Alls ekki. Reyndu t.d. bara að teikna línu. Það fyrirbæri er óendanlegt í báðar áttir. Ég held að hér sé bara vert að endurtaka að mynd hefur enga stærðfræðilega merkingu. Það er ekkert í stærðfræði skilgreint út frá mynd og ekkert í stærðfræði sannað með mynd. Mynd getur bara þjónað skýringarhlutverki. Þar af leiðandi er lítið varið í umrætt dæmi því setji maður það fram í orðum, sem er eina leiðin til að gefa því merkingu, er þetta ekkert dæmi.