Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

BessiB
BessiB Notandi frá fornöld 974 stig

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ég hélt hér fyrir nokkrum árum að enginn færi að ráðast út í þetta brjálæði sem Kárahnjúkavirkjun er en mér skjátlaðist.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Til að geta úthlutað allri þeirri orku sem okkar ástkæra Valgerður Sverrisdóttir hefur lofað stórfyrirtækjum í bæklingi um Ísland þarf að virkja hverja einustu sprænu á Íslandi.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þeir eru hluti af þessu. Þeim verður raskað stórlega.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Hvað er það sem jafnast á við Gullfoss?

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Dimmugljúfur lýsa mjög illa eðli svæðisins sem á að sökkva enda eru það gljúfur ekki gróið svæði. Svæðið sem um er rætt og mestur söknuður verður af er stærsta gróna svæði á hálendinu. Það lýsir því best að segja þetta sé víðáttumikið, mishæðótt gróið svæði fullt af smásprænum og litlum fossum. Þetta svæði er mjög einfalt að fara á mis við og hefur Landsvirkjun nýtt sér það óspart til að móta skoðanir fólks með því að sýna því bara sand. Annars stend ég nú enn meira en áður við allt sem ég...

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ríkisstjórnin leggur ekki einu sinni pening í þetta í Reykjavík. Á meðan önnur lönd gera allt til að efla þekkingariðnað (sjáðu t.d. hvað canada er að bjóða CCP) liggur við okkar ríkisstjórn leggi sig fram við að gera honum erfitt fyrir. Í staðinn styður hún við bakið á álveri eftir álveri.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þessi síða er um dimmugljúfur. Þeim á ekki að sökkva. Lónið er fyrir ofan. Takk fyrir að sanna mál mitt.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Gróin svæði á hálendinu eru mun sjaldgæfari en vötn! Vinsamlegast kynntu þér hvers eðlis svæðið er áður en þú rakkar það niður.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Okei, segjum sem svo að það hefði verið gert þegar það átti að gera. Þá væri staðan sú í dag að við sætum uppi með ónothæfa virkjun (því virkjanir endast ekki endalaust) og ein af okkar helstu náttúrperlum væri ónýt. Þá væri búið að fórna ómetanlegum og óafturkræfum hlut fyrir þröngsýn skammtímasjónarmið. Í staðinn ríkir nú í dag blómlegur túrismi á þessum stað og heimsbyggðin öll þakkar okkur fyrir að hafa hlíft þessum fossi. Jafn dásamlegt er Kárahnjúkasvæðið, gróin paradís á miðju hálendinu.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þá spyr ég í annað skiptið í þessari umræðu. Væri réttlætanlegt að sökkva Gullfossi ef enginn vissi af honum?

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Skilgreindi ég mig einhvern tíman í einhverjum helming. Mér þótti einungis við hæfi að benda á hversu svona rök eru málstað yðar lítið til framdráttar.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Fjöldi Austurlandabúa sem vilja vinna sem verkamenn er svo gríðarlegur að meira að segja þarf að flytja verktaka frá Reykjavík til að byggja fyrir ykkur einbýlishús í öllum uppgangnum. Síðan er þetta ekki meiri byrjunarreitur en sá að hátæknifyrirtæki eru þegar farin að flyja af Austurlandi til höfuðborgarinnar. Nokkur nú í sumar. Til að draga þetta saman eru þetta ekki afsakanir til að skemma ómetanlega náttúru. Langt frá því.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ég hef komið þangað. Viltu þá rökræða við mig? Eða var þetta kannski bara svona trick til að komast hjá rökræðum?

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Það að fórna ómetanlegri náttúru fyrir skammtíma byggðarsjónarmið er ekki réttlætanlegt undir neinum kringumstæðum. Síðan eru til aðrar leiðir til að lífga við bæjarhluta en álskrímsli. Leggði ríkisstjórnin sama pening í þekkingariðnað á landsbyggðinni gæti það eflt landsbyggðina meir en nokkur álver. Ísland er þróað land og við eigum stunda þróaðan iðnað ekki svona frumframleiðslu þungaiðnað.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þetta er stærsta gróna svæði á hálendinu, þetta er dásamlegt svæði. Það er hins vegar mjög auðvelt að klúðra skoðunarferð þangað og fara á mis við fegurðina. Þetta hefur landsvirkjun notfært sér og hugsanlega að afi þinn hafi klikkað líka.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þú gefur þér að ég sé með krabbamein. Hann gefur sér að himinn og jörð séu að farast.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Sama rökvillan.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Það hefur líka verið lítið af Hálfslónum hvílandi á þeim.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Það var ekki af góðmensku heldur í eigin þágu. Sést best á því að þegar þeir þurfti ekki að nota okkur lengur þá bara fóru þeir. Þetta og þú staðreynd að dæma eigi fólk af verkum þess ekki persónulegum hagsmunum gefur okkur fullan rétt á að tala illa um Bandaríkjamenn.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Það sama sögðu Brasílísku verkfræðingarnir. Svo held ég að það efist enginn um að stíflan haldi vatninu væru þetta tvær sjálfstæðar einingar í einhverju módeli. Það sem við vitum ekkert um eru utanaðkomandi þættir. Helsta vandamálið í okkar tilfelli liggur í jarðlögunum undir stíflunni og undir vatninu. Þau geta öll farið á ferð og þá getur vatn lekið í gegnum þau og stíflan jafnframt brostið því ef undirstöður mannvirkja fara á ferð breytast allir eiginleikar þeirra.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Það að ál sé notað í eitthvað núna þýðir ekki að það verði alltaf notað í það. Þetta gildir jafnt um flugvélar, járn blöndur, stál blöndur og allt sem þú getur talið upp. Þú veist að vatn kemst í gegnum sprungur er það ekki?

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Íslendingar flytjast burt og hátækni og þekkingariðnaður flyst burt. Þetta er ekki spá heldur staðreynd og er þegar farið að gerast með nokkur þekkingarfyrirtæki sem áður voru staðsett á Egilstöðum.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Öll þessi ef má til jafns nota í rök gegna virkjunum og álverum. Við vitum ekkert um hversu lengi Kárahnjúkastíflan endist. Við vitum ekkert um hversu mikil þörf sé á áli í framtíðinni. Við vitum ekkert um verðmæti ósnortinnar náttúru í framtíðinni. Hins vegar tel ég ofangreint ekki vera mikil ef í ljósi margs. Fyrst er ljóst að Kárahnjúkastífla endist ekki endalaust og er meira að segja talsmaður landsvirkjunnar er sammála okkur í þeim efnum. Hann bendir á sínar skýrslur og segir 100-200...

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Komið ykkur ekki undan því að svara spurningunni.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Vissi enginn af Gullfossi væri þá réttlætanlegt að virkja hann?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok