Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

BessiB
BessiB Notandi frá fornöld 974 stig

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég get því miður ekki skilgreint skynsemi fyrir þig og því varla þessi mörk. Munurinn á áfengi og þessum efnum er þó til dæmis sá að áfengi er leyft nú þegar en efnin eru það ekki. Þar af leiðir er ekki hlaupið að því að ætla að banna áfengi en engu að síður þýðir það ekki að leyfa beri fíkniefni. Áður talaðir þú um einstaklinga. Nú ertu farin að tala um fjölskyldur. Í kjölfarið bendi ég þér á að fjölskyldan sem heild er líka þáttakandi í samfélgi og fjölskyldur hafa áhrif á hvora aðra....

Re: Random Number Game

í Forritun fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Tja string GuessedNumberString = Console.ReadLine(); int GuessedNumber = Convert.ToInt32(GuessedNumberString);eða bara int GuessedNumber = Convert.ToInt32(Console.ReadLine());

Re: Random Number Game

í Forritun fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Console.Read() les bara næsta staf frá skipanalínunni. Ef þú slærð inn 100 þá les hún bara ‘1’. Jafnframt skilar hún char þ.e. ASCII gildi ‘1’ sem er ekki 1 heldur 49. (Þar sem char er því bara tala þá kemst hún sér í lagi fyrir í int breytu og því þýðist þetta) Það sem þú ert að leita eftir er Console.ReadLine() sem les alla næstu línu þannig að ef slegið er inn 100 þá skilar hún “100”. Þessi aðferð skilar hins vegar string og því þarftu að breyta í int. Það má gera með t.d....

Re: Cantat-3 sæstrengurinn óvirkur í 2-3 vikur?

í Netið fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þér er ábyggilega velkomið að skipta yfir til símans og fara að borga fyrir tenginguna :-) Nei, ég held að það sé engin hætta á því að allt Rannsókna og háskólanet Íslands verði sambandslaust við útlönd í 2-3 vikur.

Re: Cantat-3 sæstrengurinn óvirkur í 2-3 vikur?

í Netið fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Jújú, en það er víst hægt að senda rafmagn inn á þessa strengi á alla mögulega vegu og koma honum þannig í gagnið á köflum. Hér um árið var hann hálfur í sundur en með því að straumfæða hann úr báðum áttum var hægt að koma á takmörkuðu sambandi. Þannig að það er margt hægt. Ég sá þessa frétt en hún er í mótsögn við það sem bæði rhnet og reiknistofnun skrifa á heimasíður sínar, þar sem þeir velta upp þessum möguleika. Því finnst mér þetta hæpið.

Re: Cantat-3 sæstrengurinn óvirkur í 2-3 vikur?

í Netið fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég skil ekki alveg þennan fréttaflutning. Það er rétt að bilunin liggi milli Íslands og Kanada og það mun taka 2-3 vikur að laga hana. Hins vegar er það svo strengurinn er enn heill frá Íslandi til Danmerkur/Skotlands og því eru bundnar vonir við að hægt verði að koma samandi þá leiðina bráðlega. Það er svo annað að fæstir munu verða nokkuð varir við þetta því flestar internetþjónustur eru tengdar bæði gegnum cantant og farice og þá skiptir engu þó annar leggurinn fari í sundur. Þetta á þó...

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þið megið banna þetta allt mín vegna. Ég sé hins vegar enga þörf á því enda skynsamur maður sem sé að það er hægt að draga mörk einhvers staðar og þetta þarf því ekki að vera annað hvort allt eða ekkert. Það er aldrei þitt einkamál hvernig þú ferð með líf þitt. Maðurinn er félgasvera. Þessir einstaklingar eiga foreldra, vini og jafnvel börn. Þetta eru fórnarlömb. Ég spyr líka hvar þú fékkst þær upplýsingar að fólk þyrfti að vera handtekið til að fara í meðferð? Eftir minni bestu vitund þá...

