Þetta snýst allt um gegnsæi enda helst það í hendur við viðhaldanlegleika. Þannig er það nefninlega að það er einatt tómt bras að lesa annarra manna kóða og skiptir þá engu í hvaða forritunarmáli það er skrifað. Hins vegar geta forritunarmálin hjálpað lesandanum með því að vera gegnsæ eða þá skemmt fyrir honum með því að vera ógegnsæ. PHP er í síðarnefnda flokknum með sínar síbreytilegu nafnareglur, óhefðbundnu hefðir og fleira. Þetta allt er svo kórónað af breytur sem skipta ekki bara um...