Bandarískur maður, Gerald Robinson, hlaut í dag 15 ára fangelsisdóm fyrir að myrða 71 árs konu, Margaret Ann Pahl, fyrir 26 árum. Robinson kyrkti konuna og stakk hana 31 sinni með hnífi þegar þau voru saman við störf á Mercy spítala í Toledo árið 1980. Maðurinn var handtekinn 24 árum síðar eftir að ný sönnunargögn komu í ljós vegna nýrrar tækni við greiningu lífrænna sýna af morðstað. Blóðblettir í klæði sem fannst í skrifborðsskúffu mannsins þóttu sanna að maðurin hefði drepið konuna en auk...