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Það er skömminni skárra en að fólkið drepi sig. Mannslíf eru nefninlega ekki metin til fjár.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
En afleiðingin er oft að fólk deyr (eins og þú segir) og ef ætlun fólksins var ekki að deyja með því að hefja neyslu (eins og þú segir líka) þá erum við ekki að banna fólkinu að fremja sjálfsmorð. Við erum beinlínis að bjarga því frá dauða.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Nei, ég er skynsamður maður sem sé himin og haf á milli fasisma og hóflegrar forsjárhyggju. Eins og ég sagði áðan þá er margt milli alls og einskiss.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég sé ekkert rangt við það að þá stjórn sem ríkið reynir að hafa á þér.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Nei. Óg þá datt síðari spurningin upp fyrir sig.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Við getum ráðist í að banna kaffið þegar búið er að takast á við offituna. Þetta er svo klárlega þitt vandamál því maðurinn er félagsvera þar með talið þú. Það er einnig mjög sjaldan eins einstaklings mál þegar hann deyr ungur því það snertir fólk í kringum það.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Vandamálið er nákvæmlega það að þau átta sig ekki á því að þetta er vandamál (fyrr en of seint). Þá er til lítils að ætlast til af þeim að skrá sig í verndarklúbb. Það er auðvelt að horfa yfir ævina úr himnaríki og vera vitur eftir á en ótækt að ætla að gægjasat í fortíðina og vera vitur fyrirfram.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég hefði ekki og mun ekki geta gengið í gegnum lífið án stuðnings minna nánustu. Það viðurkenni ég fúslega. Ég tel mig jafnframt heppinn að eiga fólk að sem styður mig. Þegar ég hins vegar horfi yfir eða heyri sögur ef fólki í neyslu þá sé ég að ekki eru allir jafn heppnir að eiga svona gott fólk að. Ég vil heldur ekki sjá þetta fólk drepast vegna þessa og þá er gott að eiga “ríkið”.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég er ekki beint að grínast, bara stýra umræðunni aðeins.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Nei, nei, þetta er ekki samfélagið mitt. Ég er fær um að sjá skynsamleg mörk og er því ekki í þeim pakkanum að þurfa að banna allt eða ekkert. Þess vegna vil ég ekki leyfa fíkniefni en hins vegar ekkert að því að ríkið sé að selja áfengi og tókbakk og stýra neyslunni með því að leggja á það skatta.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Það er verið að banna fólki að drepa sig. Það er vissulega gott mál. Síðan hafa þessi 1-2 grömm hafa enga merkingu. Þetta er markviss barátta gegn fíkniefnum og það er það sem skiptir máli. Það er það sem bjargar mannslífum.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Við erum að hjálpa heilum hóp og í hóp eru margir einstaklingar. Þetta mun svo bjarga nokkrum mannslífum. Þetta virkar svona eins og aðskilnaður akstursstefna á t.d. suðurlandsvegi. Þar er heilum hóp hjálpað og mun sú aðgerð líka bjarga einhverjum mannslífum. Í hvorugu tilfellinu koma einstaklingar við sögu að öðru leiti en því að það þarf einstaklinga til að mynda hóp.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Já, ríkið á að stýra okkur í heilsuskúr og það er gott mál ef þeir þurfa að stela af okkur launum til þess. Næsta skref í þeim efnum mætti gjarnan vera að banna áfengi og tókbakk og svo þarf að fara að skoða offituna.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þó ekki takist að bjarga nema einu mannslífi eða bjarga einu ungmenni frá því að enda í neyslu er þetta þess virði. Þetta er eitt það skynsamlegasta sem hægt er að gera við fé.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
vitringur Sáralítið brot eður ei, þá safnast þegar saman kemur.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ekki nema furða þegar þér tekst að skilja það út úr korkahöfundi að efri mörk ársnotkunar sé fimm tonn og þau neðri þrjú tonn. Hann talar um rúmlega tvö tonn…

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þetta “kostar” (???) sig tvímælalaust eins og þetta er og það að árangurinn sé að batna er bara enn jákvæðara.

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Raunar mætti nú samt færa rök fyrir því þar sem fyrirtæki geta ekki bætt á sig verkefnum endalaust nema fjölga starfsmönnum og fjöldinn í deildinni stóð í stað. En það er nú etv rétt að tölur má gera marklausar sé ekki litið á þær gagnrýnum augum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok