IPv6 tölurnar líta allt öðruvísi út. Þær eru 128bita og er hver partur af henni 4 hex tölur (s.s. frá 0 og upp í f, eða 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, a, b, c, d, e, f), svo er hver partur afmarkaður með : en ekki . (dæmi um ipv6 tölu er: 132f:3434:ab03::0345 í þessu dæmi er líka sýnd stytting á ipv6 tölu en pörtum sem eru bara 0 (þ.e. 0000) má sleppa með því að setja tvöfaldan tvípunkt, ::, það má hins vegar bara stytta einu sinni í hverri tölu. Svo LÍTA þær svona út, ekki lýta ;)