held ég) og borða t.d. ekki kjöt og grænmeti saman. Það er til bók á íslensku um hann sem heitir Ég borða, en grennist samt. (Sniðugt nafn, því að maður má nebbla borða eins mikið og maður vill, en bara í öðruvísi samsetningum og sumum mat er alveg sleppt). En því miður verð ég að hryggja þig með því að þó þessi kúr virki vel, þá er hann víst mjög óhollur og slæmur fyrir beinin, því þau geti bara brotnað...