Markaðurinn safnast á fáar hendur, þær sanka að sér meiri og meiri pening og gleypa alla samkeppni sökum stærðarinnar. Þannig græða þeir enn þá meiri pening. Það liggur fyrir að þetta getur ekki endað nema illa. Það gerðist í Bandaríkjunum í upphafi síðustu aldar og mun gerast hérna líka ef þessi þróun heldur áfram.
Síðan hvenær hefur vestrænum ríkisstjórnum ekki staðið á sama um fólk? Afríka býr ekki yfir nægilegu magni af auðlindum til að eitthvað sé þar að vinna með “friðargæslu”.
Kosningaréttur hentar gömlu fólki engan veginn. Það er almennt íhaldsamt og hrætt við breytingar einfaldlega vegna aldurs. Þetta gengur því bara ekki. Leggjum niður kosningarétt!
En fyrirtæki sem framkvæma þetta eru of stór og munu gleypa þá aðilja sem eru þeim ekki hlýðin. Frelsið gerir þeim þetta kleyft. Einnig er almúginn of illa upplýstur. Flestir hafa ekki hugmynd um hvað netið er í raun og veru.
Haha, þú verður bara að passa þig hvaða orð þú notar í áróðrinum. Ekki flokka hlutina í flokka þar sem leiðum er að líkjast þó að flokkanöfnin hljómi fallega.
Ef hvort fallið þú notar er farið að skipta máli í hraða forritsins scriptunnar þinnar ættirðu að athuga “prenthegðun” þína frekar en að skipta um fall. Overheadið við að skila gildi og gera þessi tékk er örsmátt. Reikna reyndar með því að echo geri líka svipuð tékk þó það skili ekki niðurstöðu. Annars væri beinlínis hættulegt að nota echo.
Hvað kemur þar fram sem taka á mark á? Ég veit að þeir segja að allt sé nú alveg afskaplega ólíklegt en eigum við að treysta því. Eigendur Brasilísku stíflunnar viðurkenna nú ekki enn að eitthvað sé að. Eigum við að treysta fræðimönnum landsvirkjunar frekar en öðrum? Hvernig væri nú að treysta sjálfum sér í eitt skipti?
Það eru öll lönd sem okkur finnst skemmtilegast að bera okkur saman við búin að sjá að þungaiðnaður er skammgóður vermir og ekki vænn til frambúðar. Þegar ofan á það er bætt fórninni á ósnortinni náttúru fæst út að þetta álver er alveg afspyrnu slæmur kostur.
Ég tel mig hvorki hafa vald til að reka Austurlandabúa í burtu né hreindýr og ég tel ríkisstjórnina heldur ekki hafa vald til að reka nokkurn í burtu. Það er svo annað að til eru fleiri og mun umhverfisvænni leiðir til að byggja upp atvinnulíf en álver.
Sumar, haust og vorbeitiland um það bil helmings íslenskahreindýrastofnsins mun fara undir vatn, verða þurrkaður upp eða raskast á annan hátt. Þetta er ekki “lítill” partur hvorki af stofninum né árinu.
Ha, nei, hreindýrin eru ekki um allt hálendi og það er rétt að hluti heimkynna íslenska hreindýrastofnsins mun fara undir vatn. Því ætti að vera ljóst að stofninn mun að minnsta kosti minnka.
Þurrka upp sprænur og sökkva að hluta. Þetta er að því gefnu að skilgreiningin þín á Eyjabökkum er eins og hún verður að vera viljir þú kalla þetta stærsta gróna svæði á hálendinu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..