Ég get hugsanlega svarað af hverju það er. Að skilgreina ákveðið reyksvæði á stærra svæði er eins og að skilgreina ákveðið svæði í sundlaug sem pissusvæði. Reyknum er nok sama hvort hann sé á reyksvæði eða reyklausu, hann fer þangað sem honum sýnist. Ef einhver gestur kemur heim til mín í heimsókn, finn ég, þó ég sé inni í stofu, hvort einhver sé að reykja í eldhúsinu. Ef við setjum sem svo að stofan sé reyklaus en eldhúsið ekki. Og þar sem þeir sem EKKI reykja væru fegnir að losna við reyk,...